Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2025 19:02 Kristrún Frostadóttir kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að ræða samskipti forsætisráðuneytisins í máli sem snertir þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks situr í nefndinni og spurði forsætisráðherra út í málið ásamt öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Visir/Anton Forsætisráðherra telur að rétt hafi verið að upplýsa þáverandi mennta- og barnamálaráðherra um að fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar, hafi óskað eftir fundi. En eftir að hún vissi um hvað málið snerist hafi hún verið bundin trúnaði og því ekki rætt málið frekar við ráðherrann. Þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á að það hafi ekki verið gert. Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Forsætisráðherra kom fyrir stjórnskipunar - og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla um samskipti forsætisráðuneytisins frá 9.-17. mars sl. við Ólöfu Björnsdóttur fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Málið leiddi svo til afsagnar Ásthildar þann 20. mars. Margar spurningar um framgöngu forsætisráðuneytisins Stjórnarandstöðuþingmenn spurðu forsætisráðherra í þaula, á tæplega tveggja klukkustunda fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Spurt var út í ákvarðanir sem voru teknar í málinu og um tímalínuna sem var birt varðandi samskiptin skömmu eftir afsögn þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Í tímalínunni kemur fram að 11. mars óskaði Ólöf Björnsdóttir eftir fundi með forsætisráðherra og Ásthildur mætti sitja fundinn. Ólöf hafi svo samkvæmt tímalínunni sent inn sjálft erindið er varðaði fundinn þann 13. mars og kröfu um að Ásthildur stigi til hliðar sem ráðherra. Tímalína samskipta forsætisráðuneytisins við Ólöfu Björnsdóttur.Vísir Óvæntur fundur í dagsljósið Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra upplýsti í morgun að hún hefði hitt menntamálaráðherra þann 14. mars þ.e. eftir að erindið var orðið ljóst en ákveðið að ræða ekki um málið við hana þá. „Sá fundur kom ekki fram í tímalínunni sem við birtum því hann varðaði ekki þetta mál. Þetta var fundur með menntamálaráðuneytinu og menntamálaráðherra vegna fjármálaáætlunar,“ segir Kristrún. Hún segir að hins vegar hafi verið eðlilegt að láta Ásthildi vita af fyrstu fundarbeiðninni sem kom fram þann 11 mars því þá hafi sjálft erindið ekki legið fyrir. „Eftir að erindið var komið inn töldum við að trúnaður ríkti um málið,“ segir Kristrún. Aðspurð um hvort ekki hefði verið eðlilegt að ræða um málið við þáverandi menntamálaráðherra á fundinum þann 14. mars svarar Kristrún: „Það var metið sem svo eftir að sjálft erindið barst, í ljósi þess hve málið var viðkvæmt, að þagnarskylda ríkti um það að minnsta kosti á þeim tímapunkti." Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gerir athugasemd við þetta. „Það er ljóst að þarna átti sér stað fundur 14. mars milli forsætisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lá ekki fyrir á tímalínunni sem var birt. Fyrstu viðbrögð er að auðvitað að það sé skrítið að þá hafi ekki verið leitað til samstarfsráðherrans til að kanna sannleiksgildi þessara upplýsinga,“ segir Bryndís. Forsætisráðherra telur hins vegar málsmeðferð forsætisráðuneytisins hafa verið rétt í málinu. „Það er okkar mat að það hafi verið staðið rétt að þessu máli,“ segir Kristrún.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira