Birgir Guðjónsson er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 13:41 Birgir Guðjónsson kenndi stærðfræði við Menntaskólann í Reykjavík í rúma fjóra áratugi og er hans minnst með hlýhug. Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag en Birgis er einnig minnst á vefsíðu Menntaskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði í rúma fjóra áratugi og á vef Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Birgir skilur eftir sig eiginkonuna Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dótturina Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu. Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 8. maí næstkomandi klukkan 15. Dyggur KR-ingur Birgir var fæddur 16. apríl 1957, sonur hjónanna Guðjóns Peter Hansen og Hólmfríðar Kristjánsdóttur. Hann var jafnframt dóttursonur Kristjáns L. Gestssonar, formanns KR um árabil og forystumanns félagsins á fyrri hluta síðustu aldar. Birgir æfði knattspyrnu hjá KR frá unga aldri og þótti snemma efnilegur knattspyrnumaður. Birgir lék fyrstu leiki sína í meistaraflokki sumarið 1976 og spilaði í sjö ár með liðinu fram á sumarið 1983, þegar hann lagði skóna á hilluna í kjölfar meiðsla. Birgir lék alls 133 leiki með meistaraflokki KR og skoraði í þeim 14 mörk. Eftir að leikmannaferlinum lauk sat Birgir í meistaraflokksráði og síðan í stjórn knattspyrnudeildarinnar sem ritari á árunum 1991-1993. Kennari sem bar hag nemenda fyrir brjósti Birgir hóf störf sem stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1979 og vann þar í 44 ár þangað til hann veiktist fyrir tveimur árum. Honum er lýst sem vinsælum kennara, sem bar ávallt hag nemenda sinna og skólans fyrir brjósti, og frábærum vinnufélaga með hlýtt viðmót. „Við fráfall Birgis er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn. Við munum sakna góðs vinar,“ segir í minningarorðum á vef MR en skólinn verður lokaður 8. maí þegar Birgir verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni.
Andlát Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira