Innherji

Dropp metið á nærri tvo milljarða þegar sjóðurinn Aldir keypti ráðandi hlut

Hörður Ægisson skrifar
Hrólfur Andri Tómasson er framkvæmdastjóri Dropp en félagið velti liðlega einum milljarði króna í fyrra þegar framtaksjóðurinn Aldir kom að kaupum á ráðandi hlut. 
Hrólfur Andri Tómasson er framkvæmdastjóri Dropp en félagið velti liðlega einum milljarði króna í fyrra þegar framtaksjóðurinn Aldir kom að kaupum á ráðandi hlut.  Vísir/Sigurjón

Fyrirtækið Dropp, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár og sérhæfir sig í sendingarþjónustu fyrir netverslanir, var verðmetið á hátt í tvo milljarða króna þegar hinn nýlega stofnaði framtakssjóður Aldir stóð að kaupum á ráðandi eignarhlut í félaginu seint á árinu 2024. Helstu hluthafar sjóðsins, sem fjárfesti í tveimur félögum á liðnu ári, eru lífeyrissjóðir – LSR þar stærstur – og fjárfestingafélög Heiðars Guðjónssonar og viðskiptafélaganna Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, en þeir eru jafnframt meðal eigenda rekstrarfélagsins.


Tengdar fréttir

Sænska netverslunin Boozt fjárfestir í Dropp á Íslandi

Boozt, stærsta netverslunin á Norðurlöndunum, hefur bæst við hluthafahóp íslenska fyrirtækisins Dropp, sem býður upp á afhendingu á vörum netverslana, eftir að hafa tekið þátt í nýlegri hlutafjáraukningu. Eftir fjárfestinguna tók Hermann Haraldsson, forstjóri Boozt, sæti í stjórn Dropp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×