Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 15:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skrípaleik í gangi á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44
Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53