Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 15:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skrípaleik í gangi á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44
Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53