Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem Glódís vinnur tvöfalt. Hún hefur fimm sinnum orðið bikarmeistari; tvisvar sinnum með Stjörnunni, tvisvar sinnum með Rosengård og nú einu sinni með Bayern.
🏆 𝗣𝗢𝗞𝗔𝗟𝗦𝗜𝗘𝗚𝗘𝗥𝗜𝗡𝗡𝗘𝗡 𝟮𝟬𝟮𝟱🏆
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) May 1, 2025
#FCBayern #MiaSanMia #DOUB1E pic.twitter.com/8bPZI7tEPK
Um síðustu helgi tryggði Bayern sér sinn þriðja Þýskalandsmeistaratitil í röð og í dag bætti liðið bikarmeistaratitlinum við. Wolfsburg hafði orðið bikarmeistari tíu sinnum í röð en tapaði fyrir Hoffenheim í átta liða úrslitum.
Bayern byrjaði leikinn vel og Lea Schuller kom liðinu yfir á 6. mínútu. Carolin Simon tvöfaldaði forskotið á 20. mínútu en Rieke Dieckman minnkaði muninn í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Á 65. mínútu skoraði Schuller annað mark sitt og hún fullkomnaði svo þrennuna ellefu mínútum fyrir leikslok.
Larissa Muhlhaus lagaði stöðuna fyrir Werder Bremen í uppbótartíma og lokatölur því 4-2. Leikurinn fór fram á RheinEnergieStadion í Köln.
Þetta er í annað sinn sem Bayern verður bikarmeistari og í fyrsta sinn í þrettán ár.