Fótbolti

Jóhann Berg skoraði í mikil­vægum endur­komu sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg var á skotskónum.
Jóhann Berg var á skotskónum. al orobah

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt marka Al Orubah í frábærum endurkomu sigri á Al Riyadh í efstu deild karla í Sádi-Arabíu.

Gestirnir í Al Orubah komust yfir snemma leiks en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum í blálok fyrri hálfleiks.

Gestirnir jöfnuðu metin á 58. mínútu. Það var svo á 84. mínútu sem hinn þaulreyndi Jóhann Berg kom gestunum yfir. Hans fjórða mark í deildinni. Gestirnir bættu við fjórða markinu undir lok leiks og undir góðan 4-2 sigur.

Sigurinn er gríðarlega mikilvægur þar sem Jóhann Berg og félagar eru í bullandi fallbaráttu. Sigurinn þýðir að liðið er nú með 30 stig, stigi fyrir ofan fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×