Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 1. maí 2025 23:03 Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - en engu að síður var hann tekinn, án fyrirvara, á miðjum skóladegi og fluttur með einkaflugvél til Madrídar og þaðan til Columbiu. Þá var hann 16 ára barn. Faðir hans yfirgaf hann á flugvellinum og lét sig hverfa. Móður hans hefur ekki tekist að ná í í tvö ár. Hans beið ekkert annað en gatan, þar til sonur minn flaug á eigin kostnað til Columbiu og flutti hann heim á túristaleyfi sem varði í þrjá mánuði. Nú hefur Útlendingastofnun vísað honum aftur úr landi - þrátt fyrir að hann hafi ekki í nokkur hús að venda. Hér á landi bíður ástrík fjölskylda milli vonar og ótta um örlög hans; fjölskylda sem vill veita honum örugga framtíð. Íslensk yfirvöld þurfa ekki að greiða eina krónu með honum vegna þess að hans bíður öruggt heimili. Þessi ungi drengur er einkar vel gerður, hjartahlýr og vandaður. Fjölskylda sonar míns elskar hann eins og líffræðileg börn sín og við, stórfjölskyldan, einnig. Hvernig stendur á því að ekki er farið eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hvar er mannúðin sem svo rækilega var tíunduð í stefnuskrá stjórnarflokkanna? Sjálf hef ég haft samband við talsmenn þeirra, auk barnamálaráðherra en engin svör fengið. Upp í hugann koma ljóðlínur Einars Benidiktssonar: “Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem berð það maður”. Hvaða lög gilda á Íslandi? Er engin mannúð sem gildir? Lög eru auðvitað nauðsynleg - en hvaða lög ganga lengur en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er íslenskufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar - en engu að síður var hann tekinn, án fyrirvara, á miðjum skóladegi og fluttur með einkaflugvél til Madrídar og þaðan til Columbiu. Þá var hann 16 ára barn. Faðir hans yfirgaf hann á flugvellinum og lét sig hverfa. Móður hans hefur ekki tekist að ná í í tvö ár. Hans beið ekkert annað en gatan, þar til sonur minn flaug á eigin kostnað til Columbiu og flutti hann heim á túristaleyfi sem varði í þrjá mánuði. Nú hefur Útlendingastofnun vísað honum aftur úr landi - þrátt fyrir að hann hafi ekki í nokkur hús að venda. Hér á landi bíður ástrík fjölskylda milli vonar og ótta um örlög hans; fjölskylda sem vill veita honum örugga framtíð. Íslensk yfirvöld þurfa ekki að greiða eina krónu með honum vegna þess að hans bíður öruggt heimili. Þessi ungi drengur er einkar vel gerður, hjartahlýr og vandaður. Fjölskylda sonar míns elskar hann eins og líffræðileg börn sín og við, stórfjölskyldan, einnig. Hvernig stendur á því að ekki er farið eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hvar er mannúðin sem svo rækilega var tíunduð í stefnuskrá stjórnarflokkanna? Sjálf hef ég haft samband við talsmenn þeirra, auk barnamálaráðherra en engin svör fengið. Upp í hugann koma ljóðlínur Einars Benidiktssonar: “Embætti þitt geta allir séð en ert þú sem berð það maður”. Hvaða lög gilda á Íslandi? Er engin mannúð sem gildir? Lög eru auðvitað nauðsynleg - en hvaða lög ganga lengur en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Höfundur er íslenskufræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar