Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 2. maí 2025 07:01 Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Skoðun Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Sjá meira
Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun