Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. maí 2025 07:43 Frá Svartsengi. Vísir/Vilhelm HS Orka tapaði rúmlega 419 milljónum króna á síðasta ári, eftir 1,5 milljarða hagnað árið 2023. Tap fyrir tekjustkatt nam 610 milljónum króna. Afkoman er sögð ásættanleg þrátt fyrir ítrekuð eldsumbrot á síðasta ári. Í tilkynningu frá HS Orku er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra HS Orku, að félagið hafi á árinu sýnt styrk sinn svo um munar. „Styrkurinn speglast í því að tekist hefur að halda daglegum rekstri orkuvera fyrirtækisins stöðugum þrátt fyrir aðsteðjandi náttúruvá en eldsumbrot og jarðhræringar höfðu óveruleg áhrif á orkuvinnslu og framkvæmdir HS Orku á árinu,“ er haft eftir Tómasi. Fjármagnsliðir vegi þungt „Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 5.493 milljónir króna árið 2024 samanborið við 6.013 milljónir króna árið áður og lækkar því um 9% á milli ára. Tap fyrir skatta nam 610 milljónum króna samanborið við hagnað fyrir skatta að fjárhæð 1.783 milljónir árið 2023. Fjármagnsliðir setja verulegt mark á afkomu félagsins milli ára. Í stórum dráttum skýrist breytingin af óhagstæðum gengismun að fjárhæð 70 milljónir króna á árinu 2024 samanborið við gengishagnað að fjárhæð 1.019 milljónir króna árið áður. Samhliða framkvæmdum í Svartsengi hækkuðu nettó fjármagnsgjöld um 947 milljónir króna á milli ára, voru 2.646 milljónir 2024 en 1.700 milljónir 2023. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.Vísir/Egill Aðalsteinsson Fastafjármunir jukust um 7,2 milljarða á milli ára sem skýrist aðallega af nýfjárfestingum vegna stækkunar orkuversins í Svartsengi auk holuborana á Reykjanesi. Veltufjármunir drógust saman um 2,7 milljarða sem skýrist að mestu af lækkun handbærs fjár, vegna framkvæmda í Svartsengi. Að hluthafaláni frátöldu hækkuðu vaxtaberandi skuldir um 2,8 milljarða á milli ára. Hækkunin skýrist að mestu af framkvæmdum í Svartsengi,“ segir í tilkynningunni. Vinna upp tafirnar Í tilkynningunni segir einnig að lokið hafi verið við endurfjármögnun félagsins á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum við krefjandi aðstæður, og víðtæk tryggingavernd þess endurnýjuð. „Umfangsmikil stækkun og endurbætur á orkuverinu í Svartsengi hafa gengið vonum framar þrátt fyrir að framkvæmdir hafi legið niðri um tíma vegna eldsumbrota og endurtekinna rýminga á svæðinu. Vel hefur gengið að vinna upp tafir sem af því hlutust og verður ný virkjun í Svartsengi, orkuver 7, gangsett síðar á þessu ári.“ Umfangsmikil endurfjármögnun Heildartekjur HS Orku á síðasta ári námu 14,6 milljörðum króna og jukust um tíu prósent á milli ára. Eigið fé nam í árslok 31 milljarði, en eiginfjárhlutfallið var þá 39 prósent. „HS Orka endurfjármagnaði skuldir félagsins á árinu 2024 og tryggði lánalínur fyrir áframhaldandi uppbyggingu hér á landi. Fjármögnunin nær til yfirstandandi stækkunar og endurbóta orkuversins í Svartsengi. Hún er mikilvægt skref í metnaðarfullum áformum um frekari vöxt félagsins í jarðvarma og vatnsafli, sem byggjast á orkukostum í nýtingarflokki rammaáætlunar. Lánsfjárhæðin nemur að jafnvirði um 290 milljónum bandaríkjadala eða um fjörutíu milljörðum íslenskra króna. Lánveitendur eru íslenskir og alþjóðlegir bankar og sjóðir. Þá var víkjandi hluthafalán eigenda framlengt um tæplega fimm ár en lánið var upprunalega veitt í nóvember 2022 sem hluti af fjármögnun til stækkunar á virkjuninni í Svartsengi.“ Stækkun í Svartsengi gengið vel Þá kemur fram að framkvæmdir við stækkun orkuversins hafi gengið vel á árinu eftir tafir í upphafi árs vegna eldsumbrota. Vinna við verkið hófst árið 2022. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 12 milljarðar króna, og stefnt að gangsetningu fyrir lok árs 2025. „Tveimur borverkefnum HS Orku á Reykjanesi lauk á árinu en borað var utan hins þekkta vinnslusvæðis við Reykjanesvirkjun. Bundnar eru vonir við að boranirnar gefi góða raun og að holurnar nýtist við núverandi vinnslu á svæðinu.“ Helstu tölur úr ársuppgjörinu Heildartekjur námu 14,6 milljörðum og hækka um 1,3 milljarða (10%) á milli ára. Rekstrargjöld voru um 11,9 milljarðar og hækka um 1,8 milljarða frá árinu 2023. Hækkun rekstrargjalda skýrist að miklu leyti af hækkun raforkuverðs og áhrifum á orkukaup félagsins, ásamt kostnaði vegna viðbragða við náttúruhamförum. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 5.493 milljónir króna árið 2024 samanborið við 6.013 milljónir árið áður og lækkar því um 9% á milli ára. Tap fyrir skatta nemur 610 milljónum króna samanborið við hagnað upp á 1.783 milljónir á árinu 2023. Heildareignir félagsins voru um 80 milljarðar í lok árs og aukast um 6% milli ára. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 31,2 milljörðum króna í árslok. Eiginfjárhlutfall er 39% en 47% að meðtöldu víkjandi láni frá hluthöfum. Ekki var greiddur út arður á árinu. Orkumál Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Sjá meira
Í tilkynningu frá HS Orku er haft eftir Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra HS Orku, að félagið hafi á árinu sýnt styrk sinn svo um munar. „Styrkurinn speglast í því að tekist hefur að halda daglegum rekstri orkuvera fyrirtækisins stöðugum þrátt fyrir aðsteðjandi náttúruvá en eldsumbrot og jarðhræringar höfðu óveruleg áhrif á orkuvinnslu og framkvæmdir HS Orku á árinu,“ er haft eftir Tómasi. Fjármagnsliðir vegi þungt „Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 5.493 milljónir króna árið 2024 samanborið við 6.013 milljónir króna árið áður og lækkar því um 9% á milli ára. Tap fyrir skatta nam 610 milljónum króna samanborið við hagnað fyrir skatta að fjárhæð 1.783 milljónir árið 2023. Fjármagnsliðir setja verulegt mark á afkomu félagsins milli ára. Í stórum dráttum skýrist breytingin af óhagstæðum gengismun að fjárhæð 70 milljónir króna á árinu 2024 samanborið við gengishagnað að fjárhæð 1.019 milljónir króna árið áður. Samhliða framkvæmdum í Svartsengi hækkuðu nettó fjármagnsgjöld um 947 milljónir króna á milli ára, voru 2.646 milljónir 2024 en 1.700 milljónir 2023. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.Vísir/Egill Aðalsteinsson Fastafjármunir jukust um 7,2 milljarða á milli ára sem skýrist aðallega af nýfjárfestingum vegna stækkunar orkuversins í Svartsengi auk holuborana á Reykjanesi. Veltufjármunir drógust saman um 2,7 milljarða sem skýrist að mestu af lækkun handbærs fjár, vegna framkvæmda í Svartsengi. Að hluthafaláni frátöldu hækkuðu vaxtaberandi skuldir um 2,8 milljarða á milli ára. Hækkunin skýrist að mestu af framkvæmdum í Svartsengi,“ segir í tilkynningunni. Vinna upp tafirnar Í tilkynningunni segir einnig að lokið hafi verið við endurfjármögnun félagsins á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum við krefjandi aðstæður, og víðtæk tryggingavernd þess endurnýjuð. „Umfangsmikil stækkun og endurbætur á orkuverinu í Svartsengi hafa gengið vonum framar þrátt fyrir að framkvæmdir hafi legið niðri um tíma vegna eldsumbrota og endurtekinna rýminga á svæðinu. Vel hefur gengið að vinna upp tafir sem af því hlutust og verður ný virkjun í Svartsengi, orkuver 7, gangsett síðar á þessu ári.“ Umfangsmikil endurfjármögnun Heildartekjur HS Orku á síðasta ári námu 14,6 milljörðum króna og jukust um tíu prósent á milli ára. Eigið fé nam í árslok 31 milljarði, en eiginfjárhlutfallið var þá 39 prósent. „HS Orka endurfjármagnaði skuldir félagsins á árinu 2024 og tryggði lánalínur fyrir áframhaldandi uppbyggingu hér á landi. Fjármögnunin nær til yfirstandandi stækkunar og endurbóta orkuversins í Svartsengi. Hún er mikilvægt skref í metnaðarfullum áformum um frekari vöxt félagsins í jarðvarma og vatnsafli, sem byggjast á orkukostum í nýtingarflokki rammaáætlunar. Lánsfjárhæðin nemur að jafnvirði um 290 milljónum bandaríkjadala eða um fjörutíu milljörðum íslenskra króna. Lánveitendur eru íslenskir og alþjóðlegir bankar og sjóðir. Þá var víkjandi hluthafalán eigenda framlengt um tæplega fimm ár en lánið var upprunalega veitt í nóvember 2022 sem hluti af fjármögnun til stækkunar á virkjuninni í Svartsengi.“ Stækkun í Svartsengi gengið vel Þá kemur fram að framkvæmdir við stækkun orkuversins hafi gengið vel á árinu eftir tafir í upphafi árs vegna eldsumbrota. Vinna við verkið hófst árið 2022. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 12 milljarðar króna, og stefnt að gangsetningu fyrir lok árs 2025. „Tveimur borverkefnum HS Orku á Reykjanesi lauk á árinu en borað var utan hins þekkta vinnslusvæðis við Reykjanesvirkjun. Bundnar eru vonir við að boranirnar gefi góða raun og að holurnar nýtist við núverandi vinnslu á svæðinu.“ Helstu tölur úr ársuppgjörinu Heildartekjur námu 14,6 milljörðum og hækka um 1,3 milljarða (10%) á milli ára. Rekstrargjöld voru um 11,9 milljarðar og hækka um 1,8 milljarða frá árinu 2023. Hækkun rekstrargjalda skýrist að miklu leyti af hækkun raforkuverðs og áhrifum á orkukaup félagsins, ásamt kostnaði vegna viðbragða við náttúruhamförum. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 5.493 milljónir króna árið 2024 samanborið við 6.013 milljónir árið áður og lækkar því um 9% á milli ára. Tap fyrir skatta nemur 610 milljónum króna samanborið við hagnað upp á 1.783 milljónir á árinu 2023. Heildareignir félagsins voru um 80 milljarðar í lok árs og aukast um 6% milli ára. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 31,2 milljörðum króna í árslok. Eiginfjárhlutfall er 39% en 47% að meðtöldu víkjandi láni frá hluthöfum. Ekki var greiddur út arður á árinu.
Orkumál Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun en barnabætur berast seinna í dag Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Sjá meira