Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2025 08:31 Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps segir að ákvörðun Póstsins um lokun pósthússins í bænum sé með öllu óásættanleg. Pósthúsinu í bænum var lokað síðasta dag nýliðins aprílmánaðar og krefst sveitarstjórn að ákvörðunin verði endurskoðuð. Sveitarstjórn óttast að lokunin muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa. Pósturinn greindi frá lokuninni í síðasta mánuði þar sem sagði að Pósturinn væri ávallt „að leita leiða til að þróa þjónustuna í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda samhliða hagkvæmum rekstri.“ Var tekið fram að Pósturinn myndi áfram sinna póstþjónustu með Póstboxum við Torgið í bænum, póstbíl og landpóstum. Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps í lok apríl var lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Póstsins um að hætta með svokallað samstarfspósthús á Vopnafirði. „Þessi ákvörðun mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við íbúa svæðisins og er með öllu óásættanleg. Sveitarstjórn krefst þess að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi að íbúar fái áfram fullnægjandi og aðgengilega póstþjónustu. Frá Vopnafirði.Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn lýsir jafnframt áhyggjum sínum af því að nýtt fyrirkomulag póstþjónustunnar muni leiða til verðhækkana á þeirri þjónustu sem íbúar þurfa að nýta sér, sem skerðir aðgengi að grunnþjónustu og bitnar sérstaklega á þeim sem búa í fámennari byggðum. Það er brýnt að jafnræði sé haft að leiðarljósi í allri þjónustu við íbúa landsins, óháð búsetu. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að Pósturinn vinni að raunhæfum lausnum sem tryggja áframhaldandi þjónustu við íbúa Vopnafjarðar og leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur á Vopnafirði þar sem breytingarnar verða kynntar og íbúum gefst kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Sveitarstjóra er falið að vera í sambandi við Póstinn,“ segir í bókun sveitarstjórnar í fundar. Á vef Póstsins segir í tilkynningu um lokunina að Pósthúsið á Húsavík sé nú þjónustupósthús íbúa á Vopnafirði. Pósturinn Vopnafjörður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Pósturinn greindi frá lokuninni í síðasta mánuði þar sem sagði að Pósturinn væri ávallt „að leita leiða til að þróa þjónustuna í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda samhliða hagkvæmum rekstri.“ Var tekið fram að Pósturinn myndi áfram sinna póstþjónustu með Póstboxum við Torgið í bænum, póstbíl og landpóstum. Íslandspóstur hefur síðustu ár rekið pósthús í tengslum við útibú Landsbankans við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Á fundi sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps í lok apríl var lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Póstsins um að hætta með svokallað samstarfspósthús á Vopnafirði. „Þessi ákvörðun mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við íbúa svæðisins og er með öllu óásættanleg. Sveitarstjórn krefst þess að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi að íbúar fái áfram fullnægjandi og aðgengilega póstþjónustu. Frá Vopnafirði.Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn lýsir jafnframt áhyggjum sínum af því að nýtt fyrirkomulag póstþjónustunnar muni leiða til verðhækkana á þeirri þjónustu sem íbúar þurfa að nýta sér, sem skerðir aðgengi að grunnþjónustu og bitnar sérstaklega á þeim sem búa í fámennari byggðum. Það er brýnt að jafnræði sé haft að leiðarljósi í allri þjónustu við íbúa landsins, óháð búsetu. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að Pósturinn vinni að raunhæfum lausnum sem tryggja áframhaldandi þjónustu við íbúa Vopnafjarðar og leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur á Vopnafirði þar sem breytingarnar verða kynntar og íbúum gefst kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Sveitarstjóra er falið að vera í sambandi við Póstinn,“ segir í bókun sveitarstjórnar í fundar. Á vef Póstsins segir í tilkynningu um lokunina að Pósthúsið á Húsavík sé nú þjónustupósthús íbúa á Vopnafirði.
Pósturinn Vopnafjörður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira