Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 2. maí 2025 11:30 Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, á hátíðinni í Grindavík í gær þar sem ungir sem aldnir nutu þess í botn að geta leikið sér að nýju í íþróttum í bænum. Stöð 2 Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira