Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2025 20:04 Grétar, Inga Sæland og Birna Sif, sem tóku fyrstu skóflustunguna af nýja hjúkrunarheimilinu í Hveragerði í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsta skóflustungan af nýju 44 herbergja hjúkrunarheimili var tekin í dag í Hveragerði. Húsið verður tæplega þrjú þúsund fermetrar að stærð og mun kosta 2,8 milljarða króna. Fjölmenni safnaðist saman þar sem nýja hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá núverandi hjúkrunarheimili, sem Grundarheimilin eiga og kallast Ás en Grund hefur rekið Ás frá árinu 1952 og sinnt öldrunarþjónustu í Hveragerði og nágrenni í yfir sjötíu ár. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, og Grétar Aðalsteinsson, heimilismaður í Ási, tóku skóflustungu að nýja heimilinu. „Þannig að það má segja að þetta er tímamótadagur fyrir nýja ríkisstjórn, sem er sem sagt að ráðast í þjóðarátak í byggingu á hjúkrunarheimilum og í öllum aðbúnaði fyrir eldra fólk,“ segir Inga Sæland. Inga hrósar öllum þeim, sem koma að byggingu nýja heimilisins og hún segir fáir staðir séu betri en Hveragerði fyrir svona þjónustu. „Ég hef nú stundum látið mig dreyma að jafnvel að flytja í Hveragerði, maður er ekki nema hálf tíma í bæinn,“ segir hún brosandi. Gísli Páll, formaður stjórnar Grundarheimilanna og Inga Sæland spjalla saman í kaffinu, sem boðið var upp á eftir skóflustunguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru Grundarheimilin sem byggja hjúkrunarheimilið en í dag eru heimilismenn í Ási 111 talsins. Öll herbergin á nýja hjúkrunarheimilinu verða einbýli með baðherbergjum. En hver borgar brúsann? „Við skattgreiðendurnir borgum þetta fyrir rest en ríkið leigir húsið af okkur í 20 ár og þannig náum við að taka lán til að byggja það og reka það í 20 ár,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Grundarheimilanna. Og að sjálfsögðu var flaggað við Ás í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grétar hefur búið á Ási í rúmlega 20 ár og var einn af þeim sem tóku skóflustungu í dag. „Það er búið að tala um þetta í 20 ár allavega. Þetta verður glæsilegt heimili, jú, jú,“ segir Grétar. María Pálsdóttir og Hörður Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð, sem búa á Ási tóku að sjálfsögðu þátt í gleði dagsins en þeim líkar mjög vel að vera í Hveragerði. Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Fjölmenni safnaðist saman þar sem nýja hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá núverandi hjúkrunarheimili, sem Grundarheimilin eiga og kallast Ás en Grund hefur rekið Ás frá árinu 1952 og sinnt öldrunarþjónustu í Hveragerði og nágrenni í yfir sjötíu ár. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, og Grétar Aðalsteinsson, heimilismaður í Ási, tóku skóflustungu að nýja heimilinu. „Þannig að það má segja að þetta er tímamótadagur fyrir nýja ríkisstjórn, sem er sem sagt að ráðast í þjóðarátak í byggingu á hjúkrunarheimilum og í öllum aðbúnaði fyrir eldra fólk,“ segir Inga Sæland. Inga hrósar öllum þeim, sem koma að byggingu nýja heimilisins og hún segir fáir staðir séu betri en Hveragerði fyrir svona þjónustu. „Ég hef nú stundum látið mig dreyma að jafnvel að flytja í Hveragerði, maður er ekki nema hálf tíma í bæinn,“ segir hún brosandi. Gísli Páll, formaður stjórnar Grundarheimilanna og Inga Sæland spjalla saman í kaffinu, sem boðið var upp á eftir skóflustunguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru Grundarheimilin sem byggja hjúkrunarheimilið en í dag eru heimilismenn í Ási 111 talsins. Öll herbergin á nýja hjúkrunarheimilinu verða einbýli með baðherbergjum. En hver borgar brúsann? „Við skattgreiðendurnir borgum þetta fyrir rest en ríkið leigir húsið af okkur í 20 ár og þannig náum við að taka lán til að byggja það og reka það í 20 ár,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Grundarheimilanna. Og að sjálfsögðu var flaggað við Ás í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grétar hefur búið á Ási í rúmlega 20 ár og var einn af þeim sem tóku skóflustungu í dag. „Það er búið að tala um þetta í 20 ár allavega. Þetta verður glæsilegt heimili, jú, jú,“ segir Grétar. María Pálsdóttir og Hörður Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð, sem búa á Ási tóku að sjálfsögðu þátt í gleði dagsins en þeim líkar mjög vel að vera í Hveragerði.
Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira