Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2025 20:04 Grétar, Inga Sæland og Birna Sif, sem tóku fyrstu skóflustunguna af nýja hjúkrunarheimilinu í Hveragerði í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsta skóflustungan af nýju 44 herbergja hjúkrunarheimili var tekin í dag í Hveragerði. Húsið verður tæplega þrjú þúsund fermetrar að stærð og mun kosta 2,8 milljarða króna. Fjölmenni safnaðist saman þar sem nýja hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá núverandi hjúkrunarheimili, sem Grundarheimilin eiga og kallast Ás en Grund hefur rekið Ás frá árinu 1952 og sinnt öldrunarþjónustu í Hveragerði og nágrenni í yfir sjötíu ár. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, og Grétar Aðalsteinsson, heimilismaður í Ási, tóku skóflustungu að nýja heimilinu. „Þannig að það má segja að þetta er tímamótadagur fyrir nýja ríkisstjórn, sem er sem sagt að ráðast í þjóðarátak í byggingu á hjúkrunarheimilum og í öllum aðbúnaði fyrir eldra fólk,“ segir Inga Sæland. Inga hrósar öllum þeim, sem koma að byggingu nýja heimilisins og hún segir fáir staðir séu betri en Hveragerði fyrir svona þjónustu. „Ég hef nú stundum látið mig dreyma að jafnvel að flytja í Hveragerði, maður er ekki nema hálf tíma í bæinn,“ segir hún brosandi. Gísli Páll, formaður stjórnar Grundarheimilanna og Inga Sæland spjalla saman í kaffinu, sem boðið var upp á eftir skóflustunguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru Grundarheimilin sem byggja hjúkrunarheimilið en í dag eru heimilismenn í Ási 111 talsins. Öll herbergin á nýja hjúkrunarheimilinu verða einbýli með baðherbergjum. En hver borgar brúsann? „Við skattgreiðendurnir borgum þetta fyrir rest en ríkið leigir húsið af okkur í 20 ár og þannig náum við að taka lán til að byggja það og reka það í 20 ár,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Grundarheimilanna. Og að sjálfsögðu var flaggað við Ás í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grétar hefur búið á Ási í rúmlega 20 ár og var einn af þeim sem tóku skóflustungu í dag. „Það er búið að tala um þetta í 20 ár allavega. Þetta verður glæsilegt heimili, jú, jú,“ segir Grétar. María Pálsdóttir og Hörður Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð, sem búa á Ási tóku að sjálfsögðu þátt í gleði dagsins en þeim líkar mjög vel að vera í Hveragerði. Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Fjölmenni safnaðist saman þar sem nýja hjúkrunarheimilið mun rísa skammt frá núverandi hjúkrunarheimili, sem Grundarheimilin eiga og kallast Ás en Grund hefur rekið Ás frá árinu 1952 og sinnt öldrunarþjónustu í Hveragerði og nágrenni í yfir sjötíu ár. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Birna Sif Atladóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í Ási, og Grétar Aðalsteinsson, heimilismaður í Ási, tóku skóflustungu að nýja heimilinu. „Þannig að það má segja að þetta er tímamótadagur fyrir nýja ríkisstjórn, sem er sem sagt að ráðast í þjóðarátak í byggingu á hjúkrunarheimilum og í öllum aðbúnaði fyrir eldra fólk,“ segir Inga Sæland. Inga hrósar öllum þeim, sem koma að byggingu nýja heimilisins og hún segir fáir staðir séu betri en Hveragerði fyrir svona þjónustu. „Ég hef nú stundum látið mig dreyma að jafnvel að flytja í Hveragerði, maður er ekki nema hálf tíma í bæinn,“ segir hún brosandi. Gísli Páll, formaður stjórnar Grundarheimilanna og Inga Sæland spjalla saman í kaffinu, sem boðið var upp á eftir skóflustunguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru Grundarheimilin sem byggja hjúkrunarheimilið en í dag eru heimilismenn í Ási 111 talsins. Öll herbergin á nýja hjúkrunarheimilinu verða einbýli með baðherbergjum. En hver borgar brúsann? „Við skattgreiðendurnir borgum þetta fyrir rest en ríkið leigir húsið af okkur í 20 ár og þannig náum við að taka lán til að byggja það og reka það í 20 ár,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður stjórnar Grundarheimilanna. Og að sjálfsögðu var flaggað við Ás í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grétar hefur búið á Ási í rúmlega 20 ár og var einn af þeim sem tóku skóflustungu í dag. „Það er búið að tala um þetta í 20 ár allavega. Þetta verður glæsilegt heimili, jú, jú,“ segir Grétar. María Pálsdóttir og Hörður Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð, sem búa á Ási tóku að sjálfsögðu þátt í gleði dagsins en þeim líkar mjög vel að vera í Hveragerði.
Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira