Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2025 19:17 Brynjar Karl á leik Aþenu í Bónus-deild kvenna í vetur. vísir/Diego Körfuboltaþjálfarinn og frambjóðandi til forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Brynjar Karl Sigurðsson, svarar framkvæmdastjórn ÍSÍ fullum hálsi á Facebook-síðu sinni. Þannig er mál með vexti að fyrr í dag, föstudag, lýsti framkvæmdastjórn ÍSÍ yfir stuðningi og samstöðu með starfsfólki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs í kjölfar þess að frambjóðandi til forseta ÍSÍ bar samskiptaráðgjafann þungum sökum. Brynjar Karl er sagður ráðast harkalega með ofbeldi og hótunum að fagmennsku, heiðri og mannorði einstaklings sem sinnir hlutverki samskiptaráðgjafa. Í áliti sem embætti samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vann nýverið varðandi þjálfunarhætti Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu og frambjóðandi til forseta ÍSÍ, segir að það sé alvarlegt mál að Brynjar Karl tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði. Álitið var unnið eftir að fyrrverandi iðkendur Brynjars Karls hjá Aþenu og foreldrar þeirra leituðu til samskiptaráðgjafa og lýstu framferði hans í starfi. Framferði sem samkvæmt skýrslunni var talið fela í sér ógnandi framkomu og niðurlægjandi orðræðu. Brynjar Karl segir það tóman uppspuna að iðkendur hafi kvartað yfir aðferðunum. Hann hefur nú ritað langan pistil á Facebook-síðu sinni. „Allaf sama kjaftæðið“ „ÍSÍ eða samskiptafulltrúi lak umsögninni í fjölmiðla, þess vegna þurfti Binni litli að verja sig. Þetta er alltaf sama kjaftæðið; þau mega leka, sem er ólöglegt, en ég má ekki verja mig opinberlega, sem er löglegt,“ sem er meðal annars í færslu hans. „En af hverju er ÍSÍ svona einhliða í að verja þessa sköpun sína, sem samskiptafulltrúinn er? Er það kannski vegna þess að hún hefur þjónað íþróttamafíunni vel með sínum verkefnum, svo ÍSÍ þurfi ekki að óhreinka sig? Það þarf að skoða þetta rómantíska samband betur. Gott er þó að vita að ÍSÍ styður Þóru og samstarfsfólk hennar opinberlega. Þóra sem gengur fram gegn fólki í anda spænska rannsóknarréttarins með nafnlausum og ótilgreindum ásökunum, ófaglegum vinnubrögðum, óheilindum og brotum á stjórnsýslulögum. Þetta er auðvelt að sýna fram á. Skömm ÍSÍ er mikil og minnkar ekki.“ „Það eru alskonar senur í þessu mafíuhandriti: ÍSÍ, með Lárus Blöndal og Samskiptafulltrúi Þóra í rómantísku sambandi, ákveða að fara eftir Brynjari. Brynjar verður ósáttur – hvert á hann að leita? Til mennta- og barnamálaráðuneytisins? En hver er ráðuneytisstjóri þar? Jú, Erna Kristín Blöndal, dóttir forseta ÍSÍ, Lárusar Blöndal. Stundum er raunveruleikinn fáránlegri en léleg B-mynd.“ Þá spyr Brynjar Karl ýmissa spurninga er koma að heilindum og háttvísi: Eru það heilindi að leka trúnaðarmálum í fjölmiðla? Er það háttvísi að aðilar í framboði, sem eru jafnframt undir gagnrýni og sitja í stjórn ÍSÍ, álykti um annan frambjóðanda sem er að keppa um forsetaembætti? Er það heilindi að neita að stofna Aþenu í tvö ár frá 2019? Er það heilindi að verja KKÍ árið 2021 í alvarlegum #metoo-málum? Eru það heilindi að beina málum sem tengjast forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, þar sem hann er sakaður um valdníðslu, til ráðuneytis menningar- og barnamála þar sem dóttir hans er ráðuneytisstjóri? Eru það heilindi að siga á mig Þóru "Hit-Man” Sigfríði til að taka mig úr umferð án dóms og stjórnsýslulaga. Er það velferð að saka mig um ofbeldi fjórum klukkustundum eftir að leikmenn mínir lýstu yfir stuðningi við mig og afgreiða þau sem valdlaus og virðingarlaus? „Það hriktir í Múmíndal – þetta er allt að falla. Love it,“ segir að lokum í færslunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Kafað dýpra Aþena ÍSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Þannig er mál með vexti að fyrr í dag, föstudag, lýsti framkvæmdastjórn ÍSÍ yfir stuðningi og samstöðu með starfsfólki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs í kjölfar þess að frambjóðandi til forseta ÍSÍ bar samskiptaráðgjafann þungum sökum. Brynjar Karl er sagður ráðast harkalega með ofbeldi og hótunum að fagmennsku, heiðri og mannorði einstaklings sem sinnir hlutverki samskiptaráðgjafa. Í áliti sem embætti samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vann nýverið varðandi þjálfunarhætti Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu og frambjóðandi til forseta ÍSÍ, segir að það sé alvarlegt mál að Brynjar Karl tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði. Álitið var unnið eftir að fyrrverandi iðkendur Brynjars Karls hjá Aþenu og foreldrar þeirra leituðu til samskiptaráðgjafa og lýstu framferði hans í starfi. Framferði sem samkvæmt skýrslunni var talið fela í sér ógnandi framkomu og niðurlægjandi orðræðu. Brynjar Karl segir það tóman uppspuna að iðkendur hafi kvartað yfir aðferðunum. Hann hefur nú ritað langan pistil á Facebook-síðu sinni. „Allaf sama kjaftæðið“ „ÍSÍ eða samskiptafulltrúi lak umsögninni í fjölmiðla, þess vegna þurfti Binni litli að verja sig. Þetta er alltaf sama kjaftæðið; þau mega leka, sem er ólöglegt, en ég má ekki verja mig opinberlega, sem er löglegt,“ sem er meðal annars í færslu hans. „En af hverju er ÍSÍ svona einhliða í að verja þessa sköpun sína, sem samskiptafulltrúinn er? Er það kannski vegna þess að hún hefur þjónað íþróttamafíunni vel með sínum verkefnum, svo ÍSÍ þurfi ekki að óhreinka sig? Það þarf að skoða þetta rómantíska samband betur. Gott er þó að vita að ÍSÍ styður Þóru og samstarfsfólk hennar opinberlega. Þóra sem gengur fram gegn fólki í anda spænska rannsóknarréttarins með nafnlausum og ótilgreindum ásökunum, ófaglegum vinnubrögðum, óheilindum og brotum á stjórnsýslulögum. Þetta er auðvelt að sýna fram á. Skömm ÍSÍ er mikil og minnkar ekki.“ „Það eru alskonar senur í þessu mafíuhandriti: ÍSÍ, með Lárus Blöndal og Samskiptafulltrúi Þóra í rómantísku sambandi, ákveða að fara eftir Brynjari. Brynjar verður ósáttur – hvert á hann að leita? Til mennta- og barnamálaráðuneytisins? En hver er ráðuneytisstjóri þar? Jú, Erna Kristín Blöndal, dóttir forseta ÍSÍ, Lárusar Blöndal. Stundum er raunveruleikinn fáránlegri en léleg B-mynd.“ Þá spyr Brynjar Karl ýmissa spurninga er koma að heilindum og háttvísi: Eru það heilindi að leka trúnaðarmálum í fjölmiðla? Er það háttvísi að aðilar í framboði, sem eru jafnframt undir gagnrýni og sitja í stjórn ÍSÍ, álykti um annan frambjóðanda sem er að keppa um forsetaembætti? Er það heilindi að neita að stofna Aþenu í tvö ár frá 2019? Er það heilindi að verja KKÍ árið 2021 í alvarlegum #metoo-málum? Eru það heilindi að beina málum sem tengjast forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, þar sem hann er sakaður um valdníðslu, til ráðuneytis menningar- og barnamála þar sem dóttir hans er ráðuneytisstjóri? Eru það heilindi að siga á mig Þóru "Hit-Man” Sigfríði til að taka mig úr umferð án dóms og stjórnsýslulaga. Er það velferð að saka mig um ofbeldi fjórum klukkustundum eftir að leikmenn mínir lýstu yfir stuðningi við mig og afgreiða þau sem valdlaus og virðingarlaus? „Það hriktir í Múmíndal – þetta er allt að falla. Love it,“ segir að lokum í færslunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan.
Kafað dýpra Aþena ÍSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira