Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2025 19:17 Brynjar Karl á leik Aþenu í Bónus-deild kvenna í vetur. vísir/Diego Körfuboltaþjálfarinn og frambjóðandi til forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Brynjar Karl Sigurðsson, svarar framkvæmdastjórn ÍSÍ fullum hálsi á Facebook-síðu sinni. Þannig er mál með vexti að fyrr í dag, föstudag, lýsti framkvæmdastjórn ÍSÍ yfir stuðningi og samstöðu með starfsfólki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs í kjölfar þess að frambjóðandi til forseta ÍSÍ bar samskiptaráðgjafann þungum sökum. Brynjar Karl er sagður ráðast harkalega með ofbeldi og hótunum að fagmennsku, heiðri og mannorði einstaklings sem sinnir hlutverki samskiptaráðgjafa. Í áliti sem embætti samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vann nýverið varðandi þjálfunarhætti Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu og frambjóðandi til forseta ÍSÍ, segir að það sé alvarlegt mál að Brynjar Karl tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði. Álitið var unnið eftir að fyrrverandi iðkendur Brynjars Karls hjá Aþenu og foreldrar þeirra leituðu til samskiptaráðgjafa og lýstu framferði hans í starfi. Framferði sem samkvæmt skýrslunni var talið fela í sér ógnandi framkomu og niðurlægjandi orðræðu. Brynjar Karl segir það tóman uppspuna að iðkendur hafi kvartað yfir aðferðunum. Hann hefur nú ritað langan pistil á Facebook-síðu sinni. „Allaf sama kjaftæðið“ „ÍSÍ eða samskiptafulltrúi lak umsögninni í fjölmiðla, þess vegna þurfti Binni litli að verja sig. Þetta er alltaf sama kjaftæðið; þau mega leka, sem er ólöglegt, en ég má ekki verja mig opinberlega, sem er löglegt,“ sem er meðal annars í færslu hans. „En af hverju er ÍSÍ svona einhliða í að verja þessa sköpun sína, sem samskiptafulltrúinn er? Er það kannski vegna þess að hún hefur þjónað íþróttamafíunni vel með sínum verkefnum, svo ÍSÍ þurfi ekki að óhreinka sig? Það þarf að skoða þetta rómantíska samband betur. Gott er þó að vita að ÍSÍ styður Þóru og samstarfsfólk hennar opinberlega. Þóra sem gengur fram gegn fólki í anda spænska rannsóknarréttarins með nafnlausum og ótilgreindum ásökunum, ófaglegum vinnubrögðum, óheilindum og brotum á stjórnsýslulögum. Þetta er auðvelt að sýna fram á. Skömm ÍSÍ er mikil og minnkar ekki.“ „Það eru alskonar senur í þessu mafíuhandriti: ÍSÍ, með Lárus Blöndal og Samskiptafulltrúi Þóra í rómantísku sambandi, ákveða að fara eftir Brynjari. Brynjar verður ósáttur – hvert á hann að leita? Til mennta- og barnamálaráðuneytisins? En hver er ráðuneytisstjóri þar? Jú, Erna Kristín Blöndal, dóttir forseta ÍSÍ, Lárusar Blöndal. Stundum er raunveruleikinn fáránlegri en léleg B-mynd.“ Þá spyr Brynjar Karl ýmissa spurninga er koma að heilindum og háttvísi: Eru það heilindi að leka trúnaðarmálum í fjölmiðla? Er það háttvísi að aðilar í framboði, sem eru jafnframt undir gagnrýni og sitja í stjórn ÍSÍ, álykti um annan frambjóðanda sem er að keppa um forsetaembætti? Er það heilindi að neita að stofna Aþenu í tvö ár frá 2019? Er það heilindi að verja KKÍ árið 2021 í alvarlegum #metoo-málum? Eru það heilindi að beina málum sem tengjast forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, þar sem hann er sakaður um valdníðslu, til ráðuneytis menningar- og barnamála þar sem dóttir hans er ráðuneytisstjóri? Eru það heilindi að siga á mig Þóru "Hit-Man” Sigfríði til að taka mig úr umferð án dóms og stjórnsýslulaga. Er það velferð að saka mig um ofbeldi fjórum klukkustundum eftir að leikmenn mínir lýstu yfir stuðningi við mig og afgreiða þau sem valdlaus og virðingarlaus? „Það hriktir í Múmíndal – þetta er allt að falla. Love it,“ segir að lokum í færslunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Kafað dýpra Aþena ÍSÍ Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Þannig er mál með vexti að fyrr í dag, föstudag, lýsti framkvæmdastjórn ÍSÍ yfir stuðningi og samstöðu með starfsfólki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs í kjölfar þess að frambjóðandi til forseta ÍSÍ bar samskiptaráðgjafann þungum sökum. Brynjar Karl er sagður ráðast harkalega með ofbeldi og hótunum að fagmennsku, heiðri og mannorði einstaklings sem sinnir hlutverki samskiptaráðgjafa. Í áliti sem embætti samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vann nýverið varðandi þjálfunarhætti Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu og frambjóðandi til forseta ÍSÍ, segir að það sé alvarlegt mál að Brynjar Karl tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði. Álitið var unnið eftir að fyrrverandi iðkendur Brynjars Karls hjá Aþenu og foreldrar þeirra leituðu til samskiptaráðgjafa og lýstu framferði hans í starfi. Framferði sem samkvæmt skýrslunni var talið fela í sér ógnandi framkomu og niðurlægjandi orðræðu. Brynjar Karl segir það tóman uppspuna að iðkendur hafi kvartað yfir aðferðunum. Hann hefur nú ritað langan pistil á Facebook-síðu sinni. „Allaf sama kjaftæðið“ „ÍSÍ eða samskiptafulltrúi lak umsögninni í fjölmiðla, þess vegna þurfti Binni litli að verja sig. Þetta er alltaf sama kjaftæðið; þau mega leka, sem er ólöglegt, en ég má ekki verja mig opinberlega, sem er löglegt,“ sem er meðal annars í færslu hans. „En af hverju er ÍSÍ svona einhliða í að verja þessa sköpun sína, sem samskiptafulltrúinn er? Er það kannski vegna þess að hún hefur þjónað íþróttamafíunni vel með sínum verkefnum, svo ÍSÍ þurfi ekki að óhreinka sig? Það þarf að skoða þetta rómantíska samband betur. Gott er þó að vita að ÍSÍ styður Þóru og samstarfsfólk hennar opinberlega. Þóra sem gengur fram gegn fólki í anda spænska rannsóknarréttarins með nafnlausum og ótilgreindum ásökunum, ófaglegum vinnubrögðum, óheilindum og brotum á stjórnsýslulögum. Þetta er auðvelt að sýna fram á. Skömm ÍSÍ er mikil og minnkar ekki.“ „Það eru alskonar senur í þessu mafíuhandriti: ÍSÍ, með Lárus Blöndal og Samskiptafulltrúi Þóra í rómantísku sambandi, ákveða að fara eftir Brynjari. Brynjar verður ósáttur – hvert á hann að leita? Til mennta- og barnamálaráðuneytisins? En hver er ráðuneytisstjóri þar? Jú, Erna Kristín Blöndal, dóttir forseta ÍSÍ, Lárusar Blöndal. Stundum er raunveruleikinn fáránlegri en léleg B-mynd.“ Þá spyr Brynjar Karl ýmissa spurninga er koma að heilindum og háttvísi: Eru það heilindi að leka trúnaðarmálum í fjölmiðla? Er það háttvísi að aðilar í framboði, sem eru jafnframt undir gagnrýni og sitja í stjórn ÍSÍ, álykti um annan frambjóðanda sem er að keppa um forsetaembætti? Er það heilindi að neita að stofna Aþenu í tvö ár frá 2019? Er það heilindi að verja KKÍ árið 2021 í alvarlegum #metoo-málum? Eru það heilindi að beina málum sem tengjast forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, þar sem hann er sakaður um valdníðslu, til ráðuneytis menningar- og barnamála þar sem dóttir hans er ráðuneytisstjóri? Eru það heilindi að siga á mig Þóru "Hit-Man” Sigfríði til að taka mig úr umferð án dóms og stjórnsýslulaga. Er það velferð að saka mig um ofbeldi fjórum klukkustundum eftir að leikmenn mínir lýstu yfir stuðningi við mig og afgreiða þau sem valdlaus og virðingarlaus? „Það hriktir í Múmíndal – þetta er allt að falla. Love it,“ segir að lokum í færslunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan.
Kafað dýpra Aþena ÍSÍ Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira