Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 19:52 Óheimilt er að aka rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis samkvæmt umferðarlögum. Vísir/Vilhelm Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. Í Reykjavík var lögreglu tilkynnt um öskrandi mann utandyra að brasa við Hopp hjól. „Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að víðáttuölvaður aðili var að reyna að leigja sér hopp til að fara ferða sinna. Lögregla útskýrði fyrir honum að í þessu ástandi væri hann ekki hæfur til að valda Hopp hjóli. Hann sagðist skilja það og gekk sáttur sína leið,“ segir í tilkynningunni. Sökudólgur þegar í fangaklefa Þá tilkynnti gististaður um fíkniefnafund á herbergi sem leigjandi hafði enn ekki skráð sig úr. Í framhaldinu kom á daginn að leigjandinn hafði þegar verið vistaður í fangaklefa vegna annars máls. Því hafi reynst einfalt að nálgast hann. Í dagbókinni kemur fram að lögregla hafi aðstoðað Skattinn við að loka veitingastað í miðbænum. Sá veitingastaður er Kastrup á Hverfisgötu, líkt og fréttastofa hefur þegar greint frá. Lögreglumönnum á lögreglustöð 2, sem þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, var tilkynnt um einstakling sem hafði brotið rúðu í heimahúsi, húsráðandi hafi farið á eftir geranda en misst af honum. Seinna hafi lögreglumennirnir orðið varir við manninn, sem passaði við lýsingu húsráðanda. „Kom í ljós þegar lögregla hafði afskipti af manninum að hann er vel þekktur hjá lögreglu. Þegar verið var að handtaka manninn vegna málsins þá hrækti hann einnig á lögreglumann,“ segir í dagbókinni. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa vegna málsins og skýrsla verði tekin af honum þegar af honum rennur víman. Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Í Reykjavík var lögreglu tilkynnt um öskrandi mann utandyra að brasa við Hopp hjól. „Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að víðáttuölvaður aðili var að reyna að leigja sér hopp til að fara ferða sinna. Lögregla útskýrði fyrir honum að í þessu ástandi væri hann ekki hæfur til að valda Hopp hjóli. Hann sagðist skilja það og gekk sáttur sína leið,“ segir í tilkynningunni. Sökudólgur þegar í fangaklefa Þá tilkynnti gististaður um fíkniefnafund á herbergi sem leigjandi hafði enn ekki skráð sig úr. Í framhaldinu kom á daginn að leigjandinn hafði þegar verið vistaður í fangaklefa vegna annars máls. Því hafi reynst einfalt að nálgast hann. Í dagbókinni kemur fram að lögregla hafi aðstoðað Skattinn við að loka veitingastað í miðbænum. Sá veitingastaður er Kastrup á Hverfisgötu, líkt og fréttastofa hefur þegar greint frá. Lögreglumönnum á lögreglustöð 2, sem þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, var tilkynnt um einstakling sem hafði brotið rúðu í heimahúsi, húsráðandi hafi farið á eftir geranda en misst af honum. Seinna hafi lögreglumennirnir orðið varir við manninn, sem passaði við lýsingu húsráðanda. „Kom í ljós þegar lögregla hafði afskipti af manninum að hann er vel þekktur hjá lögreglu. Þegar verið var að handtaka manninn vegna málsins þá hrækti hann einnig á lögreglumann,“ segir í dagbókinni. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa vegna málsins og skýrsla verði tekin af honum þegar af honum rennur víman.
Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira