„Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2025 09:00 Kollegarnir Jordan Pickford og Asmir Begović. Richard Martin-Roberts/Getty Images Asmir Begović, markvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir að snúa aftur hingað til lands. Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira