Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 23:54 Allt að átján milljón Ástralar ganga að kjörborðinu í dag. EPA Kjördagur er runninn upp í Ástralíu. Von er á æsispennandi þingkosningum í skugga Trump-tolla, loftslagsvár, sem hefur undanfarin ár látið á sér kræla í landinu, og kreppu á húsnæðismarkaði. Anthony Albanese sitjandi forsætisráðherra og oddviti verkamannaflokksins sækist eftir endurkjöri en hans helsti keppinautur er Peter Dutton oddviti frjálslynda íhaldsflokksins. Ef marka má skoðanakannanir er harður bardagi í vændum og búist er við að mjótt verði á munum. Sekt fyrir að kjósa ekki Albanese hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á umhverfismál og bætt alþjóðatengsl. Vinsældir hans hafa þó dvínað og hann verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í þeim málefnum sem efst voru á baugi í kosningabaráttunni, til að mynda húsnæðismálum, yfirstandandi lífskjarakreppu og heilbrigðismálum. Dutton hefur einna helst látið til sín taka í umræðu um vókisma, hefur sagt ástralska þjóðfélagið of umburðarlynt og að hann berjist fyrir „hinu gleymda fólki“ í Ástralíu sem væri komið með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Þá hyggst hann taka til í innflytjendamálum. Brimbrettaköppum á Bondi ströndinni í Sydney þótti óþarfi að klæða sig áður en haldið var á kjörstað. EPA Samkvæmt fréttavakt BBC liggja viðskiptatengsl við Bandaríkin einnig þungt á kjósendum í kosningunum en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en eftir rúmlega hundrað daga embættissetu eru horfurnar ekki jafn góðar fyrir flokkinn. Í umfjöllun NBC segir að kjósendur treysti frambjóðendum flokksins ekki jafn vel til að takast á við Bandaríkjastjórn Trump og öðrum frambjóðendum. Þess vegna hafi fylgi dalað undanfarnar vikur. Búist er við allt að 90 prósent kjörsókn, en þeir sem ekki mæta á kjörstað fá sekt upp á 20 ástralska dali, sem samsvara um 1700 krónum. Einhverjir dagar ef ekki vikur eru þangað til niðurstaðna er að vænta. Ástralía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Anthony Albanese sitjandi forsætisráðherra og oddviti verkamannaflokksins sækist eftir endurkjöri en hans helsti keppinautur er Peter Dutton oddviti frjálslynda íhaldsflokksins. Ef marka má skoðanakannanir er harður bardagi í vændum og búist er við að mjótt verði á munum. Sekt fyrir að kjósa ekki Albanese hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á umhverfismál og bætt alþjóðatengsl. Vinsældir hans hafa þó dvínað og hann verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í þeim málefnum sem efst voru á baugi í kosningabaráttunni, til að mynda húsnæðismálum, yfirstandandi lífskjarakreppu og heilbrigðismálum. Dutton hefur einna helst látið til sín taka í umræðu um vókisma, hefur sagt ástralska þjóðfélagið of umburðarlynt og að hann berjist fyrir „hinu gleymda fólki“ í Ástralíu sem væri komið með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Þá hyggst hann taka til í innflytjendamálum. Brimbrettaköppum á Bondi ströndinni í Sydney þótti óþarfi að klæða sig áður en haldið var á kjörstað. EPA Samkvæmt fréttavakt BBC liggja viðskiptatengsl við Bandaríkin einnig þungt á kjósendum í kosningunum en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en eftir rúmlega hundrað daga embættissetu eru horfurnar ekki jafn góðar fyrir flokkinn. Í umfjöllun NBC segir að kjósendur treysti frambjóðendum flokksins ekki jafn vel til að takast á við Bandaríkjastjórn Trump og öðrum frambjóðendum. Þess vegna hafi fylgi dalað undanfarnar vikur. Búist er við allt að 90 prósent kjörsókn, en þeir sem ekki mæta á kjörstað fá sekt upp á 20 ástralska dali, sem samsvara um 1700 krónum. Einhverjir dagar ef ekki vikur eru þangað til niðurstaðna er að vænta.
Ástralía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54