Umbótaflokkurinn undir stjórn Nigel Farage vann stórsigur í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Farage segir flokkinn tekinn fram úr Íhaldsflokknum sem helsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Gera má ráð fyrir sólríku veðri víða í dag. Landsmenn ætla ekki að láta sólina fram hjá sér fara og hefur verið stöðugur straumur ofan í Laugardalslaug síðan snemma í morgun.
VÆB-bræður mættu á fyrstu æfingu í Basel eldsnemma í morgun. Hópurinn lenti seint í gærkvöldi í Sviss, þar sem stífar æfingar fyrir Eurovision eru hafnar.
Við verðum í beinni frá handboltaþingi á Hlíðarenda þar sem stórra tíðinda er að vænta.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.