Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2025 10:56 George Simion heldur á Maríumynd og Calin Georgescu stendur við hlið hans með blómvönd. Líklegt er að kjósendur Georgescu flykkist á bak við Simion. AP Photo/Vadim Ghirda Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí. Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
George Simion, formaður Sameiningarflokks Rúmena, leiðir samkvæmt skoðanakönnunum með 30%. Keppinautar hans Nicusor Dan borgarstjóri Búkarest oog Crin Antonescu, frambjóðandi sósíaldemókrata og frjálslyndar, mælast með um 20% stuðning. Forsetakosningar voru haldnar fyrir hálfu ári en niðurstöðurnar sagðar ógildar vegna sönnunargagna sem fram komu um að Rússar hefðu beitt sér í kosningunum. Rúmenía er hluti af Evrópusambandinu og Nato en með sigri Simion er líklegt að önnur stefna verði tekin í átt að Rússlandi. Uppþot varð meðal fjarhægrimanna um allan heim. Innstu koppar í búri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sögðu yfirvöld með þessu traðka á tjáningarfrelsinu. Talinn hafa notið aðstoðar Rússa Frambjóðandinn Calin Georgescu vann kosningarnar í nóvember. Hann er fjarhægrimaður, andsnúinn ESB og hlynntur stjórnvöldum í Moskvu. Fimm dögum fyrir kosningar mældist hann með 5% fylgi en fékk 23% atkvæða. Stjórnlagadómstóll landsins dæmdi niðurstöður kosninganna ógildar eftir að í ljós kom að Rússar hefðu gert tölvuárásir á rafræna kosningakerfið og beitt sér fyrir Georgescu á samfélagsmiðlum. Hann er nú til rannsóknar fyrir að ljúga til um fjármögnun framboðs síns, fyrir misnotkun á tækni og fyrir að styðja við fasistahópa. Honum var því bannað að bjóða sig aftur fram. Líklegt er að kjósendahópur hann hafi flykkst á bak við Simion, sem hóf stjórnmálaferilinn sem andstæðingur bólusetninga. Líklegt að seinn umferð þurfi til Simion hefur heitið því að Georgescu fái sæti í ríkisstjórn sinni. Hann hefur lagt áherslu á að landsvæði sem áður tilheyrðu Rúmeníu, en eru nú hluti af Moldóvu og Úkraínu, verði færð aftur undir stjórn Rúmena. Honum er bannað að heimsækja bæði löndin. Annað en Georgescu er hann andsnúinn Rússlandi en er jafnframt gagnrýnandi ESB og hefur hyllt Donald Trump mjög. Ólíklegt er talið að Simion nái að tryggja sér 50% atkvæða, sem þarf til þess að fara með sigur í kosningunum. Því mun sennilega þurfa að blása til síðari umferðar, þar sem hann keppir við þann mótframbjóðanda sem fær fleiri atkvæði. Síðari kosningaumferð fer fram 18. maí.
Rúmenía Úkraína Moldóva Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira