„Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 4. maí 2025 21:42 Björn Daníel Sverrisson átti góðan leik gegn Val í kvöld. Vísir/Anton Brink Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH var að vonum sáttur með sigurinn gegn Valsmönnum í kvöld en FH skellti Val með þremur mörkum gegn engu. „Þetta var geggjað. Við verum búnir að bíða lengi eftir þessu síðan í byrjun sumars og mér fannst við eiga þetta bara fyllilega skilið í dag,“ sagði Björn Daníel í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn. „Það var góð orka í okkur, kraftur, áræðni og við bara tókum sénsana þegar við fengum þá. Ég er bara mjög sáttur“ Byrjun FH á mótinu hefur verið hæg og kannski ekki alveg eins og áætlað var en Björn Daníel fannst þó ekkert mál að gíra sig upp í þennan leik. „Mér fannst það ekkert mál. Við erum búnir að fara vel yfir alla leikina og auðvitað bara náð í eitt stig en við höfum ekkert verið að skíttapa leikjunum þannig séð. Við fórum bara yfir hvað við þurftum að laga og mér fannst bara miklu meiri kraftur í okkur núna en hinum leikjunum“ „Við pressuðum betur og þetta var bara alvöru orka í okkur. Mér fannst ekkert mál að koma inn í þennan leik og ég sá það bara hjá strákunum í vikunni að hugarfarið var gott. Það er mitt hlutverk sem fyrirliða að peppa þessa stráka þannig ég var í því alla vikuna“ Það er langt síðan FH vann síðasta leik og að meðtöldu síðasta tímabili voru þetta ellefu leikir sem liðið fór í gegnum án sigurs. „Ég vissi þetta nú ekki fyrr en bara núna í vikunni að einhver sagði mér frá þessu. Það er alltaf besta tilfinningin að koma inn í klefa eftir leik og geta aðeins öskrað og verið brjálaður eftir leiki í stað þess að allir stitji í sínu horni og stari í golfið“ „Þetta er tilfinningin sem maður nærist á og við ætlum að taka þennan leik með okkur í næsta leik og ná í þrjú stig þar“ sagði Björn Daníel Sverrison. FH Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
„Þetta var geggjað. Við verum búnir að bíða lengi eftir þessu síðan í byrjun sumars og mér fannst við eiga þetta bara fyllilega skilið í dag,“ sagði Björn Daníel í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn. „Það var góð orka í okkur, kraftur, áræðni og við bara tókum sénsana þegar við fengum þá. Ég er bara mjög sáttur“ Byrjun FH á mótinu hefur verið hæg og kannski ekki alveg eins og áætlað var en Björn Daníel fannst þó ekkert mál að gíra sig upp í þennan leik. „Mér fannst það ekkert mál. Við erum búnir að fara vel yfir alla leikina og auðvitað bara náð í eitt stig en við höfum ekkert verið að skíttapa leikjunum þannig séð. Við fórum bara yfir hvað við þurftum að laga og mér fannst bara miklu meiri kraftur í okkur núna en hinum leikjunum“ „Við pressuðum betur og þetta var bara alvöru orka í okkur. Mér fannst ekkert mál að koma inn í þennan leik og ég sá það bara hjá strákunum í vikunni að hugarfarið var gott. Það er mitt hlutverk sem fyrirliða að peppa þessa stráka þannig ég var í því alla vikuna“ Það er langt síðan FH vann síðasta leik og að meðtöldu síðasta tímabili voru þetta ellefu leikir sem liðið fór í gegnum án sigurs. „Ég vissi þetta nú ekki fyrr en bara núna í vikunni að einhver sagði mér frá þessu. Það er alltaf besta tilfinningin að koma inn í klefa eftir leik og geta aðeins öskrað og verið brjálaður eftir leiki í stað þess að allir stitji í sínu horni og stari í golfið“ „Þetta er tilfinningin sem maður nærist á og við ætlum að taka þennan leik með okkur í næsta leik og ná í þrjú stig þar“ sagði Björn Daníel Sverrison.
FH Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira