Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 09:01 Lewis Hamilton varð að sætta sig við áttunda sæti í Miami. Getty/Mario Renzi Breski ökuþórinn Lewis Hamilton segist enga ástæðu til að biðjast afsökunar á sinni hegðun í Miami-kappakstrinum í gær. Hann sé einfaldlega enn með mikið keppnisskap. Ferrari-mennirnir Hamilton og Charles LeClerc skiptust á að reyna að komast fram úr Kimi Antonelli hjá Mercedes en tókst það reyndar hvorugum og endaði LeClerc í 7. sæti og Hamilton í því áttunda. Hamilton bað um að fá að fara fram úr LeClerc til að geta sótt að Antonelli en þegar hann fékk ekki svar strax sagði hann í talstöðina: „Takið endilega tepásu á meðan.“ Hamilton fékk svo að fara fram úr LeClerc en þegar honum tókst ekki að ógna Antonelli var hann beðinn um að hleypa LeClerc aftur fram úr. Það virtist hann ekki vilja gera strax. Þegar LeClerce var sagt að hann fengi að fara fram úr í næsta hring sagði hann mönnum að spá ekki meira í þessu og virtist vilja ræða málið frekar eftir keppni. Hamilton hleypti honum þó að lokum fram úr og endaði sæti neðar. „Ég er enn þá með keppnisskap [e. fire in my belly]. Ég fann það blossa upp þarna,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því að vilja berjast. Ég biðst ekki afsökunar á því að hafa enn löngunina. Ég veit að það er þannig með alla í liðinu líka. Mér fannst upphaflega ákvörðunin ekki koma nógu hratt. Þegar það er þannig þá er maður bara: „áfram með smjörið“. En svo er það bara búið. Það er allt í góðu á milli mín og liðsins og Charles. Mér finnst við geta gert betur. En bíllinn er ekki alveg þar sem hann þarf að vera. Á endanum erum við að berjast um sjöunda og áttunda,“ sagði Hamilton. Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ferrari-mennirnir Hamilton og Charles LeClerc skiptust á að reyna að komast fram úr Kimi Antonelli hjá Mercedes en tókst það reyndar hvorugum og endaði LeClerc í 7. sæti og Hamilton í því áttunda. Hamilton bað um að fá að fara fram úr LeClerc til að geta sótt að Antonelli en þegar hann fékk ekki svar strax sagði hann í talstöðina: „Takið endilega tepásu á meðan.“ Hamilton fékk svo að fara fram úr LeClerc en þegar honum tókst ekki að ógna Antonelli var hann beðinn um að hleypa LeClerc aftur fram úr. Það virtist hann ekki vilja gera strax. Þegar LeClerce var sagt að hann fengi að fara fram úr í næsta hring sagði hann mönnum að spá ekki meira í þessu og virtist vilja ræða málið frekar eftir keppni. Hamilton hleypti honum þó að lokum fram úr og endaði sæti neðar. „Ég er enn þá með keppnisskap [e. fire in my belly]. Ég fann það blossa upp þarna,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því að vilja berjast. Ég biðst ekki afsökunar á því að hafa enn löngunina. Ég veit að það er þannig með alla í liðinu líka. Mér fannst upphaflega ákvörðunin ekki koma nógu hratt. Þegar það er þannig þá er maður bara: „áfram með smjörið“. En svo er það bara búið. Það er allt í góðu á milli mín og liðsins og Charles. Mér finnst við geta gert betur. En bíllinn er ekki alveg þar sem hann þarf að vera. Á endanum erum við að berjast um sjöunda og áttunda,“ sagði Hamilton.
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira