Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 10:47 Lögregluþjónar framkvæmdu húsleit á þó nokkrum stöðum í Bretlandi um helgina. Getty/Ryan Jenkinson Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran. Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að gera árás á bænahús gyðinga eða annað skotmark sem tengist gyðingum. Í grein Telegraph segir að talið sé að fyrir aðgerðir lögreglu hafi einungis klukkustundir verið í að árásin yrði gerð. Fimm þeirra sem voru handteknir eru sagðir hafa skipulagt árás á tiltekinn stað, sem ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega. Samkvæmt heimildum Telegraph er talið að um bænahús gyðinga sé að ræða. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk, samkvæmt lögreglunni. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í Manchester, Lundúnum og Swindon. Í kjölfarið voru þrír menn til viðbótar handteknir og var framkvæmd leit í þremur húsum í Lundúnum. Lögreglan segir þá aðgerð ekki tengjast þeirri fyrri en allir mennirnir þrír eru frá Íran. Mennirnir hafa ekki verið ákærðir enn en lögreglan segir rannsóknina á frumstigi. Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum.AP/Kin Cheung Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, varaði við því í fyrra að Rússar og Íranar ættu í sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. McCallum sagði klerkastjórnina í Íran leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Varaði hann við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran leituðu til glæpasamtaka og reyndu að fá glæpamenn til að fremja myrkraverk þeirra. Eins og fram kemur í grein Sky News varaði Dan Jarvis, öryggismálaráðherra, nýverið á þingi sérstaklega við ógninni frá Íran. Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky og þar á meðal myndbönd frá handtökum sem tekin voru af vitnum. Eight men - including seven Iranians - have been arrested by the Metropolitan Police in two unconnected terrorism investigations.It comes in the context of increased warnings about Iranian activity on British soil.Analysis from Sky's @Chesh ➡️ https://t.co/rtaQZGYNkQ pic.twitter.com/Njp3TItkl3— Sky News (@SkyNews) May 4, 2025 Bretland Íran Hryðjuverkastarfsemi Erlend sakamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að gera árás á bænahús gyðinga eða annað skotmark sem tengist gyðingum. Í grein Telegraph segir að talið sé að fyrir aðgerðir lögreglu hafi einungis klukkustundir verið í að árásin yrði gerð. Fimm þeirra sem voru handteknir eru sagðir hafa skipulagt árás á tiltekinn stað, sem ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega. Samkvæmt heimildum Telegraph er talið að um bænahús gyðinga sé að ræða. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk, samkvæmt lögreglunni. Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í Manchester, Lundúnum og Swindon. Í kjölfarið voru þrír menn til viðbótar handteknir og var framkvæmd leit í þremur húsum í Lundúnum. Lögreglan segir þá aðgerð ekki tengjast þeirri fyrri en allir mennirnir þrír eru frá Íran. Mennirnir hafa ekki verið ákærðir enn en lögreglan segir rannsóknina á frumstigi. Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum.AP/Kin Cheung Ken McCallum, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, varaði við því í fyrra að Rússar og Íranar ættu í sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. McCallum sagði klerkastjórnina í Íran leggja á ráðin um „ráðabrugg á eftir ráðabruggi“. Varaði hann við því að yfirvöld í Rússlandi og Íran leituðu til glæpasamtaka og reyndu að fá glæpamenn til að fremja myrkraverk þeirra. Eins og fram kemur í grein Sky News varaði Dan Jarvis, öryggismálaráðherra, nýverið á þingi sérstaklega við ógninni frá Íran. Hér að neðan má sjá myndefni frá Sky og þar á meðal myndbönd frá handtökum sem tekin voru af vitnum. Eight men - including seven Iranians - have been arrested by the Metropolitan Police in two unconnected terrorism investigations.It comes in the context of increased warnings about Iranian activity on British soil.Analysis from Sky's @Chesh ➡️ https://t.co/rtaQZGYNkQ pic.twitter.com/Njp3TItkl3— Sky News (@SkyNews) May 4, 2025
Bretland Íran Hryðjuverkastarfsemi Erlend sakamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira