Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson og Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifa 6. maí 2025 10:30 Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar