Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2025 10:37 Halla Tómasdóttir og Karl Gústaf Svíakonungur við konungshöllina. EPA Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. Þá hófst formlega þriggja daga heimsókn Höllu til Svíþjóðar. Samkvæmt vef forseta Íslands mun Halla eiga fund með með forseta löggjafarþingsins, Andreas Norlén, ásamt utanríkisráðherra og öðrum sendinefndarmönnum að móttökuathöfninni lokinni. Síðan mun Halla funda með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svía. Þau tvö munu svo ræða við fjölmiðla. Að því loknu mun Halla og fylgdarlið skoða varðbát í eigu sænsku Landhelgisgæslunnar, fræðast um starfsemi hennar og sigla um skerjagarðinn. Forsetahjónin og konungshjóninEPA Á sama tíma mun Björn Skúlason fara með Silvíu drottningu í heimsókn á Silviahemmet, sem er dagvistunarúrræði sem drottning stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma, en eiginmaður forseta er verndari Alzheimer-samtakanna á Íslandi. Alma Möller heilbrigðisráðherra og Anna Tenje, ráðherra öldrunarmála í Svíþjóð, verða með í för. Drottningin mun einnig fylgja Birni og heilbrigðisráðherra í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Dagskrá dagsins í dag mun ljúka með hátíðarkvöldverði.EPA Fram kemur að dagskrá dagsins í dag muni ljúka með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni. Þó að heimsóknin hafi formlega hafist í dag þá hittu forsetahjónin Viktoríu krónprinsessu og Daníel prins í gær. Þá gengu þau meðal annars um skúlptúrgarð Estellu prinsessu. Forseti Íslands Svíþjóð Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Þá hófst formlega þriggja daga heimsókn Höllu til Svíþjóðar. Samkvæmt vef forseta Íslands mun Halla eiga fund með með forseta löggjafarþingsins, Andreas Norlén, ásamt utanríkisráðherra og öðrum sendinefndarmönnum að móttökuathöfninni lokinni. Síðan mun Halla funda með Ulf Kristersson forsætisráðherra Svía. Þau tvö munu svo ræða við fjölmiðla. Að því loknu mun Halla og fylgdarlið skoða varðbát í eigu sænsku Landhelgisgæslunnar, fræðast um starfsemi hennar og sigla um skerjagarðinn. Forsetahjónin og konungshjóninEPA Á sama tíma mun Björn Skúlason fara með Silvíu drottningu í heimsókn á Silviahemmet, sem er dagvistunarúrræði sem drottning stofnaði fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma, en eiginmaður forseta er verndari Alzheimer-samtakanna á Íslandi. Alma Möller heilbrigðisráðherra og Anna Tenje, ráðherra öldrunarmála í Svíþjóð, verða með í för. Drottningin mun einnig fylgja Birni og heilbrigðisráðherra í Barnahus, sem er barnaverndarúrræði að íslenskri fyrirmynd. Dagskrá dagsins í dag mun ljúka með hátíðarkvöldverði.EPA Fram kemur að dagskrá dagsins í dag muni ljúka með hátíðarkvöldverði í Konungshöllinni. Þó að heimsóknin hafi formlega hafist í dag þá hittu forsetahjónin Viktoríu krónprinsessu og Daníel prins í gær. Þá gengu þau meðal annars um skúlptúrgarð Estellu prinsessu.
Forseti Íslands Svíþjóð Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira