Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 20:06 Nýr forsætisráðherra Kanada, Mark Carney, hélt á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann. Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Trump sagði á fundinum að hann hefði ennþá mikinn áhuga á sameiningunni, en það þyrfti tvo til að dansa tangó. Hann sagði að sameiningin gæti haft í för með sér stórkostlegan ávinning fyrir Kanadamenn. „Stórkostlegar skattalækkanir fyrir Kanadamenn, frír her, framúrskarandi heilbrigðisþjónusta og margt annað,“ sagði Trump. Þá sagðist hann horfa á málið eins og fasteignasali, og hann horfi á landamæri ríkjanna og sjái ónáttúrulega línu sem hann segir einhvern hafa búið til með reglustiku. „Ef þú horfir á landakortið og ímyndar þér sameinað ríki ... ég er mjög listrænn maður og þegar ég horfði á þetta sagði ég að svona ætti þetta að vera,“ sagði Trump. Hann sagði svo að hann tryði því að Kanadamenn myndu stórgræða á því að sameinast Bandaríkjunum en málið yrði ekkert endilega til umræðu fyrr en Kanadamenn væru tilbúnir að skoða málið. „Kanada er ekki til sölu“ Carney svaraði því að Trump ætti að kannast við það úr fasteignabransanum að sumir hlutir væru einfaldlega ekki til sölu. „Til dæmis þetta hús hér [Hvíta húsið], og Buckingham Palace sem þú heimsóttir á dögunum.“ Carney sagðist hafa hitt eigendur Kanada í nýafstaðinni kosningabaráttu og það væri alveg ljóst að landið væri ekki til sölu. „Aldrei.“ „En tækifærin felast í samvinnu og því sem við getum unnið að í sameiningu, og við höfum gert það í fortíðinni,“ sagði Carney. Þá sagði hann að ný ríkisstjórn Kanada stefndi að því að fjárfesta gríðarlega í varnarmálum og samstarfi við Bandaríkjamenn. Þá sagði hann að Trump hefði blásið nýju lífi í öryggismál á alþjóðavettvangi og varnarsamstarf Nato. Ánægður með Kanadamenn Trump sagði þá að hann væri ánægður með að Kanada væri að stíga stór skref í varnarmálum og það væri mjög mikilvægt. „En aldrei segja aldrei!“ sagði hann svo um hugmyndir sínar um að kaupa Kanada. Eftir blaðamannafundinn ræddi Carney við fréttamenn Telegraph og sagði að fundurinn hefði verið gagnlegur. „Við erum í miðjum viðræðum um fjöldann allan af flóknum viðfangsefnum. Fundurinn var mjög uppbyggilegur en það er mikið verk að vinna,“ sagði hann.
Donald Trump Bandaríkin Kanada Tengdar fréttir Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33 Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. 29. apríl 2025 06:33
Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. 23. mars 2025 23:19
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00