Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 11:02 Donald Trump og Gianni Infantino fóru yfir málin á fundi verkefnastjórnar bandarísku ríkisstjórnarinnar vegna HM í fótbolta 2026. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að það gæti verið hvatning fyrir Rússa til að binda enda á stríðið í Úkraínu, að þeir eigi annars ekki möguleika á að spila á HM í fótbolta á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira
Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira