Innlent

Páfaspenna, drykkju­læti og um­deildur út­burður

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja í Kasmír í Pakistan í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. Við sjáum myndir frá svæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sérfræðingur í varnarmálum mætir í myndver til þess að fara yfir mögulega þróun.

Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Við ræðum við lögreglu sem ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum.

Allra augu beinast nú að strompi sixtínsku kapellunnar þar sem kardinálar hafa lokað sig inni til þess að velja næsta páfa. Við sjáum myndir frá Vatíkaninu þar sem mikið hefur verið um dýrðir í dag og verðum í beinni frá kaþólsku kirkjunni og ræðum við prest.

Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær segist vera á götunni og sorgmædd yfir stöðunni. Mál hennar hefur vakið mikla athygli og formaður velferðarráðs borgarinnar mætir í myndver og svarar hvort eitthvað megi betur fara í málum sem þessum.

Þá verður rætt við greinanda um fyrirhugaða Íslandsbankasölu þar sem almenningi gefst á ný færi að kaupa hlut í bankanum, við kíkjum á góðgerðardag í Hagaskóla og hittum knattspyrnumann sem fékk blóðsýkingu í ökkla og óttaðist um ferilinn.

Íslandi í dag hittum við að lokum frægasta íslenska áhrifavaldinn sem landsmenn hafa þó líklega aldrei heyrt um.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 7. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×