Viðsnúningur eftir krappan dans Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. maí 2025 13:31 Verkefni sveitarstjórna víða um land eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi segir Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjarðarbyggð Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“ Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“
Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira