Að segja upp án þess að brenna brýr Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2025 07:03 Sífellt fleiri velja að skipta um starf og vinnustað reglulega en á litla Íslandi skiptir það þá líka máli að brenna engar brýr að baki sér. Því hver veit nema tækifæri í framtíðinni leiði okkur aftur á sama staðinn eða að vinna á vinnustað þar sem núverandi yfirmaðurinn okkar verður líka að vinna? Vísir/Getty Það er af sem áður var að fólk ynni á sama vinnustað áratugum saman. Jafnvel alla sína starfsævi. Í dag velja flestir að skipta reglulega um starf og líta á það sem hluta af sinni starfsþróun. Það hversu oft eða mikið fólk gerir það getur verið afar mismunandi. En í dag þykir það að minnsta kosti ekkert tiltökumál að fólk leiti á ný mið, þótt fyrri vinnustaður sé fínn og starfið þar hafi verið gott. Á litla Íslandi hlýtur það þó að vera mikilvægt að brenna engar brýr að baki sér þótt við séum að skipta um starf. Því hver veit nema yfirmaðurinn þinn og meðmælandi, verði í framtíðinni búinn að skipta um starf og þið mætist á ný: Annars staðar. Eða að þú vilt snúa til baka á þennan vinnustað síðar? Hér eru nokkur einföld atriði sem gott er að hafa í huga. Segðu upp auglitis til auglitis Þótt uppsögninni þinni fylgi uppsagnarbréf eða tölvupóstur um uppsögn, er mælt með því að þú takir samtalið sjálft auglitis til auglitis. Það gerir uppsögnina persónulegri. Sumum finnst hálf skringileg staða að vera í að biðja um fund, en geta ekki sagt út af hverju. En í flestum tilfellum er hægt að tala sig í kringum það; til dæmis að biðja um stuttan fund vegna þess að það sé eitt mál sem þig vanti að ræða við viðkomandi. Þakklæti Við erum oft að segja upp hjá sama aðila og réði okkur á sínum tíma. Eða í það minnsta hefur verið yfirmaðurinn okkar um hríð. Að vera í góðu starfi er ekkert sjálfgefið, sama hversu góð við erum. Þess vegna er mælt með því að við látum okkar eigið þakklæti í garð vinnustaðarins í ljós þegar við tökum samtalið. Uppsagnartímabilið Hjá flestum er uppsagnarfresturinn þrír mánuðir og sumir falla í þá gryfju að hætta eiginlega í huganum miklu fyrr. Sem er þveröfugt við það sem mælt er með því ef við ætlum ekki að brenna neinar brýr að baki okkar, er þetta einmitt tímabil þar sem við eigum að leggja okkur vel fram eins og áður og láta ljós okkar skína þegar það á við. Ekkert baknag seinna Enn eitt atriðið sem flestir hafa reyndar heyrt um er að detta ekki í baknag eða neikvæðni um gamla vinnustaðinn okkar eingöngu vegna þess að við erum hætt þar. Það segir oftast meira um fólkið sjálft sem baknagar en eitthvað annað að falla í þá gryfju. Til dæmis gæti nýr vinnuveitandi fengið á tilfinninguna að þú munir gera það sama við nýja vinnustaðinn ef þú hættir þar eftir nokkur ár. Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa. 7. febrúar 2025 07:01 Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02 Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. 4. október 2024 07:02 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Það hversu oft eða mikið fólk gerir það getur verið afar mismunandi. En í dag þykir það að minnsta kosti ekkert tiltökumál að fólk leiti á ný mið, þótt fyrri vinnustaður sé fínn og starfið þar hafi verið gott. Á litla Íslandi hlýtur það þó að vera mikilvægt að brenna engar brýr að baki sér þótt við séum að skipta um starf. Því hver veit nema yfirmaðurinn þinn og meðmælandi, verði í framtíðinni búinn að skipta um starf og þið mætist á ný: Annars staðar. Eða að þú vilt snúa til baka á þennan vinnustað síðar? Hér eru nokkur einföld atriði sem gott er að hafa í huga. Segðu upp auglitis til auglitis Þótt uppsögninni þinni fylgi uppsagnarbréf eða tölvupóstur um uppsögn, er mælt með því að þú takir samtalið sjálft auglitis til auglitis. Það gerir uppsögnina persónulegri. Sumum finnst hálf skringileg staða að vera í að biðja um fund, en geta ekki sagt út af hverju. En í flestum tilfellum er hægt að tala sig í kringum það; til dæmis að biðja um stuttan fund vegna þess að það sé eitt mál sem þig vanti að ræða við viðkomandi. Þakklæti Við erum oft að segja upp hjá sama aðila og réði okkur á sínum tíma. Eða í það minnsta hefur verið yfirmaðurinn okkar um hríð. Að vera í góðu starfi er ekkert sjálfgefið, sama hversu góð við erum. Þess vegna er mælt með því að við látum okkar eigið þakklæti í garð vinnustaðarins í ljós þegar við tökum samtalið. Uppsagnartímabilið Hjá flestum er uppsagnarfresturinn þrír mánuðir og sumir falla í þá gryfju að hætta eiginlega í huganum miklu fyrr. Sem er þveröfugt við það sem mælt er með því ef við ætlum ekki að brenna neinar brýr að baki okkar, er þetta einmitt tímabil þar sem við eigum að leggja okkur vel fram eins og áður og láta ljós okkar skína þegar það á við. Ekkert baknag seinna Enn eitt atriðið sem flestir hafa reyndar heyrt um er að detta ekki í baknag eða neikvæðni um gamla vinnustaðinn okkar eingöngu vegna þess að við erum hætt þar. Það segir oftast meira um fólkið sjálft sem baknagar en eitthvað annað að falla í þá gryfju. Til dæmis gæti nýr vinnuveitandi fengið á tilfinninguna að þú munir gera það sama við nýja vinnustaðinn ef þú hættir þar eftir nokkur ár.
Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03 Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa. 7. febrúar 2025 07:01 Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02 Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. 4. október 2024 07:02 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01
Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Það eru alls konar kenningar um að hin svokallaða Z-kynslóð sé ekkert svo ofboðslega hrifin af því að fara inn á vinnumarkaðinn eða að vinna langa vinnudaga. 28. febrúar 2025 07:03
Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa. 7. febrúar 2025 07:01
Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02
Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. 4. október 2024 07:02