Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 15:42 Alice Weidel, leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland. Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig. AfD, sem er lengst til hægri af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu og aðrir flokkar neita að vinna með, fór fram á lögbann á skilgreiningu leyniþjónustunnar á honum sem öfgasamtökum. Krafan er til meðferðar hjá stjórnsýsludómstóli í Köln, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með því að skilgreina flokka sem öfgasamtök fær leyniþjónustan auknar heimildir til þess að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru taldir ógn við lýðræði í landinu. Leyniþjónustan telur AfD aðhyllast kynþáttahyggju og hatast við múslima. Leiðtogar AfD fögnuðu því að leyniþjónustan ætlaði að bíða með að stimpla flokkinn öfgasamtök. Það væri fyrsta skrefið að því að flokkurinn yrði hreinsaður af sök. AfD hefur áður tapað máli þar sem flokkurinn barðist gegn því að ungliðahreyfing sín yrði flokkuð sem öfgahægrisamtök. Flokkurinn hefur meðal annars boðað fjöldabrottvísanir innflytjenda sem eiga uppruna sinn að rekja til landa þar sem múslimar eru í meirihluta. Þá aðhyllist hann svipaða stefnu og margir aðrir hægriþjóðernispopúlistaflokkar í Evrópu sem byggir meðal annars á andstöðu við Evrópusambandið og loftslagsaðgerðir. Vegna þessa samhljóms við repúblikana í Bandaríkjunum hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar deilt hart á þýsk stjórnvöld fyrir fyrirætlanir leyniþjónustunnar um að flokka AfD sem öfgasamtök. Formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hótaði því í gær að láta bandarísku leyniþjónustuna hætta að deila upplýsingum með þeirri þýsku vegna málsins. Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
AfD, sem er lengst til hægri af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu og aðrir flokkar neita að vinna með, fór fram á lögbann á skilgreiningu leyniþjónustunnar á honum sem öfgasamtökum. Krafan er til meðferðar hjá stjórnsýsludómstóli í Köln, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með því að skilgreina flokka sem öfgasamtök fær leyniþjónustan auknar heimildir til þess að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru taldir ógn við lýðræði í landinu. Leyniþjónustan telur AfD aðhyllast kynþáttahyggju og hatast við múslima. Leiðtogar AfD fögnuðu því að leyniþjónustan ætlaði að bíða með að stimpla flokkinn öfgasamtök. Það væri fyrsta skrefið að því að flokkurinn yrði hreinsaður af sök. AfD hefur áður tapað máli þar sem flokkurinn barðist gegn því að ungliðahreyfing sín yrði flokkuð sem öfgahægrisamtök. Flokkurinn hefur meðal annars boðað fjöldabrottvísanir innflytjenda sem eiga uppruna sinn að rekja til landa þar sem múslimar eru í meirihluta. Þá aðhyllist hann svipaða stefnu og margir aðrir hægriþjóðernispopúlistaflokkar í Evrópu sem byggir meðal annars á andstöðu við Evrópusambandið og loftslagsaðgerðir. Vegna þessa samhljóms við repúblikana í Bandaríkjunum hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar deilt hart á þýsk stjórnvöld fyrir fyrirætlanir leyniþjónustunnar um að flokka AfD sem öfgasamtök. Formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hótaði því í gær að láta bandarísku leyniþjónustuna hætta að deila upplýsingum með þeirri þýsku vegna málsins.
Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira