„Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 22:45 Víðir Reynisson segir mál sem varðar víðtækan gagnaþjófnað koma mjög illa við sig. Vísir/Stöð 2 Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. Víðir Reynisson, sem er á þingi fyrir Samfylkinguna, ræddi við fréttastofu um víðtækan gagnaþjófnaðinn og þýðingu hans. Hvernig slær þetta mál þig? „Persónulega bara mjög illa. Þetta eru svik við lögreglumannastéttina og allt það traust sem lögreglumenn hafa byggt upp á löngum tíma. Verkefnið varðandi það núna er auðvitað að byggja traustið upp aftur. Síðan eru auðvitað komnar rannsóknir í gang með það hvernig þetta gat gerst og annað slíkt. Það hefur að einhverju leyti verið brugðist við þessu með lagabreytingu 2016 og öðru slíku,“ sagði Víðir. „En þetta er auðvitað mál sem mér fannst þingmenn vera nokkuð sammála um alvarleika málsins og ég held að það séu engar deilur um það hvernig þingið mun nálgast málið í framhaldinu.“ Málið sé „algjört einsdæmi“ Telur þú að einhver þurfi að bera ábyrgð í þessu máli í ljósi þessa víðtæka gagnaleka? „Það verður bara að koma í ljós í rannsókn málsins. Þá kemur væntanlega meira í ljós hvernig þetta gat gerst og hver er raunverulega ábyrgur fyrir því,“ sagði Víðir. „En í mínum huga og flestra eru það þeir, sem afrituðu þessi gögn, tóku þá og stálu þeim og síðan ætluðu að selja þá, sem eru fyrst og fremst ábyrgir.“ Hefur þú einhvern tímann haft vitneskju af öðrum eins gagnaleka úr fórum lögreglu, saksóknara og svo framvegis, þá bæði hér á landi og jafnvel erlendis? „Ég held að hér á landi sé þetta algjört einsdæmi og svona hlutir eru afskaplega sjaldgæfir í öðrum löndum. Þetta er nánast einsdæmi, held ég,“ sagði Víðir Reynisson. Hér fyrir neðan er frétt um gagnalekann sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið við Víði kemur eftir þrjár mínútur og tuttugu sekúndur: Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er á þingi fyrir Samfylkinguna, ræddi við fréttastofu um víðtækan gagnaþjófnaðinn og þýðingu hans. Hvernig slær þetta mál þig? „Persónulega bara mjög illa. Þetta eru svik við lögreglumannastéttina og allt það traust sem lögreglumenn hafa byggt upp á löngum tíma. Verkefnið varðandi það núna er auðvitað að byggja traustið upp aftur. Síðan eru auðvitað komnar rannsóknir í gang með það hvernig þetta gat gerst og annað slíkt. Það hefur að einhverju leyti verið brugðist við þessu með lagabreytingu 2016 og öðru slíku,“ sagði Víðir. „En þetta er auðvitað mál sem mér fannst þingmenn vera nokkuð sammála um alvarleika málsins og ég held að það séu engar deilur um það hvernig þingið mun nálgast málið í framhaldinu.“ Málið sé „algjört einsdæmi“ Telur þú að einhver þurfi að bera ábyrgð í þessu máli í ljósi þessa víðtæka gagnaleka? „Það verður bara að koma í ljós í rannsókn málsins. Þá kemur væntanlega meira í ljós hvernig þetta gat gerst og hver er raunverulega ábyrgur fyrir því,“ sagði Víðir. „En í mínum huga og flestra eru það þeir, sem afrituðu þessi gögn, tóku þá og stálu þeim og síðan ætluðu að selja þá, sem eru fyrst og fremst ábyrgir.“ Hefur þú einhvern tímann haft vitneskju af öðrum eins gagnaleka úr fórum lögreglu, saksóknara og svo framvegis, þá bæði hér á landi og jafnvel erlendis? „Ég held að hér á landi sé þetta algjört einsdæmi og svona hlutir eru afskaplega sjaldgæfir í öðrum löndum. Þetta er nánast einsdæmi, held ég,“ sagði Víðir Reynisson. Hér fyrir neðan er frétt um gagnalekann sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið við Víði kemur eftir þrjár mínútur og tuttugu sekúndur:
Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira