Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 07:36 Xabi Alonso tekur við Real Madrid og skrifar undir samning til þriggja ára. Getty/Jörg Schüler Xabi Alonso hættir sem þjálfari þýska liðsins Leverkusen til að snúa aftur til Madridar og taka við spænska stórveldinu Real Madrid. Ítalinn Carlo Ancelotti verður kvaddur með virktum þann 25. maí. Þetta fullyrðir spænska blaðið Marca í dag og segir að allt sé frágengið en lengi hefur verið orðrómur í gangi um að Alonso myndi taka við Real. Blaðið segir að nafn Ancelotti verði ritað gylltum stöfum í sögubókum fótboltans eftir stjórnartíð hans hjá Real, enda hafi liðið undir hans stjórn unnið þrjá Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla, tvo Spánarmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og fleira til. Þá sé enn möguleiki á Spánarmeistaratitli í vor. Marca segir að Ancelotti og Real Madrid hafi samþykkt að einbeita sér alfarið að kapphlaupinu við Barcelona um spænska meistaratitilinn en að áður hafi verið ákveðið að Ancelotti myndi kveðja í góðu þann 25. maí. Samkomulag þess efnis var frágengið eftir tap Real gegn Arsenal í Meistaradeildinni en þá munu báðir aðilar hafa verið sammála um að komið væri að endastöð. Fram að því hafi stjórnendur Real verið að kanna markaðinn en Alonso verið efstur á blaði. Ancelotti vissi af áhuga brasilíska landsliðsins og samkvæmt Marca mun hann taka við því og leiða það á HM á næsta ári. Alonso mun skrifa undir samning við Real sem gildir til næstu þriggja ára. Þessi 43 ára Spánverji lék með Real á árunum 2009-14 en hefur verið þjálfari Leverkusen frá árinu 2022 með afar farsælum árangri. Undir hans stjórn stöðvaði Leverkusen einokun Bayern Münhcen og varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi í fyrra og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Þetta fullyrðir spænska blaðið Marca í dag og segir að allt sé frágengið en lengi hefur verið orðrómur í gangi um að Alonso myndi taka við Real. Blaðið segir að nafn Ancelotti verði ritað gylltum stöfum í sögubókum fótboltans eftir stjórnartíð hans hjá Real, enda hafi liðið undir hans stjórn unnið þrjá Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla, tvo Spánarmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og fleira til. Þá sé enn möguleiki á Spánarmeistaratitli í vor. Marca segir að Ancelotti og Real Madrid hafi samþykkt að einbeita sér alfarið að kapphlaupinu við Barcelona um spænska meistaratitilinn en að áður hafi verið ákveðið að Ancelotti myndi kveðja í góðu þann 25. maí. Samkomulag þess efnis var frágengið eftir tap Real gegn Arsenal í Meistaradeildinni en þá munu báðir aðilar hafa verið sammála um að komið væri að endastöð. Fram að því hafi stjórnendur Real verið að kanna markaðinn en Alonso verið efstur á blaði. Ancelotti vissi af áhuga brasilíska landsliðsins og samkvæmt Marca mun hann taka við því og leiða það á HM á næsta ári. Alonso mun skrifa undir samning við Real sem gildir til næstu þriggja ára. Þessi 43 ára Spánverji lék með Real á árunum 2009-14 en hefur verið þjálfari Leverkusen frá árinu 2022 með afar farsælum árangri. Undir hans stjórn stöðvaði Leverkusen einokun Bayern Münhcen og varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi í fyrra og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira