Við ræðum meðal annars við stjórnsýslufræðing sem segir einsýnt að saksóknararnir geti ekki rannsakað eigin gjörðir.
Þá fjöllum við um veiðigjaldaumræðuna á þingi sem stóð fram á nótt. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um svik í málinu en Íslandsmet hefur nú verið slegið í fyrstu umræðu á Alþingi.
Einnig fjöllum við um gula veðurviðvörun sem nú er í gildi á vesturhelmingi landsins og mikla vatnavexti fyrir norðan.
Í íþróttafréttum er það úrslitaeinvígið í Bónusdeildinni í körfubolta sem verður til umfjöllunar og þykir hafa farið fjörlega af stað.