Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 13:24 Skjáskot úr myndefni sem var til umfjöllunar Stöðvar 2 í síðasta mánuði, en myndbandið var tekið í september á síðasta ári. Stöð 2 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á meintri illri meðferð á blóðmerum. Það gerir umboðsmaður í kjölfar ábendinga og umfjöllunar fjölmiðla. Frá þessu var greint á vef umboðsmanns í gær. Þar segir að umboðsmaður hafi undanfarið veitt athygli málum er lúta að mögulegri slæmri meðferð dýra og aðkomu Matvælastofnunar að slíkum málum. „Nánar tiltekið væri um að ræða umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð svonefndra blóðmera, sem náðst hafi á myndbandsupptöku, og viðbrögð Matvælastofnunar við upplýsingum um umrædda meðferð dýranna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður sendi bréf 15. apríl síðastliðinn vegna málsins en þar er krafist svara við þremur spurningum, en þær eru eftirfarandi: 1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. Fram kemur í tilkynningu umboðsmanns að eftir að Mast svari verði ákveðið hvort tilefni sé til að taka stjórnsýslu hennar varðandi eftirlit með dýravelferð til almennrar athugunar. Matvælaframleiðsla Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Hestar Stjórnsýsla Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Frá þessu var greint á vef umboðsmanns í gær. Þar segir að umboðsmaður hafi undanfarið veitt athygli málum er lúta að mögulegri slæmri meðferð dýra og aðkomu Matvælastofnunar að slíkum málum. „Nánar tiltekið væri um að ræða umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð svonefndra blóðmera, sem náðst hafi á myndbandsupptöku, og viðbrögð Matvælastofnunar við upplýsingum um umrædda meðferð dýranna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður sendi bréf 15. apríl síðastliðinn vegna málsins en þar er krafist svara við þremur spurningum, en þær eru eftirfarandi: 1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. Fram kemur í tilkynningu umboðsmanns að eftir að Mast svari verði ákveðið hvort tilefni sé til að taka stjórnsýslu hennar varðandi eftirlit með dýravelferð til almennrar athugunar.
1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan.
Matvælaframleiðsla Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Hestar Stjórnsýsla Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira