Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2025 14:12 Hólminn í Tjörninni. Myndin var tekin í dag. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdir hafa staðið síðustu vikur og mánuði í stóra hólmanum í Reykjavíkurtjörn. Lag af sandi hefur nú verið komið fyrir eftir vinnu síðustu vikna. Enn á eftir að koma upp grjótkanti til að auðvelda uppgöngu fugla og sömuleiðis jarðvegi á hólmanum. Markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni en með framkvæmdunum er ætlað að bæta varpland í hólmanum, fyrir til að mynda endur, og sömuleiðis verða bakkavarnir endurnýjaðar. Eitt markmiða framkvæmdanna í hólmanum var að skafa í burtu jarðveg sem innihélt mikið af ágengu illgresi og hvönn. Á vef borgarinnar segir að áður hafi verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum með góðum árangri þar sem kríuvarp hafi merkjanlega eflst. Með aðgerðunum er verið að fylgja ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafi lífríki Tjarnarinnar um árabil. „Fjarlægja á efsta hluta núverandi yfirborðs af hólmanum, leggja út jarðvegsdúk, möl og jarðveg. Hluti hólmans verður þökulagður á ný. Það er gert til þess að draga úr sókn hvannar og annarra stórvaxinna tegunda sem draga úr gæðum varplands í hólmanum. Grjótkantur umhverfis hólmann verður endurhlaðinn til þess að draga úr rofi,“ sagði á vef borgarinnar. Verklok eru eru sögð áætluð í lok þessa mánaðar. Hugmyndir eru uppi um að gera þyrpingu af hólmum, á svæðinu þar sem litla hólmann er að finna (fjær og til hægri) sem myndi nýtast fuglalífinu betur.Reykjavíkurborg Saga fuglalífs og hólmans Um Tjörnina og hólmann segir að sjálfsagt séu fáir staðir á Íslandi með jafnlanga sögu samfelldrar byggðar eins og í námunda við Tjörnina. „Áður fyrr var Tjörnin sjávarlón en það lokaðist af fyrir um 1200 árum en hefur með tímanum orðið að ferskvatnstjörn. Við upphaf 20. aldar var fuglalíf á Tjörninni mjög takmarkað þar sem flestir fuglar voru veiddir en frá 1919 hafa þeir verið friðaðir. Samhliða friðun var sett á siglingabann og gátu þá fuglar orpið óáreittir í hólmum Tjarnarinnar, en þeir eru enn þann dag í dag mikilvægustu varpstaðir svæðisins. Tjörnin og Vatnsmýrin eru á C-hluta Náttúruminjaskrár og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Stóri hólminn í Tjörninni hefur verið á kortum af Reykjavík frá því um 1800 og hefur hann í tímans rás verið bæði stækkaður og hlaðið í kringum hann. Þá hafa ýmsar hugmyndir verið uppi um notagildi hans en í lok 19. aldar stóð til að þar yrði byggt veitingahús og þangað lögð brú. Þá var þar sett upp sleðahringekja á vetrum á svipuðum tíma.“ Reykjavík Fuglar Dýr Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni en með framkvæmdunum er ætlað að bæta varpland í hólmanum, fyrir til að mynda endur, og sömuleiðis verða bakkavarnir endurnýjaðar. Eitt markmiða framkvæmdanna í hólmanum var að skafa í burtu jarðveg sem innihélt mikið af ágengu illgresi og hvönn. Á vef borgarinnar segir að áður hafi verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum með góðum árangri þar sem kríuvarp hafi merkjanlega eflst. Með aðgerðunum er verið að fylgja ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafi lífríki Tjarnarinnar um árabil. „Fjarlægja á efsta hluta núverandi yfirborðs af hólmanum, leggja út jarðvegsdúk, möl og jarðveg. Hluti hólmans verður þökulagður á ný. Það er gert til þess að draga úr sókn hvannar og annarra stórvaxinna tegunda sem draga úr gæðum varplands í hólmanum. Grjótkantur umhverfis hólmann verður endurhlaðinn til þess að draga úr rofi,“ sagði á vef borgarinnar. Verklok eru eru sögð áætluð í lok þessa mánaðar. Hugmyndir eru uppi um að gera þyrpingu af hólmum, á svæðinu þar sem litla hólmann er að finna (fjær og til hægri) sem myndi nýtast fuglalífinu betur.Reykjavíkurborg Saga fuglalífs og hólmans Um Tjörnina og hólmann segir að sjálfsagt séu fáir staðir á Íslandi með jafnlanga sögu samfelldrar byggðar eins og í námunda við Tjörnina. „Áður fyrr var Tjörnin sjávarlón en það lokaðist af fyrir um 1200 árum en hefur með tímanum orðið að ferskvatnstjörn. Við upphaf 20. aldar var fuglalíf á Tjörninni mjög takmarkað þar sem flestir fuglar voru veiddir en frá 1919 hafa þeir verið friðaðir. Samhliða friðun var sett á siglingabann og gátu þá fuglar orpið óáreittir í hólmum Tjarnarinnar, en þeir eru enn þann dag í dag mikilvægustu varpstaðir svæðisins. Tjörnin og Vatnsmýrin eru á C-hluta Náttúruminjaskrár og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Stóri hólminn í Tjörninni hefur verið á kortum af Reykjavík frá því um 1800 og hefur hann í tímans rás verið bæði stækkaður og hlaðið í kringum hann. Þá hafa ýmsar hugmyndir verið uppi um notagildi hans en í lok 19. aldar stóð til að þar yrði byggt veitingahús og þangað lögð brú. Þá var þar sett upp sleðahringekja á vetrum á svipuðum tíma.“
Reykjavík Fuglar Dýr Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira