Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 17:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Daniel Ryfa og Lukasz Dokudowicz, hafa hvor um sig verið dæmdir í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en þeir höfðu í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Lögreglan fylgdist með mönnunum um nokkurra daga skeið í nóvember síðastliðnum, en efnin fundust við húsleit í íbúð sem mennirnir dvöldu í við Bríetartún í Reykjavík þann 13. nóvember. Nánar tiltekið lagði lögreglan hald á hvít fíkniefni sem voru í tveimur vatnsbölum í stofu íbúðarinnar. Einnig lagði hún hald á hvítan innkaupapoka sem innihélt átta einingar af vakúmpökkuðum fíkniefnum. Við hlið pokans var lítil svört ferðataska, en í henni fannst annar hvítur innkaupapoki sem innihélt sjö smærri vakúmpakkaðar fíkniefnaeiningar. Þar að auki voru leifar af hvítum fíkniefnum á glerdiski í bakaraofni í eldhúsi. Einnig fannst talsvert af verkfærum, líkt og sérstakir nitril-hanskar, vakúmpokar og vakúmpökkunarvél, sem samkvæmt lögreglu bar með sér að notuð hefðu verið til að vinna með fíkniefni. Svo fannst svartur ruslapoki sem var nánast fullur af klipptum vakúmpökkum sem innihéldu leyfar fíkniefna. Þá fannst reiðufé, alls 2,5 milljónir króna í náttborðsskúffu í svefnherbergi í íbúðinni, en það var á meðal þess sem dómurinn ákvað að gera upptækt. Mennirnir tveir neituðu sök, en annar þeirra sagði þó fyrir dóm að hann hefði verið fenginn til að kaupa ýmsan búnað og skilja eftir í íbúðinni. Hann vildi þó meina að hlutverk hans hefði ekki náð lengra en það. Þeir sögðust báðir ekki hafa haft neina vitneskju um fíkniefni. Í dómnum segir að um litla íbúð sé að ræða. Af ljósmyndum af dæma hefði það ekki getað dulist neinum sem fóru í hana að þarna væru fíkniefni. Þar af leiðandi er það mat dómsins að framburður mannanna væri ótrúverðugur. „Er útilokað annað en að ákærðu hafi orðið efnanna varir,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir fjögurra ára fangelsisdóma. Þá er þeim gert að greiða samtals um 11,7 milljónir króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira