Innlent

Víð­feðm rann­sókn, baunað á skólaþorp á bíla­stæði og stór­virki

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Nefnd um eftirlit með lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun á gagnaþjófnaði frá sérstökum saksóknara. Málið er nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar einnig að taka það fyrir. Við ræðum við formann eftirlitsnefndar með störfum lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum til Rauða krossins hefur stórfjölgað á milli ára. Við ræðum við verkefnastjóra sem segir alvarlegar afleiðingar blasa við ef ekki næst að rétta af yfirvofandi hallarekstur á næstu mánuðum.

Gular viðvaranir eru í gildi á vestanverðu landinu og snjóað hefur með hléum á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum í beinni með veðurfræðingi og förum yfir horfurnar.

Þá heyrum við í formanni KSÍ um óánægju með skólabyggð við íþróttamannvirki í Laugardal og hittum leikstjóra nýrrar heimildamyndar David Attenborough um hafið. Hann lýsir myndinni sem stórvirki og merkustu skilaboðum Attenborough til þessa.

Þá sjáum við nýja landsliðstreyju og heyrum nýtt stuðningslag fyrir Evrópumótið í sumar auk þess sem við kíkjum á hlaupadrottninguna Mari Järsk sem ætlar enn og aftur að láta reyna á þolmörk sín í bakgarðshlaupinu um helgina.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×