Amanda Andradóttir og félagar í hollenska liðinu Twente tryggðu sér bikarmeistaratitilinn með 2-1 sigri á PSV Eindhoven í bikarúrslitaleiknum.
Amanda kom inn á sem varamaður á 74. mínútu leiksins.
Mörk liðsins skoruðu þær Lynn Groenewegen og Kayleigh van Dooren með þrettán mínútna millibili í seinni hálfleik. PSV minnkaði muninn en Twente hélt út og tryggði sér titilinn.
Þetta er fjórði bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins en liðið vann hann síðasti árið 2023.
Sædís Rún Heiðarsdóttir og félagar í Vålerenga unnu 4-0 heimasigur á Bodö/Glimt í norsku deildinni.
Olaug Tvedten skoraði þrennu fyrir Vålerenga en Sædís Rún lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Karina Sævik.
Þetta var þriðji deildarsigur Vålerenga í röð en liðið er í þriðja sæti.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby sem gerði 1-1 jafntefli við topplið Fortuna Hjörring.
Hlín Eiríksdóttir kom inn á sem varamaður sjö mínútum fyrir leikslok í 4-2 sigri Leicester City á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Dagný Brynjarsdóttir var ekki með West Ham.