Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2025 18:01 Það var hart barist á grænum vellinum í Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Undanfarið hafa Grindvíkingar unnið að því að gera Stakkavíkurvöll kláran eftir að hafa fengið grænt ljós frá yfirvöldum sem og Knattspyrnusambandi Íslands að öruggt sé að leikir fari þar fram. Þá stefnir körfuboltalið bæjarins á að spila eitthvað af heimaleikjum sínum í Grindavík á næstu leiktíð. Það var því blásið til veislu þegar Fjölnir mætti í heimsókn en gestirnir úr Grafarvogi virtust ekki hafa fengið minnisblaðið um að dagurinn ætti að vera sem eftirminnilegastur fyrir gula Grindvíkinga. Rafael Máni Þrastarson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Ármann Ingi Finnbogason jafnaði á 9. mínútu og stefndi í sannkallaðan markaleik. Rafael Máni kom gestunum yfir á nýjan leik aðeins fjórum mínútum síðar en það reyndist síðasta mark fyrri hálfleiks, staðan að honum loknum 1-2. Adam Árni Róbertsson steig hins vegar upp í síðari hálfleik og reyndist hetja heimamanna. Hann jafnaði metin á 52. mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 65. mínútu leiksins. Hilmar Elís Hilmarsson fékk að líta rauða spjaldið í liði gestanna þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Manni færri gerðu gestirnir sér lítið fyrir og jöfnuðu metin. Þar var að verki varamaðurinn Kristófer Dagur Arnarsson. Lokatölur 3-3 og bæði lið með eitt stig að loknum tveimur umferðum eftir tap í 1. umferð. Þá vann Njarðvík öruggan 5-1 sigur þegar nýliðar Völsungs komu í heimsókn. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Lengjudeild karla Grindavík UMF Grindavík Völsungur Tengdar fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02 Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30 Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22 „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Undanfarið hafa Grindvíkingar unnið að því að gera Stakkavíkurvöll kláran eftir að hafa fengið grænt ljós frá yfirvöldum sem og Knattspyrnusambandi Íslands að öruggt sé að leikir fari þar fram. Þá stefnir körfuboltalið bæjarins á að spila eitthvað af heimaleikjum sínum í Grindavík á næstu leiktíð. Það var því blásið til veislu þegar Fjölnir mætti í heimsókn en gestirnir úr Grafarvogi virtust ekki hafa fengið minnisblaðið um að dagurinn ætti að vera sem eftirminnilegastur fyrir gula Grindvíkinga. Rafael Máni Þrastarson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Ármann Ingi Finnbogason jafnaði á 9. mínútu og stefndi í sannkallaðan markaleik. Rafael Máni kom gestunum yfir á nýjan leik aðeins fjórum mínútum síðar en það reyndist síðasta mark fyrri hálfleiks, staðan að honum loknum 1-2. Adam Árni Róbertsson steig hins vegar upp í síðari hálfleik og reyndist hetja heimamanna. Hann jafnaði metin á 52. mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 65. mínútu leiksins. Hilmar Elís Hilmarsson fékk að líta rauða spjaldið í liði gestanna þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Manni færri gerðu gestirnir sér lítið fyrir og jöfnuðu metin. Þar var að verki varamaðurinn Kristófer Dagur Arnarsson. Lokatölur 3-3 og bæði lið með eitt stig að loknum tveimur umferðum eftir tap í 1. umferð. Þá vann Njarðvík öruggan 5-1 sigur þegar nýliðar Völsungs komu í heimsókn. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Lengjudeild karla Grindavík UMF Grindavík Völsungur Tengdar fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02 Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30 Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22 „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. 8. maí 2025 11:02
Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. 2. maí 2025 11:30
Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1. maí 2025 17:22
„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Grindvíkingar nýttu margir hverjir sumardaginn fyrsta í sjálfboðaliðastarf á fótboltavelli bæjarins. Ekki hafa farið fram íþróttakappleikir í bænum í um 18 mánuði, en það á að breytast í sumar. 25. apríl 2025 08:02