Fótbolti

Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristian Nökkvi átti frábæran leik.
Kristian Nökkvi átti frábæran leik. Sparta Rotterdam.

Kristian Nökkvi Hlynsson átti sannkallaðan stórleik þegar Sparta Rotterdam vann 3-0 útisigur á Almere City í efstu deild hollenska fótboltans.

Miðjumaðurinn efnilegi er á láni hjá Sparta frá stórliði Ajax og var í byrjunarliðinu í kvöld. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins á 57. mínútu en það skoraði Mitchell van Bergen með góðu skoti í slá og inn.

Mike Eerdhuijzen bætti við öðru markinu áður en Kristian Nökkvi fékk góða sendingu inn fyrir vörn Almere og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Kristian Nökkvi spilaði allan leikinn á miðju Sparta á meðan Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn af bekknum í uppbótartíma.

Eftir sigur kvöldsins er Sparta í 11. sæti með 38 stig að loknum 31 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×