Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 09:02 Donnarumma sagði hingað og ekki lengra. Lionel Hahn/Getty Images Í liðinni viku lauk undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu og nú er ljóst að Inter frá Mílanó á Ítalíu mun mæta París Saint-Germain frá Frakklandi. Bæði lið geta þakkað markvörðum sínum fyrir en báðir voru stórfenglegir milli stanganna í undanúrslitaeinvígum liða sinna. Það hefur verið lenskan undanfarin misseri að ræða hvernig markverðir eru í fótunum. Uppáhald margra spekinga er að segja að ákveðinn markvörður sé það góður með boltann að hann gæti allt eins spilað á miðri miðjunni. Þegar líður á útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu kemur hins vegar í ljós að helsta starf markvarðar er að koma í veg fyrir það að boltinn fari yfir marklínuna. Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd, hefur að mörgu leyti drottnað yfir öðrum markvörðum í Meistaradeildinni eins og Real hefur drottnað yfir öðrum félögum. Nú er hins vegar komið að öðrum að skína. Hinn ítalski Gianluigi Donnarumma virtist um tíma ætla að enda eins og samlandi sinn Marco Veratti. Sá fór til Parísar og virtist njóta lífsstílsins meira en góðu hófi gegnir. Veratti var án efa einn hæfileikaríkasti miðjumaður Evrópu en líferni hans gerði það að verkum að hann hefur spilað í Katar frá 2023 þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall. Donnarumma, sem eins ótrúlegt og það hljómar er aðeins 26 ára gamall, virtist hafa orðið líferni Parísar að bráð. Það er þangað til nú þegar líða tók á útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann var hreint út sagt magnaður í báðum leikjum sínum gegn Arsenal. Fingertips from Donnarumma 👏#UCL pic.twitter.com/B4UjAxDQlh— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Donnarumma kann vel við sig gegn enskum liðum, sama hvort um er að ræða félagslið eða landslið. Hann átti hverja markvörsluna á fætur annarri gegn Skyttunum hans Mikel Arteta og minnti fólk á af hverju hann var lengi vel talinn efnilegasti markvörður heims. Hver veit nema hann sé nú að taka við af Courtois sem kóngurinn í Meistaradeildinni? Still thinking about this Donnarumma save from Ødegaard 😮💨#UCL pic.twitter.com/9LSuFD9LsO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Donnarumma þarf hins vegar að vinna Meistaradeildina, og líklega oftar en einu sinni, til að skáka Courtois. Ætli Ítalinn sér til fyrirheitna landsins þurfa framherjar París Saint-Germain að finna leið framhjá Yann Sommer í marki Inter. Vissulega fundu Börsungar sex sinnum leiðina í gegnum vörn Mílanóliðsins og í kjölfarið leiðina framhjá Sommer. Það breytir því þó ekki að hann átti tvær ef ekki þrjár markvörslur í hæsta gæðaflokki þegar Inter vann Barcelona 4-3 í framlengdum leik í vikunni. 1st: Yann Sommer 2nd: Achraf HakimiSensational Sommer wins Player of the Week! 🧤@PlayStationEU | #UCLPOTW pic.twitter.com/OVIwoVXC6E— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Spænska ungstirnið Lamine Yamal er eflaust enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig 36 ára gamall Svisslendingur - sem er aðeins 1.83 metri á hæð - kom í veg fyrir að hann gæti orðið Evrópumeistari með Barcelona innan við ári eftir að hann varð Evrópumeistari með Spáni. Yamal skilur ekkert.Carl Recine/Getty Images Sommer lék með Gladbach í nærri áratug áður en Bayern München sótti hann vegna meiðsla Manuel Neuer. Sumarið 2023 mætti Inter svo þar sem André Onana var seldur til Manchester United. Það fer ekkert á milli mála að Inter kom betur úr þeim viðskiptum þar sem Sommer kostaði aðeins brot af því sem Onana var seldur á. Þá er Svisslendingurinn einfaldlega mun betri markvörður. Sommer & Donnarumma 🥵Yamal masterclass at 17 🤯Stadio San Siro classic 🍿What a week in the Champions League!@MastercardEU | #PricelessMoments pic.twitter.com/reomnNHIeL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram 31. maí á Allianz-vellinum í München og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Sjá meira
Það hefur verið lenskan undanfarin misseri að ræða hvernig markverðir eru í fótunum. Uppáhald margra spekinga er að segja að ákveðinn markvörður sé það góður með boltann að hann gæti allt eins spilað á miðri miðjunni. Þegar líður á útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu kemur hins vegar í ljós að helsta starf markvarðar er að koma í veg fyrir það að boltinn fari yfir marklínuna. Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd, hefur að mörgu leyti drottnað yfir öðrum markvörðum í Meistaradeildinni eins og Real hefur drottnað yfir öðrum félögum. Nú er hins vegar komið að öðrum að skína. Hinn ítalski Gianluigi Donnarumma virtist um tíma ætla að enda eins og samlandi sinn Marco Veratti. Sá fór til Parísar og virtist njóta lífsstílsins meira en góðu hófi gegnir. Veratti var án efa einn hæfileikaríkasti miðjumaður Evrópu en líferni hans gerði það að verkum að hann hefur spilað í Katar frá 2023 þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall. Donnarumma, sem eins ótrúlegt og það hljómar er aðeins 26 ára gamall, virtist hafa orðið líferni Parísar að bráð. Það er þangað til nú þegar líða tók á útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann var hreint út sagt magnaður í báðum leikjum sínum gegn Arsenal. Fingertips from Donnarumma 👏#UCL pic.twitter.com/B4UjAxDQlh— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Donnarumma kann vel við sig gegn enskum liðum, sama hvort um er að ræða félagslið eða landslið. Hann átti hverja markvörsluna á fætur annarri gegn Skyttunum hans Mikel Arteta og minnti fólk á af hverju hann var lengi vel talinn efnilegasti markvörður heims. Hver veit nema hann sé nú að taka við af Courtois sem kóngurinn í Meistaradeildinni? Still thinking about this Donnarumma save from Ødegaard 😮💨#UCL pic.twitter.com/9LSuFD9LsO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Donnarumma þarf hins vegar að vinna Meistaradeildina, og líklega oftar en einu sinni, til að skáka Courtois. Ætli Ítalinn sér til fyrirheitna landsins þurfa framherjar París Saint-Germain að finna leið framhjá Yann Sommer í marki Inter. Vissulega fundu Börsungar sex sinnum leiðina í gegnum vörn Mílanóliðsins og í kjölfarið leiðina framhjá Sommer. Það breytir því þó ekki að hann átti tvær ef ekki þrjár markvörslur í hæsta gæðaflokki þegar Inter vann Barcelona 4-3 í framlengdum leik í vikunni. 1st: Yann Sommer 2nd: Achraf HakimiSensational Sommer wins Player of the Week! 🧤@PlayStationEU | #UCLPOTW pic.twitter.com/OVIwoVXC6E— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Spænska ungstirnið Lamine Yamal er eflaust enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig 36 ára gamall Svisslendingur - sem er aðeins 1.83 metri á hæð - kom í veg fyrir að hann gæti orðið Evrópumeistari með Barcelona innan við ári eftir að hann varð Evrópumeistari með Spáni. Yamal skilur ekkert.Carl Recine/Getty Images Sommer lék með Gladbach í nærri áratug áður en Bayern München sótti hann vegna meiðsla Manuel Neuer. Sumarið 2023 mætti Inter svo þar sem André Onana var seldur til Manchester United. Það fer ekkert á milli mála að Inter kom betur úr þeim viðskiptum þar sem Sommer kostaði aðeins brot af því sem Onana var seldur á. Þá er Svisslendingurinn einfaldlega mun betri markvörður. Sommer & Donnarumma 🥵Yamal masterclass at 17 🤯Stadio San Siro classic 🍿What a week in the Champions League!@MastercardEU | #PricelessMoments pic.twitter.com/reomnNHIeL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram 31. maí á Allianz-vellinum í München og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu