Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 19:27 Formenn félaga fornleifafræðinga og forvarða eru uggandi yfir stöðunni. Vísir/Samsett Aðeins ein staða fornleifafræðings er eftir við Þjóðminjasafnið eftir uppsagnir þar sem fimm störf voru lögð niður. Þessi eini einstaklingur sér um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu og hafa yfirsýn með þeim. Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær. Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Formenn Félags fornleifafræðinga og Félags norrænna forvarða á Íslandi segjast í yfirlýsingu vera uggandi yfir stöðunni. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið hafi verið sagt upp á einu bretti. Þeir segja það áfall fyrir stétt fornleifafræðinga. Greint var frá því í vikunni að fjórum starfsmönnum yrði sagt upp á Þjóðminjasafninu og þar af þremur fornleifafræðingum. Alls voru fimm störf lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður sagði slíkt vera óhjákvæmilegt í ljósi aðhaldskrafna stjórnvalda og lækkunar á sértekjum safnsins. Enginn staða fornleifafræðings í áratugi Snædís Sunna Thorlacius, formaður Félags fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, formaður Félags norræna forvarða á Íslandi, segja uppsagnirnar mikla blóðtöku enda ekki marga fastar stöður í boði fyrir menntaða fornleifafræðinga og forverði á Íslandi. „Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, „sérfræðingur fornminja,” og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum,“ segja þær. Þær taka fram að bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands hafi fleiri fornleifafræðinga innanhúss. Þá er aðeins einn forvörður eftir á safninu en hann sinnir forvörslu á öllum fornmunum. Einnig annast hann viðhaldi þeirra gripa sem þegar eru í vörslu safnsins. „Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs,“ segja þær. Dregur úr trausti til safnsins Þjóðminjasafninu ber lagaleg skylda að sinna móttöku og varðveislu fornminja og telja félögin að það sé óraunhæft að sú ábyrgð sé lögð á herðar tveggja starfsmanna. Þar að auki dragi uppsagnirnar úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. „Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings,“ segja þær. Þær segja ljóst að atburðir undanfarinna daga hafi dregið úr trausti fornleifafræðinga og forvarða gagnvart Þjóðminjasafninu og þeim skyldum sem það á að gegna. „Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni,“ segja þær.
Fornminjar Vinnumarkaður Háskólar Söfn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira