Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 12:25 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Tillaga um að vísa frumvarpi atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en atvinnuveganefndar verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Formaður atvinnuveganefndar telur að þing verði að störfum fram í júlí, hið minnsta. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjald lauk á sérstökum þingfundi á laugardag, sem boðað var til með skömmum fyrirvara. Þingfundi var frestað eftir að mælendaskrá tæmdist og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu um að vísa málinu til efnahags- og viðskiptanefndar, frekar en atvinnuveganefndar. Atkvæði um tillöguna verða greidd á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Andstaðan vilji mála hækkunina upp sem skattahækkun Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur minnihutann vilja búa til læti í þinginu með tillögunni. „Ég held að það sem vaki fyrir stjórnarandstöðunni, án þess að ég viti það nákvæmlega, sé að merkja þetta mál sem skattahækkun en ekki breytingu á veiðigjöldum eða leiðréttingu,“ segir Sigurjón. En er það ekki skattahækkun? Kemur það ekki fram í frumvarpinu, þó það geti líka verið leiðrétting? „Auðvitað fáum við hærri gjöld, það hefur alltaf legið fyrir. En málið er auðvitað það að veiðigjöldin, eftir því sem best er vitað, hafa alltaf fengið umfjöllun í atvinnuveganefndinni. Hvers vegna ætti það að vera með öðrum hætti núna?“ Verði að störfum fram í júlí Alvanalegt sé að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Hann reikni með því að málið endi á borði atvinnuveganefndar eftir atkvæðagreiðslu dagsins. Nokkurn tíma muni taka að vinna málið í nefnd. „Ég reikna með meira en tveimur vikum, það er alveg ljóst.“ Hann segir að málið verði engu að síður klárað fyrir sumarhlé, hvenær sem það verði. „Ég reikna ekkert með þinghléi fyrr en í fyrsta lagi í júlí,“ segir Sigurjón. Samkvæmt 10. grein þingskaparlaga er sumarhlé þingsins frá 1. júlí til 10. ágúst, en fræðilega gæti meirihlutinn þó ákveðið að þing starfaði lengur en það, eftir því sem fréttastofa kemst næst.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19 „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. 11. maí 2025 00:19
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01