Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. maí 2025 19:30 Arngrímur Ísberg íbúi við Miklubraut. vísir/Sigurjón Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. Umræddur bíll hefur verið óhreyfður á sama stað í rúmlega viku. Hann tekur við af öðrum bíl sem var fjarlægður fyrir skömmu af Heilbrigðiseftirlitinu en sá var einnig fullur af bensínbrúsum. Arngrímur Ísberg, fyrrverandi héraðsdómari og íbúi við Miklubraut, varð var við þann bíl í byrjun apríl og hefur ítrekað vakið athygli á málinu á hverfissíðu á Facebook. „Það var bíll hérna svolítið fyrir ofan sem stóð þarna bara á loftlausum dekkjum. Ég fór að taka eftir því að það var verið að bera í hann brúsa og bera úr honum brúsa til þess að hella á aðra bíla til þess að taka bensín.“ Sama athæfi eigi sér stað við nýja bílinn og dæmi um að fólk afgreiði sig sjálft. Arngrímur segist mjög áhyggjufullur að alvarlegt slys verði í götunni. Aðrir íbúar á svæðinu deila áhyggjum hans. „Þessi drulluklessa hérna ber vitni um það að þetta er nákvæmlega sama kerfið. Þetta er eldhætta, það segir sig náttúrulega sjálft. Svo er náttúrulega þessi sóðaskapur og fyrir utan það þá stendur þessi bíll bara þarna og tekur fullt af stæðum. Það þarf ekki annað en kasta sígarettu stubb í áttina að þessum bíl og þá fuðrar hann upp og næstu bílar líka.“ Hann segist hafa haft samband við slökkviliðið og lögregluna sem aðhafist lítið í málinu og bindur vonir við að Heilbrigðiseftirlitið grípi aftur inn í. „Svo þegar að sóðaskapurinn þarna í kring gekk fram af mér. Þá hringdi ég í slökkviliðið, þeir höfðu nú lítinn áhuga á þessu. Enda kom þeir ekki fyrr en það þarf að slökkva eitthvað. Allaveganna það getur ekki verið að þetta sé neitt ólöglegt fyrst að lögreglan hefur engan áhuga á þessu,“ bætir Arngrímur við háðslega. Reykjavík Bílar Lögreglumál Heilbrigðiseftirlit Olíuþjófnaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Umræddur bíll hefur verið óhreyfður á sama stað í rúmlega viku. Hann tekur við af öðrum bíl sem var fjarlægður fyrir skömmu af Heilbrigðiseftirlitinu en sá var einnig fullur af bensínbrúsum. Arngrímur Ísberg, fyrrverandi héraðsdómari og íbúi við Miklubraut, varð var við þann bíl í byrjun apríl og hefur ítrekað vakið athygli á málinu á hverfissíðu á Facebook. „Það var bíll hérna svolítið fyrir ofan sem stóð þarna bara á loftlausum dekkjum. Ég fór að taka eftir því að það var verið að bera í hann brúsa og bera úr honum brúsa til þess að hella á aðra bíla til þess að taka bensín.“ Sama athæfi eigi sér stað við nýja bílinn og dæmi um að fólk afgreiði sig sjálft. Arngrímur segist mjög áhyggjufullur að alvarlegt slys verði í götunni. Aðrir íbúar á svæðinu deila áhyggjum hans. „Þessi drulluklessa hérna ber vitni um það að þetta er nákvæmlega sama kerfið. Þetta er eldhætta, það segir sig náttúrulega sjálft. Svo er náttúrulega þessi sóðaskapur og fyrir utan það þá stendur þessi bíll bara þarna og tekur fullt af stæðum. Það þarf ekki annað en kasta sígarettu stubb í áttina að þessum bíl og þá fuðrar hann upp og næstu bílar líka.“ Hann segist hafa haft samband við slökkviliðið og lögregluna sem aðhafist lítið í málinu og bindur vonir við að Heilbrigðiseftirlitið grípi aftur inn í. „Svo þegar að sóðaskapurinn þarna í kring gekk fram af mér. Þá hringdi ég í slökkviliðið, þeir höfðu nú lítinn áhuga á þessu. Enda kom þeir ekki fyrr en það þarf að slökkva eitthvað. Allaveganna það getur ekki verið að þetta sé neitt ólöglegt fyrst að lögreglan hefur engan áhuga á þessu,“ bætir Arngrímur við háðslega.
Reykjavík Bílar Lögreglumál Heilbrigðiseftirlit Olíuþjófnaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira