Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2025 22:32 Xabi hefur feril sinn sem þjálfari Real Madríd í Bandaríkjunum. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Xabi Alonso fær ekki langt sumarfrí eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Kappinn er nefnilega að taka við Real Madríd og þarf að gera það áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi. Fyrr í dag var staðfest að Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Real Madríd, muni taka við landsliði Brasilíu. Sky í Þýskalandi er svo meðal þeirra miðla sem hafa greint frá því að hinn 43 ára gamli Alonso taki við af Ancelotti en sá orðrómur hefur verið hávær undanfarna mánuði. Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Undir hans stjórn varð liðið til að mynda Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð, bikarmeistari og fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mátti þola sitt eina tap á leiktíðinni. Það hefur gengið illa að fylgja þessu draumatímabili eftir en Alonso er enn talinn einn mest spennandi þjálfari heims. Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og er nú á leið aftur til Madrídar. Það er talið að Alonso hefði viljað fá örlítið lengra sumarfrí sem og lengri tíma til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil en það er einfaldlega ekki í boði. Real vill fá Alonso nær strax eftir að deildarkeppninni lýkur þar sem það þarf að undirbúa liðið fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. Hefur keppnin verið á milli tannanna á fólki þar sem leikmenn á hæsta getustigi hafa kvartað yfir skorti á frídögum og miklu álagi. Þeir hafa ef til vill eitthvað til síns máls en ef við teljum leikina á HM félagsliða með tímabilinu 2024-25 þá hefur Real Madríd til að mynda spilað 66 leiki í öllum keppnum áður en leikar hefjast í Bandaríkjunum. Fyrsti leikur Real Madríd undir stjórn Xabi Alonso fer fram í Miami þann 18. júní þegar spænski risinn mætir Al Hilal frá Sádi-Arabíu. Fótbolti Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Fyrr í dag var staðfest að Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Real Madríd, muni taka við landsliði Brasilíu. Sky í Þýskalandi er svo meðal þeirra miðla sem hafa greint frá því að hinn 43 ára gamli Alonso taki við af Ancelotti en sá orðrómur hefur verið hávær undanfarna mánuði. Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Undir hans stjórn varð liðið til að mynda Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð, bikarmeistari og fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mátti þola sitt eina tap á leiktíðinni. Það hefur gengið illa að fylgja þessu draumatímabili eftir en Alonso er enn talinn einn mest spennandi þjálfari heims. Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og er nú á leið aftur til Madrídar. Það er talið að Alonso hefði viljað fá örlítið lengra sumarfrí sem og lengri tíma til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil en það er einfaldlega ekki í boði. Real vill fá Alonso nær strax eftir að deildarkeppninni lýkur þar sem það þarf að undirbúa liðið fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. Hefur keppnin verið á milli tannanna á fólki þar sem leikmenn á hæsta getustigi hafa kvartað yfir skorti á frídögum og miklu álagi. Þeir hafa ef til vill eitthvað til síns máls en ef við teljum leikina á HM félagsliða með tímabilinu 2024-25 þá hefur Real Madríd til að mynda spilað 66 leiki í öllum keppnum áður en leikar hefjast í Bandaríkjunum. Fyrsti leikur Real Madríd undir stjórn Xabi Alonso fer fram í Miami þann 18. júní þegar spænski risinn mætir Al Hilal frá Sádi-Arabíu.
Fótbolti Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira