Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. maí 2025 20:48 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. Heitar umræður urðu á Alþingi í dag vegna þingfundarins á laugardaginn, meðal annars vegna þess að þá hafði tillögu um nefndarvísan frumvarpsins verið frestað þar til í dag en verulega hitnaði í hamsi þegar mætingarleysi Daða á fundinn var til umræðu. Fyrr í kvöld var samþykkt tillaga um að frumvarpinu skyldi vísað til atvinnuveganefndar í stað efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan hafði lagt fram að því yrði frekar vísað í hina síðarnefndu nefnd þar sem um skattamál væri að ræða, líkt og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttamann fyrr í kvöld. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna Daði mætti ekki á þingfundinn á laugardaginn en í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, eftir að stjórnarandstaðan lét spurningum þess efnis rigna yfir hann, sagðist Daði hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hann hafði ætlað sér að mæta undir lokin en þingfundinum verið slitið fyrr en áætlað var. Bergþór gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar.“ Í umfjöllun Mbl.is um málið segir að ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafi hann verið á vinnustofu á vegum grasrótar Viðreisnar sem hét „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“. „Hann er ekki í þeirri stöðu að meta hvaða fundur er mikilvægur og hver ekki í þessu samhengi. Þegar búið er að gera boð eftir ráðherranum þá ber honum að mæta og sérstaklega þegar hann er í húsi. Þetta er sérstök gerð af hroka og vanvirðingu í garð þingsins.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Heitar umræður urðu á Alþingi í dag vegna þingfundarins á laugardaginn, meðal annars vegna þess að þá hafði tillögu um nefndarvísan frumvarpsins verið frestað þar til í dag en verulega hitnaði í hamsi þegar mætingarleysi Daða á fundinn var til umræðu. Fyrr í kvöld var samþykkt tillaga um að frumvarpinu skyldi vísað til atvinnuveganefndar í stað efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan hafði lagt fram að því yrði frekar vísað í hina síðarnefndu nefnd þar sem um skattamál væri að ræða, líkt og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttamann fyrr í kvöld. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna Daði mætti ekki á þingfundinn á laugardaginn en í óundirbúnum fyrirspurnum í dag, eftir að stjórnarandstaðan lét spurningum þess efnis rigna yfir hann, sagðist Daði hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hann hafði ætlað sér að mæta undir lokin en þingfundinum verið slitið fyrr en áætlað var. Bergþór gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Okkur er í tvígang sagt að það sé verið að sækja hann í hús. Hann sé fastur í erindagjörðum, væntanlega opinberu, og sé væntanlegur. Síðan kemur í ljós að Daði sat í húsi allan tímann á einhverjum vinnufundi Viðreisnar.“ Í umfjöllun Mbl.is um málið segir að ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafi hann verið á vinnustofu á vegum grasrótar Viðreisnar sem hét „Við erum í ríkisstjórn. Hvað nú?“. „Hann er ekki í þeirri stöðu að meta hvaða fundur er mikilvægur og hver ekki í þessu samhengi. Þegar búið er að gera boð eftir ráðherranum þá ber honum að mæta og sérstaklega þegar hann er í húsi. Þetta er sérstök gerð af hroka og vanvirðingu í garð þingsins.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira