Dr. Bjarni er látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 22:31 Bjarni Hjaltested Þórarinsson heitinn. Aðsend Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður, sem iðulega var kallaður dr. Bjarni, er látinn. Bjarni var 78 ára gamall. Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, vinur hans og kollegi staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Hann deilir um leið texta sem hann tók saman um lífstíð Bjarna. Þar rekur Goddur meðal annars ævi og störf vinar síns en Bjarni fæddist 1. mars 1947 í Reykjavík og þar bjó þar lengst af. Bjarni starfaði sem myndlistamaður, skáld, höfundur og sjónháttafræðingur. Bjarni útskrifaðist frá nýlistadeild Magnúsar Pálssonar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann var meðal stofnenda gallerísins Suðurgötu 7 og tímaritsins Svarts á Hvítu á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einn stofnenda Nýlistasafnsins. „Fyrir um það bil 22 árum, 21. júlí 1988, uppgötvaði Bjarni nýtt hugtak, hugtakið „sjónhátt“ sem reynst hefur honum afar notadrjúgt. Í framhaldi þess uppgötvar hann hverja nýgreinina af annarri sem hann hefur leitast við að þróa á undanförnum árum,“ segir í grein Godds. Í kjölfarið hafi hann uppgötvað myndgerðina Vísirós, en nálgast má umfjöllun og myndir af verkum hans á vef Safnasafnsins. Segja má að Bjarni hafi verið þekktastur fyrir myndgerðina, en á vef Listasafns Reykjavíkur er þeim henni sem mynstri sem sett er fram á bæði vísindalegan og fagurfræðilegan hátt, með ótal táknum og orðum. Hann leiki sér með tungumálið með benduheimspekilegum tilvísunum sem og sjónháttafræðina. „Vísirósir hans eða skilningstré skipta hundruðum og er hver um sig einstök veröld sem hvergi finnst annars staðar,“ skrifar Goddur. „Grunnhugmyndir hans og heimsmynd er samt miklu umfangsmeiri. Ber þar fyrst að nefna stofnun Vísiakademíunnar sem er ný menntastofnun á sviði lista, hönnunar, vísinda, heimspeki, nýtt þekkingarver, sjáver, sjónver svo að eitthvað sé nefnt.“ Samhliða myndlist skrifaði Bjarni handrit, skáldsögur og ljóðabækur. Þar má helst nefna ritraðirnar Víslendingabók, Faxdælu og Heimsspringlu, ljóðabækurnar Kokka byrja Kvæsa og Kokka Kyrja Kvæsa og kvikmyndahandritið Gestaboð Co/πNikks - Led Leppelín förin. Andlát Myndlist Menning Tengdar fréttir Oddaflug dr. Bjarna Einhver skæðasti myndlistarmaður þjóðarinnar – dr. Bjarni Þórarinsson – efnir til sjónþings sem heitir Oddaflug sirkilhyrninganna á menningarknæpunni Grand Rokk. 13. júní 2009 04:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, vinur hans og kollegi staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Hann deilir um leið texta sem hann tók saman um lífstíð Bjarna. Þar rekur Goddur meðal annars ævi og störf vinar síns en Bjarni fæddist 1. mars 1947 í Reykjavík og þar bjó þar lengst af. Bjarni starfaði sem myndlistamaður, skáld, höfundur og sjónháttafræðingur. Bjarni útskrifaðist frá nýlistadeild Magnúsar Pálssonar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann var meðal stofnenda gallerísins Suðurgötu 7 og tímaritsins Svarts á Hvítu á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einn stofnenda Nýlistasafnsins. „Fyrir um það bil 22 árum, 21. júlí 1988, uppgötvaði Bjarni nýtt hugtak, hugtakið „sjónhátt“ sem reynst hefur honum afar notadrjúgt. Í framhaldi þess uppgötvar hann hverja nýgreinina af annarri sem hann hefur leitast við að þróa á undanförnum árum,“ segir í grein Godds. Í kjölfarið hafi hann uppgötvað myndgerðina Vísirós, en nálgast má umfjöllun og myndir af verkum hans á vef Safnasafnsins. Segja má að Bjarni hafi verið þekktastur fyrir myndgerðina, en á vef Listasafns Reykjavíkur er þeim henni sem mynstri sem sett er fram á bæði vísindalegan og fagurfræðilegan hátt, með ótal táknum og orðum. Hann leiki sér með tungumálið með benduheimspekilegum tilvísunum sem og sjónháttafræðina. „Vísirósir hans eða skilningstré skipta hundruðum og er hver um sig einstök veröld sem hvergi finnst annars staðar,“ skrifar Goddur. „Grunnhugmyndir hans og heimsmynd er samt miklu umfangsmeiri. Ber þar fyrst að nefna stofnun Vísiakademíunnar sem er ný menntastofnun á sviði lista, hönnunar, vísinda, heimspeki, nýtt þekkingarver, sjáver, sjónver svo að eitthvað sé nefnt.“ Samhliða myndlist skrifaði Bjarni handrit, skáldsögur og ljóðabækur. Þar má helst nefna ritraðirnar Víslendingabók, Faxdælu og Heimsspringlu, ljóðabækurnar Kokka byrja Kvæsa og Kokka Kyrja Kvæsa og kvikmyndahandritið Gestaboð Co/πNikks - Led Leppelín förin.
Andlát Myndlist Menning Tengdar fréttir Oddaflug dr. Bjarna Einhver skæðasti myndlistarmaður þjóðarinnar – dr. Bjarni Þórarinsson – efnir til sjónþings sem heitir Oddaflug sirkilhyrninganna á menningarknæpunni Grand Rokk. 13. júní 2009 04:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Oddaflug dr. Bjarna Einhver skæðasti myndlistarmaður þjóðarinnar – dr. Bjarni Þórarinsson – efnir til sjónþings sem heitir Oddaflug sirkilhyrninganna á menningarknæpunni Grand Rokk. 13. júní 2009 04:15