Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar 13. maí 2025 10:31 Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur sérstaka athygli þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra og lögfræðimenntuð þingkona, Sigríður Á. Andersen, heldur því fram í þættinum Spursmál að eini tilgangur skattlagningar sé að „afla ríkissjóði tekna“ – og að „menn laga ekki siðferði með sköttum“. Það er vissulega gagnlegt að fá áminningu um svona einfalda hagfræðilega nálgun frá þeim sem eitt sinn bar ábyrgð á dómskerfi landsins. Maður skyldi ætla að lögfræðingur – hvað þá fyrrverandi ráðherra – hefði einhverja yfirsýn yfir meginreglur laga, stjórnarskrá og siðferðilegar skyldur stjórnvalda. En annað virðist raunin. Sem borgari og fagmaður í félags- og samfélagsmálum verð ég að mótmæla þessari þröngu og í raun hættulegu sýn á samfélagið. Ríkið er ekki peningavél. Það hefur siðferðislegar skyldur, sérstaklega þegar kemur að ráðstöfun auðlinda og jafnræði í samfélaginu. Skattlagning er ekki bara bókhald – hún er pólitísk og siðferðileg yfirlýsing um hvað við viljum standa fyrir sem samfélag. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kveður skýrt á um það hlutverk stjórnvalda að gæta jafnræðis og mannréttinda. Í 1. gr. er fjallað um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn, og í 65. gr. kemur skýrt fram að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Það er ekki hægt að fella þessar grundvallarreglur í einhvers konar pólitískan minimalisma sem gengur út á að „skattur er bara skattur“. Þegar Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, bendir á að veiðigjöld snúist líka um siðferði, þá er hann í raun að minna okkur á að þjóðin á auðlindirnar – ekki útgerðirnar. Þá ber að nýta á sanngjarnan og ábyrgan hátt, þannig að samfélagið í heild njóti góðs af, ekki bara örfáir aðilar sem hafa haft tangarhald á fiskimiðum og áhrif í gegnum valdakerfi landsins. Og já – það er siðferðislegt mál. Af hverju ætti það ekki að vera það? Það sem Sigríður kallar „ranghugmyndir“ eru í raun lýðræðislegar kröfur um gagnsæi, ábyrgð og félagslegt réttlæti. Ef við förum að líta á allar slíkar kröfur sem „misskilning á hlutverki skatta“, þá höfum við misst sjónar á því hvað ríkið á að vera – samfélagsleg samábyrgð, ekki þjónusta fyrir útvalda. Það er þessi hugsun – að siðferði eigi ekki heima í stjórnmálum eða skattamálum – sem leiðir til vantrausts á stjórnmálamenn og vaxandi fjarlægðar milli almennings og valdhafa. Þegar siðferðileg ábyrgð víkur fyrir markaðslegri hugsun, þá verður lýðræðið veikara. Það er engin tilviljun að slík ummæli koma frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, flokks sem hefur lengi átt í tilfinningasambandi við sérhagsmuni sjávarútvegsins og stundað pólitískt afneitunarferli gagnvart gagnrýni almennings. Það má vera að Sigríður telji skattlagningu ekki vera siðferðilegt mál – en í því felst bæði vanmat og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu samtali, hlutverki stjórnmálamanna og ábyrgð þeirra gagnvart þjóðinni. Stjórnendur bera ekki aðeins lagalega ábyrgð – heldur líka siðferðislega. Og það ætti lögmaður að vita. En í ljósi þess að Sigríður hefur einungis réttindi til að fara með mál í héraðsdómi, þá er það nokkuð víst að hún hafi ekki það gott vald á megininnihaldi laganna og hvernig eigi að túlka þau. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun