Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar 13. maí 2025 13:32 Íþróttir, almennings- jafnt sem afreksíþróttir spila lykilhlutverk í heilbrigði þjóðar. Það er óumdeilt að skipulagt íþrótta- æskulýðs og tómstundastarf barna og unglinga er besta forvörnin. Það er ekki síður mikilvægt að tryggja hreyfingu og virkni á efri árum og allt æviskeiðið. Afreksmiðstöð til almannaheilla Ég óska íþróttafólkinu okkar til hamingju með stofnun afreksmiðstöðvar, faglegs vettvangs sem stjórnstöð afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta er langþráður áfangi, en er í raun „stærra“ mál en miðstöðin sem slík, eftirsóknarverð sem hún er. „Miðstöðin mun ekki aðeins bæta íslenskt íþróttalíf, hún mun bæta íslenskt þjóðfélag,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri og formaður starfshópsins sem leiddi vinnuna (viðtal við RÚV 6. maí). Ég, undirritaður, tek undir þessi orð og nota hér tækifærið til að fagna þessum mikilvæga áfanga og þakka fyrir vinnu starfshópsins og samvinnu stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar. Afreksmiðstöðin verður farsæl ef við byggjum samhliða upp og eflum enn frekar barna- og unglingastarfið og leggjum áherslu á forvarnir og almenningsíþróttir. Afraksturinn af því verður bættar forvarnir, öflugri einstaklingar, breiðara gjöfulla afreksstarf og heilbrigðara þjóðfélag. Í skýrslu starfshópsins kemur skýrt fram að útfærðar tillögur byggja á breiðri skírskotun og hefur kjölfestu í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem stuðlar að bættri heilsu og heilbrigði allra um land allt og muni þannig til lengri tíma litið hafa jákvæð áhrif á heilsu og velferð þjóðfélagsins (Áfram Ísland, skýrsla starfshóps, apríl 2024). Þróunarpýramídi íþróttastarfs (Úr skýrslu starfshópsins, bls. 12). Lengi býr að fyrstu gerð Afreksfólkið byrjar einhvers staðar! Mikilvægast er að tryggja öllum börnum og unglingum jafnt aðgengi að faglegu og skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi um allt land. Fjölmargar rannsóknir staðfesta það að skipulagt íþrótta-, æskulýðs og tómstundastarf fyrir börn og unglinga er besta forvarnarleiðin sem til er. Þessar rannsóknir sýna að unglingar sem sem taka þátt í íþróttum og skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi reykja síður, drekka minna, neyta síður fíkniefna, öðlast meira sjálfstraust, þjást síður af þunglyndi, sýna oftar betri námsárangur og líður almennt betur (Ágúst Einarsson, 2021 vísað í fjölda rannsókna.) Þá er það jafnframt staðreynd að fjölbreytt tækifæri og aðgengi barna og unglinga til þess að prófa sig áfram og stunda fjölbreytta hreyfingu og iðkun fleiri en einnar greinar eykur líkur á því að ná auknum árangri í einni íþróttagrein síðar á lífsleiðinni. Nauðsynlegt er því að tryggja aðgengi að fjölbreyttu skipulögðu íþróttastarfi, efla aðbúnað og starfsumhverfi íþrótta- og ungmennafélaga um allt land til að tryggja áfram breiða þátttöku. Hér eru jafnframt mikil tækifæri í aukinni samvinnu við skólakerfið og farsældaraðgerðir í þágu barna. Tryggjum þátttöku og virkni alla ævi Við verðum ekki öll afreksfólk í íþróttum og þá er það takmarkaður tími ævinnar sem við stundum íþróttir á afreksstigi. Það blasir við að með aldri fækkar þeim sem keppa á afreksstigi. Mikilvægast af öllu er að viðhalda virkni í gegnum lífið hvort heldur við verðum afreksfólk í íþróttum eða ekki. Það sem skiptir mestu máli fyrir lýðheilsu og velferð þjóðar er að tryggja ástundun og virkni allt æviskeiðið og ekkert síður þegar við eldumst. Það er eins og með skipulagt barna- og unglingastarf staðreynt með fjölda rannsókna (sjá m.a. Ágúst Einarsson 2019, 2021, Janus Guðlaugsson 2014 ofl.). Tækifærin hér eru fólgin í aukinni samvinnu allra þeirra sem veita fjölbreytt framboð fyrir alla aldurshópa, stefnumótun og fjármögnuðum aðgerðum með ríki og sveit. Samvinna, samtal og skipulag Undirritaður er fullviss um að íþróttahreyfingin er tilbúin að gegna lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum, lýðheilsu og velferð þjóðarinnar. Þar er fjöldinn, vettvangurinn og þekkingin. Hér þarf samvinnu stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar, stefnumótun, sem felur í sér fjármagnaða aðgerðaáætlun. Í þessari vinnu er nauðsynlegt að ávarpa nokkra þætti, sem ekki er þó tæmandi listi. Endurskoðun heildarskipulags Skipulag íþróttahreyfingarinnar þarf að móta fyrir grasrótina og á að tryggja þjónandi skipulag fyrir fólkið á vettvangi. Hér þarf að kalla eftir sýn grasrótar á hlutverkaskipan, boðmiðlun og samvinnu ÍSÍ og UMFÍ við héröðin, samböndin og félögin (sjá m.a. tillögur starfshópa um afreksíþróttir 2024 og almenningsíþróttir 2023). Aðild að stefnumótun stjórnvalda Taka þarf upp íþróttastefnu og móta fjármagnaða aðgerðaráætlun, sem á þá erindi í fjármálaáætlun. Í þeirri vinnu þarf að tryggja samhljóm við aðra stefnumótun stjórnvalda (heilbrigðisáætlun 2030, lýðheilsustefna 2030, aðgerðaáætlun um lýðheilsuáætlun 2023-2027, geðheilbrigðisáætlun 2023-2028, farsæld í þágu barna, og Gott að eldast aðgerðaráætlun 2023-2027). Ábatagreining, tölfræði- og gagnavinnsla Gögn og lykilmælikvarðar eru forsenda ákvörðunartöku. Íþróttahreyfingin þarf að taka frumkvæði að skipulagsbreytingum, gagnsöfnun og tölfræðiúrvinnslu, bæta tölfræðivinnslu og gögn sem draga fram jöfnum höndum ábata og árangur aðgerða. Í þessu samhengi er t.a.m. betur hægt að líta til þess að auka fjármagn í ferðajöfnunarsjóði og mæta kostnaði vegna gistingar fyrir þá sem þurfa að sækja keppni um langan veg. Styðja betur við sjálfboðaliðastarf Stór hluti af starfsemi íþróttahreyfingarinnar hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem á undir högg að sækja með auknum kröfum og ýmsum ábyrgðarþáttum. Sífellt eru gerðar meiri kröfur um faglega aðkomu, skattskil, fjármögnun o.s.frv. Tryggja starf og fjármögnun svæðisfulltrúa Tryggja þarf áframhaldandi vinnu svæðisfulltrúa, fjármögnun og starf nýrra svæðisfulltrúa sem gegna þjónandi hlutverki til að styrkja stefnumótun og aðgerðir í öllum íþróttahéröðum landsins. Meta þarf árangur af því starfi í samræmi við fyrirætlanir og markmið um samræmingu innan svæða, inngildingu, farsæld og forvarnir. Skattamál og ívilnanir Leiða þarf samtal við stjórnvöld um skattskil íþróttafélaga, ábyrgð sjálfboðaliða og skattalega hvata. Það má gera undir hatti almannaheilla og skráningar hjá Skattinum. Mótvægisaðgerðir vegna breyttrar tekjuskiptingar lottótekna Breytt skipting hefur komið misjafnlega niður og illa víða, allt að 90% tekjuskerðing hjá héraðssamböndum, sem kemur illa við félagsstarfið á þeim svæðum. Íþróttahreyfingin gegnir lykilhlutverki hér á landi í þágu lýðheilsu og velferðar þjóðfélagsins. Hún er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi og getur virkjað fjöldann og tryggt almenna þátttöku allt æviskeiðið. Samvinna íþróttahreyfingarinnar og stjórnvalda í þágu lýðheilsu og velferðar þjóðfélagsins er alger forsenda þess að okkur takist til framtíðar að draga úr kostnaði við velferðarþjónustu síðar meir. Höfundur er í framboði til forseta ÍSÍ og er tilbúinn til þess að fara í þessa vinnu með íþróttahreyfingunni og í samvinnu við stjórnvöld. Greinarhöfundur er fyrrverandi þingmaður, formaður fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra. Heimildir Efling almenningsíþróttastarfs (Mennta- og barnamálaráðuneytið, skýrsla starfshóps, október 2024) Áfram Ísland! (Mennta- og barnamálaráðuneytið, skýrsla starfshóps, apríl 2024) Íþróttir hérlendis í alþjóðlegu samhengi (Ágúst Einarsson, 2021) Íslensk heilbrigðismál í alþjóðlegu samhengi (Ágúst Einarsson, 2019) Aðgerðaáætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu (heilbrigðisráðuneytið, 2024) Geðheilbrigðisáætlun (heilbrigðisráðuneytið, 2022) Íþróttastefna (Stjórnarráðið, 2019) Fjölþætt heilsurækt, leið að farsælli öldrun (Dr. Janus Guðlaugsson, 2014) Íþróttir á Íslandi, umfang og hagræn áhrif (Dr. Viðar Halldórsson og Dr. Þórólfur Þórlindsson, 2015) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íþróttir, almennings- jafnt sem afreksíþróttir spila lykilhlutverk í heilbrigði þjóðar. Það er óumdeilt að skipulagt íþrótta- æskulýðs og tómstundastarf barna og unglinga er besta forvörnin. Það er ekki síður mikilvægt að tryggja hreyfingu og virkni á efri árum og allt æviskeiðið. Afreksmiðstöð til almannaheilla Ég óska íþróttafólkinu okkar til hamingju með stofnun afreksmiðstöðvar, faglegs vettvangs sem stjórnstöð afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta er langþráður áfangi, en er í raun „stærra“ mál en miðstöðin sem slík, eftirsóknarverð sem hún er. „Miðstöðin mun ekki aðeins bæta íslenskt íþróttalíf, hún mun bæta íslenskt þjóðfélag,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri og formaður starfshópsins sem leiddi vinnuna (viðtal við RÚV 6. maí). Ég, undirritaður, tek undir þessi orð og nota hér tækifærið til að fagna þessum mikilvæga áfanga og þakka fyrir vinnu starfshópsins og samvinnu stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar. Afreksmiðstöðin verður farsæl ef við byggjum samhliða upp og eflum enn frekar barna- og unglingastarfið og leggjum áherslu á forvarnir og almenningsíþróttir. Afraksturinn af því verður bættar forvarnir, öflugri einstaklingar, breiðara gjöfulla afreksstarf og heilbrigðara þjóðfélag. Í skýrslu starfshópsins kemur skýrt fram að útfærðar tillögur byggja á breiðri skírskotun og hefur kjölfestu í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem stuðlar að bættri heilsu og heilbrigði allra um land allt og muni þannig til lengri tíma litið hafa jákvæð áhrif á heilsu og velferð þjóðfélagsins (Áfram Ísland, skýrsla starfshóps, apríl 2024). Þróunarpýramídi íþróttastarfs (Úr skýrslu starfshópsins, bls. 12). Lengi býr að fyrstu gerð Afreksfólkið byrjar einhvers staðar! Mikilvægast er að tryggja öllum börnum og unglingum jafnt aðgengi að faglegu og skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi um allt land. Fjölmargar rannsóknir staðfesta það að skipulagt íþrótta-, æskulýðs og tómstundastarf fyrir börn og unglinga er besta forvarnarleiðin sem til er. Þessar rannsóknir sýna að unglingar sem sem taka þátt í íþróttum og skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi reykja síður, drekka minna, neyta síður fíkniefna, öðlast meira sjálfstraust, þjást síður af þunglyndi, sýna oftar betri námsárangur og líður almennt betur (Ágúst Einarsson, 2021 vísað í fjölda rannsókna.) Þá er það jafnframt staðreynd að fjölbreytt tækifæri og aðgengi barna og unglinga til þess að prófa sig áfram og stunda fjölbreytta hreyfingu og iðkun fleiri en einnar greinar eykur líkur á því að ná auknum árangri í einni íþróttagrein síðar á lífsleiðinni. Nauðsynlegt er því að tryggja aðgengi að fjölbreyttu skipulögðu íþróttastarfi, efla aðbúnað og starfsumhverfi íþrótta- og ungmennafélaga um allt land til að tryggja áfram breiða þátttöku. Hér eru jafnframt mikil tækifæri í aukinni samvinnu við skólakerfið og farsældaraðgerðir í þágu barna. Tryggjum þátttöku og virkni alla ævi Við verðum ekki öll afreksfólk í íþróttum og þá er það takmarkaður tími ævinnar sem við stundum íþróttir á afreksstigi. Það blasir við að með aldri fækkar þeim sem keppa á afreksstigi. Mikilvægast af öllu er að viðhalda virkni í gegnum lífið hvort heldur við verðum afreksfólk í íþróttum eða ekki. Það sem skiptir mestu máli fyrir lýðheilsu og velferð þjóðar er að tryggja ástundun og virkni allt æviskeiðið og ekkert síður þegar við eldumst. Það er eins og með skipulagt barna- og unglingastarf staðreynt með fjölda rannsókna (sjá m.a. Ágúst Einarsson 2019, 2021, Janus Guðlaugsson 2014 ofl.). Tækifærin hér eru fólgin í aukinni samvinnu allra þeirra sem veita fjölbreytt framboð fyrir alla aldurshópa, stefnumótun og fjármögnuðum aðgerðum með ríki og sveit. Samvinna, samtal og skipulag Undirritaður er fullviss um að íþróttahreyfingin er tilbúin að gegna lykilhlutverki þegar kemur að forvörnum, lýðheilsu og velferð þjóðarinnar. Þar er fjöldinn, vettvangurinn og þekkingin. Hér þarf samvinnu stjórnvalda og íþróttahreyfingarinnar, stefnumótun, sem felur í sér fjármagnaða aðgerðaáætlun. Í þessari vinnu er nauðsynlegt að ávarpa nokkra þætti, sem ekki er þó tæmandi listi. Endurskoðun heildarskipulags Skipulag íþróttahreyfingarinnar þarf að móta fyrir grasrótina og á að tryggja þjónandi skipulag fyrir fólkið á vettvangi. Hér þarf að kalla eftir sýn grasrótar á hlutverkaskipan, boðmiðlun og samvinnu ÍSÍ og UMFÍ við héröðin, samböndin og félögin (sjá m.a. tillögur starfshópa um afreksíþróttir 2024 og almenningsíþróttir 2023). Aðild að stefnumótun stjórnvalda Taka þarf upp íþróttastefnu og móta fjármagnaða aðgerðaráætlun, sem á þá erindi í fjármálaáætlun. Í þeirri vinnu þarf að tryggja samhljóm við aðra stefnumótun stjórnvalda (heilbrigðisáætlun 2030, lýðheilsustefna 2030, aðgerðaáætlun um lýðheilsuáætlun 2023-2027, geðheilbrigðisáætlun 2023-2028, farsæld í þágu barna, og Gott að eldast aðgerðaráætlun 2023-2027). Ábatagreining, tölfræði- og gagnavinnsla Gögn og lykilmælikvarðar eru forsenda ákvörðunartöku. Íþróttahreyfingin þarf að taka frumkvæði að skipulagsbreytingum, gagnsöfnun og tölfræðiúrvinnslu, bæta tölfræðivinnslu og gögn sem draga fram jöfnum höndum ábata og árangur aðgerða. Í þessu samhengi er t.a.m. betur hægt að líta til þess að auka fjármagn í ferðajöfnunarsjóði og mæta kostnaði vegna gistingar fyrir þá sem þurfa að sækja keppni um langan veg. Styðja betur við sjálfboðaliðastarf Stór hluti af starfsemi íþróttahreyfingarinnar hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem á undir högg að sækja með auknum kröfum og ýmsum ábyrgðarþáttum. Sífellt eru gerðar meiri kröfur um faglega aðkomu, skattskil, fjármögnun o.s.frv. Tryggja starf og fjármögnun svæðisfulltrúa Tryggja þarf áframhaldandi vinnu svæðisfulltrúa, fjármögnun og starf nýrra svæðisfulltrúa sem gegna þjónandi hlutverki til að styrkja stefnumótun og aðgerðir í öllum íþróttahéröðum landsins. Meta þarf árangur af því starfi í samræmi við fyrirætlanir og markmið um samræmingu innan svæða, inngildingu, farsæld og forvarnir. Skattamál og ívilnanir Leiða þarf samtal við stjórnvöld um skattskil íþróttafélaga, ábyrgð sjálfboðaliða og skattalega hvata. Það má gera undir hatti almannaheilla og skráningar hjá Skattinum. Mótvægisaðgerðir vegna breyttrar tekjuskiptingar lottótekna Breytt skipting hefur komið misjafnlega niður og illa víða, allt að 90% tekjuskerðing hjá héraðssamböndum, sem kemur illa við félagsstarfið á þeim svæðum. Íþróttahreyfingin gegnir lykilhlutverki hér á landi í þágu lýðheilsu og velferðar þjóðfélagsins. Hún er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi og getur virkjað fjöldann og tryggt almenna þátttöku allt æviskeiðið. Samvinna íþróttahreyfingarinnar og stjórnvalda í þágu lýðheilsu og velferðar þjóðfélagsins er alger forsenda þess að okkur takist til framtíðar að draga úr kostnaði við velferðarþjónustu síðar meir. Höfundur er í framboði til forseta ÍSÍ og er tilbúinn til þess að fara í þessa vinnu með íþróttahreyfingunni og í samvinnu við stjórnvöld. Greinarhöfundur er fyrrverandi þingmaður, formaður fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra. Heimildir Efling almenningsíþróttastarfs (Mennta- og barnamálaráðuneytið, skýrsla starfshóps, október 2024) Áfram Ísland! (Mennta- og barnamálaráðuneytið, skýrsla starfshóps, apríl 2024) Íþróttir hérlendis í alþjóðlegu samhengi (Ágúst Einarsson, 2021) Íslensk heilbrigðismál í alþjóðlegu samhengi (Ágúst Einarsson, 2019) Aðgerðaáætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu (heilbrigðisráðuneytið, 2024) Geðheilbrigðisáætlun (heilbrigðisráðuneytið, 2022) Íþróttastefna (Stjórnarráðið, 2019) Fjölþætt heilsurækt, leið að farsælli öldrun (Dr. Janus Guðlaugsson, 2014) Íþróttir á Íslandi, umfang og hagræn áhrif (Dr. Viðar Halldórsson og Dr. Þórólfur Þórlindsson, 2015)
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar