Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. maí 2025 08:00 Rithöfundurinn og verkfræðingurinn Yrsa Sigurðardóttir ræddi við blaðamann um langan og skemmtilegan ferilinn, lífið og nýja sjónvarpsseríu byggða á bók hennar. Vísir/Anton Brink „Maður reynir að endurtaka sig ekki því það er agalegt,“ segir rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Yrsa er einhver farsælasti og þekktasti rithöfundur landsins og hefur haldið lesendum víða um heim á tánum í fjölda ára. Blaðamaður ræddi við Yrsu um lífið, skrifin og sjónvarpsseríuna Reykjavík 112 sem er byggð á bók hennar DNA. Hryllingur hefur heillað Yrsu Sigurðardóttur frá því hún var barn og í dag er afar fátt afþreyingarefni sem getur hrætt hana. Yrsa, sem er fædd árið 1963, er menntaður verkfræðingur og byrjaði að gefa út bækur eftir þrítugt. Fyrstu bækur hennar voru barnabækur en hún fann fljótt að glæpir og hræðilegheit kölluðu á hana í skrifunum. Í dag hefur hún gefið út fjölda bóka um allan heim, takmarkar sig aldrei við afmarkað viðfangsefni og er dugleg að ögra sér. Yrsa hefur allt annað en óhugnanlega nærveru, er mikill húmoristi og hefur yfirvegað og hlýtt viðmót. Vildi halda upp á tíundu bókina með óhefðbundnum morðaðferðum Bókin DNA er ein af hennar vinsælustu bókum og kom upphaflega út árið 2014. Hún hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan, var valin besta glæpasagan í Danmörku og var nýverið tilnefnd sem besta glæpasagan á Spáni. „Þegar ég skrifaði hana var þetta tíunda glæpasagan mín. Mig langaði að halda upp á það ef ég get orðað það þannig og ákvað að vera ekki með hefðbundnar morðaðferðir,“ segir Yrsa. DNA var tíunda glæpasagan sem Yrsa sendi frá sér. Af því tilefni ákvað hún að leita nýja leiða fyrir morðingja sögunnar.Vísir/Anton Brink Án þess að fara út í nein smáatriði af virðingu við þá sem eiga eftir að lesa bókina DNA og sjá þættina 112 Reykjavík þá er morðvopnið ryksuga. Aðspurð hvernig sú hugmynd hefði komið til hennar svarar Yrsa: „Maður reynir að endurtaka sig ekki, það er agalegt. Svo verður það náttúrulega erfiðara og erfiðara. Mig langaði að prófa eitthvað aðeins öðruvísi, þess vegna kom ryksugan. Ég var að hugsa um aðferðir til að drepa karaktera án þess að vera ætla að fara út í eitthvað á borð við Saw myndirnar. Eitt af því sem drepur er að þú sért ekki með neitt súrefni. Út frá því kom þetta. Allt á svona léttum nótum.“ Heldur sig frá handritaskrifunum Þættirnir 112 Reykjavík sem byggðir eru á DNA fóru af stað á Sjónvarpi Símans í apríl og lokaþáttur fer í loftið í kvöld. Viðtökurnar hafa verið góðar og er Yrsa virkilega glöð með útkomuna. „Það er ekkert mál að láta bókina frá sér í svona verkefni ef maður treystir þeim sem taka við. Maður myndi ekki láta bækurnar sínar í hendur einhvers sem maður treystir ekki, því ég kýs að vera ekki með í ferlinu og er ekki að skipta mér að handritsskrifum, því það er bara ekki mín deild. Ég sé þetta þannig fyrir mér að ef bókin er barnið mitt þá er bíómynd eða sjónvarpsþáttur barnabarnið. Það er ekki smart að amman sé eitthvað að skipta sér að getnaðinum,“ segir Yrsa kímin og bætir við: „Þannig maður þarf að vera viss um að þetta sé teymi sem maður treystir. Þetta er líka allt önnur leið til þess að segja sögu.“ Hér má sjá stiklu úr þáttunum 112 Reykjavík: Klippa: 112 Reykjavík - Stikla Hún segir mikilvægt að átta sig á því að í svona ferli þurfi að breyta miklu. „Ef þetta fer yfir í bíómynd þá þarf að skera svakalega mikið úr. Kuldi varð til dæmis bæði að bíómynd og sjónvarpsþáttum. Þættirnir komust mikið nær bókinni því það var svo mikið sem komst ekki fyrir í bíómyndinni. Reykjavík 112 eru sex þættir í ágætis lengd og þá þarf að bæta við. Það er bara partur af programmet. Þetta er svo vel gert hjá þeim og ég er ofsalega ánægð með þetta. Ég er ekki búin að lesa handritið þannig ég er bara að sjá hvern þátt eins og allir aðrir. Það er svolítið skemmtilegt.“ Bíður með að kaupa kjólinn fyrir rauða dregilinn Yrsa segir að það sé algengt að bækur séu teknar fyrir sem möguleiki fyrir kvikmynd eða sjónvarpsþætti. Ferlið geti svo tekið langan tíma og oft verði ekkert úr því. „Fyrst þegar maður fær tilkynningu um þennan áhuga þá verður maður alveg ægilega spenntur og glaður. En nú veit ég að ég er ekki að fara að kaupa kjól fyrir rauða dregilinn því það er allsendis óvíst að það verði eitthvað af því og ef það yrði loksins að því þá væri kjóllinn líklega dottinn úr tísku, jafnvel þó búinn að fara allan hringinn og kominn aftur í tísku.“ Þegar verður að verkefninu segist Yrsa alltaf mjög spennt að sjá leikaravalið. „Því þó ég sé ekki alveg beint með andlitin á karakterunum í höfðinu þá þegar ég skrifa þá reyni ég alltaf að sjá fyrir mér senurnar og sjá það sem er að gerast. Mér finnst auðveldara að skrifa það ef ég sé það fyrir mér, hvað er hægt að gera raunverulega og þá er ekki eitthvað klúður. Þannig það er gaman að sjá andlitin sem leikstjórarnir og framleiðendurnir sjá fyrir sér sem þessa karaktera. Mér finnst leikaravalið í Reykjavík 112 alveg frábært.“ Með helstu hlutverk í Reykjavík 112 fara Kolbeinn Arnbjörnsson, Vivian Ólafsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir. „Kolbeinn og Vivian sem fara með aðalhlutverkin sem lögreglumaðurinn Huldar og sálfræðingurinn Freyja vildu hitta mig til að ræða karakterana og það var virkilega skemmtilegt. Og vá, litla stúlkan hún Valdís Brynja, hún er bara algjörlega ótrúleg í þessu hlutverki,“ segir Yrsa en Valdís fer með stórt hlutverk sem hin unga Margrét í þáttunum og á mikinn leiksigur. Útlitið skipti ekki máli Útlit karakteranna hefur aldrei spilað veigamikið hlutverk í skrifum Yrsu. „Þegar ég byrjaði að skrifa var ég að skrifa barnabækur. Þær voru myndskreyttar þannig ég þurfti lítið að pæla í útlitslýsingum. Mér finnst ekki gaman að lýsa útliti fólks, ég reyni að gera sem minnsta af því en það verður að vera eitthvað. Svo eru til höfundar eins og Karin Slaughter, sem er auðvitað frábært nafn á glæpasagnahöfundi. Hún lýsir útliti karakterana bara ekki neitt og mér finnst það frábært. Í lífinu manni er alveg sama hvernig fólk lítur út. Það er það sem það hefur að geyma sem skiptir máli og það kannski smitast út í skrifin.“ Yrsa byrjaði eftir þrítugt að skrifa og segir að sér hafi á þeim tíma fundist hún hrikalega gömul. „Mér fannst ég alveg rosalega sein að byrja en í dag horfir það öðruvísi við. Fyrstu bækurnar voru svolítið grín, krakkar að lenda í vitleysislegum aðstæðum og ég var orðin mjög þreytt á því að vera fyndin. Það er mjög erfitt að vera fyndin alltaf.“ Hryllingur og glæpir kölluðu á Yrsu sem var orðin þreytt á að vera fyndin í skrifum!Vísir/Anton Brink Þá kallaði á hana að skrifa fyrir þroskaðri lesendur. „Það er svo margt sem þú getur ekki sett í barnabók. Þú vilt ekki vera að menga barn með einhverju ógeði. Frá því ég var lítil hef ég elskað glæpasögur og hrylling, það var lengi löngun hjá mér að skrifa svoleiðis bækur þannig það stökk yfir var ekkert svo erfitt. Ég var upphaflega búin að ákveða að hætta bara að skrifa. Svo leið eitt ár þar sem ég gerði ekkert og svo fann ég að mig langaði að skrifa fyrir eldri lesendahóp.“ Aldrei þekkt fyrir mildari krimma Fyrsta glæpasagan sem Yrsa sendi frá sér kom út árið 1998 og heitir Þar lágu Danir í því. Með hverri bók segist Yrsa leyfa sér að vera aðeins hryllilegri þrátt fyrir að vera seint þekkt fyrir krúttlegheit í skrifum. „Ég var stödd á glæpasagnaviðburði úti einhvern tíma og það var verið að ræða það sem er kallað cosy crime eða mildari krimmi, svolítið í anda Agöthu Christie. Þarna var ég eitthvað eitthvað að segja að í upphafi hafi ég skrifað slíkar bækur. Þá var einhver fyrir aftan mig sem bankar í öxlina á mér og segir: „Heyrðu fyrirgefðu þú tókst augun úr einhverjum með teskeið, þú varst ekki að skrifa cosy crime í fyrstu bókinni þinni“. Sá karakter var dáinn þegar það gerðist, það skal tekið fram.“ „Morð eru bara andstyggileg, þau eru aldrei falleg“ Hún segir að sama skapi mikilvægt að muna að morð eru alltaf ógeðsleg. „Ég held að allir höfundar skrifi bókina sem þeir sjálfir myndu vilja lesa. Þetta er það sem mér finnst skemmtilegt, hafandi alltaf í huga að morð eru bara andstyggileg. Þau eru aldrei falleg. Þetta er spurning um að velja sér leið til að vera raunsær án þess að vera að velta sér of mikið upp úr ógeðinu. Fólk sem les suma kafla í mínum bókum finnst eins og þeir hafi verið skrifaðir í miklu meiri smáatriðum en þeir voru. En það er þá bara að gerast í höfðinu á lesandanum. Maður er ekki að elta hvern blóðdropa sem slettist, mjög oft gerist atburðarásin eftir að morðið hefur átt sér stað.“ Best fyrir bókina þegar henni finnst hún skelfileg Það er margt sem þarf að huga að þegar glæpasaga er skrifuð og segir Yrsa þetta mikla rússíbanareið. „Maður flakkar á milli þess að hugsa vá, þetta er frábært og oh, þetta er hræðilegt. Tímarnir þegar maður hugsar vá, þetta er alveg skelfilega lélegt eru þeir lang bestu fyrir bókina. Því þá fer maður yfir hvert smáatriði bókarinnar og er að bæta betrumbæta. Bækur eru ekkert ódýrar og jafnvel þótt þú fáir hana á bókasafni þá ertu að gefa af tímanum þínum með því að lesa þær. Maður vill ekki valda lesandanum vonbrigðum því það er það hræðilegasta. Maður vill að lesandinn verði sáttur, auðvitað get ég ekki gert kröfu um það að hann verði frábærlega glaður en maður vill ekki að hann hugsi: Hvaða djöfulsins tímaeyðsla var þetta.“ Yrsu langar gríðarlega mikið að skrifa hryllingssögu sem gerist í geimnum.Vísir/Anton Brink Yrsa ætlar að halda áfram að skrifa á meðan hún hefur gaman að því þó hún sjái ekki endilega fyrir sér að gefa út bækur alveg ofan í kistuna. „Ég er núna að skrifa bók sem er stök og er búin með Huldar og Freyju seríuna, það voru bara fjórar bækur. Ástæðan fyrir því er þetta með að maður er að verða eldri. Ég veit ekki hvað ég held áfram lengi og eitt af því sem mig langar rosalega að gera er að skrifa hryllingssögu sem gerist úti í geimnum. Mig langar að tryggja það að ég hafi tíma í það því það kallar á rosalega mikla rannsóknarvinnu. Því ég reyni yfirleitt að sinna þeirri hlið vel og fara á staðinn, það verður náttúrulega ekki hlaupið að því,“ segir Yrsa og hlær. Mikilvæg jarðtenging í verkfræðinni Samhliða skrifum er Yrsa menntaður byggingaverkfræðingur og starfar sem slíkur. „Ég er ekki í fullu starfi við það og get ekki tekið lengur þátt í risaverkefnum sem er synd en maður tekur þó þátt í því sem maður treystir sér til að gera og gerir vel. Ástæðan fyrir því að ég minnkaði við mig var ekki að skrifin væru að taka yfir því mér fannst ég geta gert það á kvöldin. En starfinu fylgja mikil ferðalög og mér var farið að finnast ég ekki ná að sinna vinnu og skrifum eins vel og ég gæti. Ég var alltaf að hugsa að ég vildi að ég hefði meiri tíma og því ákvað ég þetta. En mér þykir rosalega vænt um vinnuna mína og myndi alls ekki vilja hætta. Þetta er jarðtenging.“ Mikill sjálfsefi fyrir útgáfu vinsælustu bókarinnar Það er erfitt að gera upp á milli bókanna sinna en þó er ákveðin bók sem Yrsa heldur alltaf mikið upp á. „Ég man þig var fyrsta drauga hryllings bókin sem ég skrifa. Það var gert því mig langaði svo rosalega að skrifa slíka bók en þá var ég búin að vera að skrifa bara glæpasögur. Þetta var svolítið út úr kú og passaði ekki við fyrri skrif. Það er ekkert markaðslega sniðugt að gera eins og ég, hoppa á milli flokka, og það væri sniðugra líklegra að halda sig við eitthvað eitt. En ef þú ert að skrifa bara fyrir markaðinn eða það sem þú heldur að fólk vilji þá ertu komin á smá hálan ís.“ Irsa Sigurðardóttir segir að maður sé kominn á smá hálan ís ef skrifin eru farin að snúast alfarið um markaðinn.Vísir/Anton Brink Yrsa hafði mikla þörf til að skrifa þessa bók og gerði það. „Í fyrsta lagi hélt hún væri ekki nógu draugaleg og væri fáránlega asnaleg og svo hélt ég að enginn myndi kaupa þetta. En ég bara þurfti að skrifa hana. Þannig það kom mér svo rosalega skemmtilega á óvart að hún féll í kramið, ekkert hjá öllum enda er það ekkert hægt og það hefur maður lært. Þegar ég var að byrja þá vildi ég að allir elskuðu bækurnar. Svo lærir maður að það er engin ein bók allra. Það er bara allt í lagi. Maður getur ekkert skrifað bók sem allir hoppa af gleði yfir og finnst frábær. En fyrst um sinn er erfitt að sætta sig við það, þegar einhver var bara: „Guð minn góður hvað þetta ömurlegt“. Það er ekkert skemmtilegt,“ segir Yrsa kímin. Erfitt að læra að taka hrósi Hún segir að fólk hafi aðallega gefið sig á slíkt tal þegar það var í glasi. „Þegar ég var yngri var maður meira úti á lífinu og kannski frekar var við þetta. En ég er líka af þeirri kynslóð að það var ekkert verið að hrósa mikið og maður kann heldur ekkert að taka hrósi. Þetta er eitthvað sem maður þarf hreinlega að vinna í. Því ef einhver segði við mig bara: Vá, ég elska bækurnar þínar þær eru frábærar þá myndi ég segja: Já nei, nei þú gerir það ekkert, eitthvað svona fáránlegt,“ segir Yrsa hlæjandi og bætir við: „Þannig á tímabili fannst mér eiginlega bara skárra þegar fólk kom og sagði: „Djöfull var síðasta bókin þín óþolandi leiðinleg“. En svo lærir maður að segja takk kærlega fyrir þegar hrósin koma. Auðvitað skiptir þetta mann máli og því skal haldið til haga að ég er alls ekki að segja að fólk eigi að koma og hrauna yfir mig.“ Glæpasagnahöfundar hið ljúfasta fólk Sjálfsefinn er að sögn Yrsu að sama skapi órjúfanlegur hluti af ferlinu. „Það fylgir því að skrifa, semja tónlist, jafnvel vera blaðamaður, að gera eitthvað þar sem nafnið þitt er merkt og þú stendur og fellur með því sem þú ert að gera. Þú ert ekki að vinna í teymi eins og til dæmis í verkfræðinni þar sem hópur getur fundið bestu lausnirnar og það er svolítið erfitt að standa einn og vera einhvers konar opinber persóna. Maður hugsar stundum að kannski hefði verið betra að vera bara með dulnefni en það er ekki vel séð.“ Sömuleiðis er algengt að fólk haldi að verkin endurspegli persónu þess sem er á bak við þau. „Fyrst til að byrja með þá héldu mjög margir að ég væri hrikalega eitthvað grimm manneskja. Það er nefnilega algjörlega þveröfugt. Þeir glæpasagnahöfundar sem maður hefur kynnst bæði hérlendis og erlendis yfirleitt er það hið ljúfasta fólk. Ég er búin að vera að hugsa svolítið um þetta og ég held að yfirleitt sé þetta þannig að til þess að átta sig á því hvað sé hræðilegt og hvað sé andstyggilegt þá máttu ekki vera slík manneskja sjálf. Þá myndirðu ekki koma auga á það sem er áhugavert við svona furðulega andstyggilega atburði. Ég held til dæmis að sækópati myndi skrifa hrikalega lélega glæpasögu. En engin bók er allra og engin manneskja er allra. Maður þarf að sætta sig við það og reyna að vera góð manneskja, maður getur ekki gert neitt annað.“ Ómögulegt að hræða sjálfa sig Yrsu hefur tvímælalaust tekist að hræða fjöldan allan af lesendum en hún hefur þó aldrei náð að hræða sig sjálfa. „Nei, það er bara ekki hægt. Maður reynir auðvitað að sjá fyrir sér aðstæður sem maður myndi ekki vilja vera í sjálfur. En þetta myndast í manns eigin höfði, maður veit að þetta er ekki raunverulegt, þannig ég hef aldrei náð að hræða sjálfa mig með mínum eigin skrifum. Ég er alls ekki myrkfælin og ég elska hryllingsmyndir og hryllingsbækur, því miður er ekki mikið í boði af þeim lengur. Þetta átti svona sinn tíma. Ég var glaðasta manneskja í heimi síðla níunda áratugarins því þá komu margar mjög góðar hryllings bækur í kjölfarið á vinsældum Steven King. Því meira sem maður les og því meira sem maður horfir þá verður erfiðara að hræða mann. Mér getur brugðið þegar eitthvað óvænt kemur en ég verð aldrei eitthvað: „Guð minn góður ég þori ekki fram“. Það er alveg löngu farið úr mér.“ Sixth sense í uppáhaldi Þrátt fyrir að vera forfallinn hryllings fíkill segir Yrsa að það séu fáir í kringum hana með henni í því. Það er ekki nein svaka stemning fyrir hryllingsmyndum í minni fjölskyldu en sonur minn horfir samt með mér. Svo er auðvitað líka til alveg rosalega mikið af lélegum hryllingsmyndum í slasher stíl þar táningsstelpur hlaupa um á nærfötunum. Að lokum spyr blaðamaður hver sé hennar uppáhalds hryllingsmynd? „Af mörgum, mörgum þá held ég að Sixth sense sé mín uppáhalds, það er svo sturlað flott tvist á henni. The Others með Nicole Kidman er líka frábær.“ Þar hafið þið það! Bókmenntir Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Sjá meira
Hryllingur hefur heillað Yrsu Sigurðardóttur frá því hún var barn og í dag er afar fátt afþreyingarefni sem getur hrætt hana. Yrsa, sem er fædd árið 1963, er menntaður verkfræðingur og byrjaði að gefa út bækur eftir þrítugt. Fyrstu bækur hennar voru barnabækur en hún fann fljótt að glæpir og hræðilegheit kölluðu á hana í skrifunum. Í dag hefur hún gefið út fjölda bóka um allan heim, takmarkar sig aldrei við afmarkað viðfangsefni og er dugleg að ögra sér. Yrsa hefur allt annað en óhugnanlega nærveru, er mikill húmoristi og hefur yfirvegað og hlýtt viðmót. Vildi halda upp á tíundu bókina með óhefðbundnum morðaðferðum Bókin DNA er ein af hennar vinsælustu bókum og kom upphaflega út árið 2014. Hún hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan, var valin besta glæpasagan í Danmörku og var nýverið tilnefnd sem besta glæpasagan á Spáni. „Þegar ég skrifaði hana var þetta tíunda glæpasagan mín. Mig langaði að halda upp á það ef ég get orðað það þannig og ákvað að vera ekki með hefðbundnar morðaðferðir,“ segir Yrsa. DNA var tíunda glæpasagan sem Yrsa sendi frá sér. Af því tilefni ákvað hún að leita nýja leiða fyrir morðingja sögunnar.Vísir/Anton Brink Án þess að fara út í nein smáatriði af virðingu við þá sem eiga eftir að lesa bókina DNA og sjá þættina 112 Reykjavík þá er morðvopnið ryksuga. Aðspurð hvernig sú hugmynd hefði komið til hennar svarar Yrsa: „Maður reynir að endurtaka sig ekki, það er agalegt. Svo verður það náttúrulega erfiðara og erfiðara. Mig langaði að prófa eitthvað aðeins öðruvísi, þess vegna kom ryksugan. Ég var að hugsa um aðferðir til að drepa karaktera án þess að vera ætla að fara út í eitthvað á borð við Saw myndirnar. Eitt af því sem drepur er að þú sért ekki með neitt súrefni. Út frá því kom þetta. Allt á svona léttum nótum.“ Heldur sig frá handritaskrifunum Þættirnir 112 Reykjavík sem byggðir eru á DNA fóru af stað á Sjónvarpi Símans í apríl og lokaþáttur fer í loftið í kvöld. Viðtökurnar hafa verið góðar og er Yrsa virkilega glöð með útkomuna. „Það er ekkert mál að láta bókina frá sér í svona verkefni ef maður treystir þeim sem taka við. Maður myndi ekki láta bækurnar sínar í hendur einhvers sem maður treystir ekki, því ég kýs að vera ekki með í ferlinu og er ekki að skipta mér að handritsskrifum, því það er bara ekki mín deild. Ég sé þetta þannig fyrir mér að ef bókin er barnið mitt þá er bíómynd eða sjónvarpsþáttur barnabarnið. Það er ekki smart að amman sé eitthvað að skipta sér að getnaðinum,“ segir Yrsa kímin og bætir við: „Þannig maður þarf að vera viss um að þetta sé teymi sem maður treystir. Þetta er líka allt önnur leið til þess að segja sögu.“ Hér má sjá stiklu úr þáttunum 112 Reykjavík: Klippa: 112 Reykjavík - Stikla Hún segir mikilvægt að átta sig á því að í svona ferli þurfi að breyta miklu. „Ef þetta fer yfir í bíómynd þá þarf að skera svakalega mikið úr. Kuldi varð til dæmis bæði að bíómynd og sjónvarpsþáttum. Þættirnir komust mikið nær bókinni því það var svo mikið sem komst ekki fyrir í bíómyndinni. Reykjavík 112 eru sex þættir í ágætis lengd og þá þarf að bæta við. Það er bara partur af programmet. Þetta er svo vel gert hjá þeim og ég er ofsalega ánægð með þetta. Ég er ekki búin að lesa handritið þannig ég er bara að sjá hvern þátt eins og allir aðrir. Það er svolítið skemmtilegt.“ Bíður með að kaupa kjólinn fyrir rauða dregilinn Yrsa segir að það sé algengt að bækur séu teknar fyrir sem möguleiki fyrir kvikmynd eða sjónvarpsþætti. Ferlið geti svo tekið langan tíma og oft verði ekkert úr því. „Fyrst þegar maður fær tilkynningu um þennan áhuga þá verður maður alveg ægilega spenntur og glaður. En nú veit ég að ég er ekki að fara að kaupa kjól fyrir rauða dregilinn því það er allsendis óvíst að það verði eitthvað af því og ef það yrði loksins að því þá væri kjóllinn líklega dottinn úr tísku, jafnvel þó búinn að fara allan hringinn og kominn aftur í tísku.“ Þegar verður að verkefninu segist Yrsa alltaf mjög spennt að sjá leikaravalið. „Því þó ég sé ekki alveg beint með andlitin á karakterunum í höfðinu þá þegar ég skrifa þá reyni ég alltaf að sjá fyrir mér senurnar og sjá það sem er að gerast. Mér finnst auðveldara að skrifa það ef ég sé það fyrir mér, hvað er hægt að gera raunverulega og þá er ekki eitthvað klúður. Þannig það er gaman að sjá andlitin sem leikstjórarnir og framleiðendurnir sjá fyrir sér sem þessa karaktera. Mér finnst leikaravalið í Reykjavík 112 alveg frábært.“ Með helstu hlutverk í Reykjavík 112 fara Kolbeinn Arnbjörnsson, Vivian Ólafsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir. „Kolbeinn og Vivian sem fara með aðalhlutverkin sem lögreglumaðurinn Huldar og sálfræðingurinn Freyja vildu hitta mig til að ræða karakterana og það var virkilega skemmtilegt. Og vá, litla stúlkan hún Valdís Brynja, hún er bara algjörlega ótrúleg í þessu hlutverki,“ segir Yrsa en Valdís fer með stórt hlutverk sem hin unga Margrét í þáttunum og á mikinn leiksigur. Útlitið skipti ekki máli Útlit karakteranna hefur aldrei spilað veigamikið hlutverk í skrifum Yrsu. „Þegar ég byrjaði að skrifa var ég að skrifa barnabækur. Þær voru myndskreyttar þannig ég þurfti lítið að pæla í útlitslýsingum. Mér finnst ekki gaman að lýsa útliti fólks, ég reyni að gera sem minnsta af því en það verður að vera eitthvað. Svo eru til höfundar eins og Karin Slaughter, sem er auðvitað frábært nafn á glæpasagnahöfundi. Hún lýsir útliti karakterana bara ekki neitt og mér finnst það frábært. Í lífinu manni er alveg sama hvernig fólk lítur út. Það er það sem það hefur að geyma sem skiptir máli og það kannski smitast út í skrifin.“ Yrsa byrjaði eftir þrítugt að skrifa og segir að sér hafi á þeim tíma fundist hún hrikalega gömul. „Mér fannst ég alveg rosalega sein að byrja en í dag horfir það öðruvísi við. Fyrstu bækurnar voru svolítið grín, krakkar að lenda í vitleysislegum aðstæðum og ég var orðin mjög þreytt á því að vera fyndin. Það er mjög erfitt að vera fyndin alltaf.“ Hryllingur og glæpir kölluðu á Yrsu sem var orðin þreytt á að vera fyndin í skrifum!Vísir/Anton Brink Þá kallaði á hana að skrifa fyrir þroskaðri lesendur. „Það er svo margt sem þú getur ekki sett í barnabók. Þú vilt ekki vera að menga barn með einhverju ógeði. Frá því ég var lítil hef ég elskað glæpasögur og hrylling, það var lengi löngun hjá mér að skrifa svoleiðis bækur þannig það stökk yfir var ekkert svo erfitt. Ég var upphaflega búin að ákveða að hætta bara að skrifa. Svo leið eitt ár þar sem ég gerði ekkert og svo fann ég að mig langaði að skrifa fyrir eldri lesendahóp.“ Aldrei þekkt fyrir mildari krimma Fyrsta glæpasagan sem Yrsa sendi frá sér kom út árið 1998 og heitir Þar lágu Danir í því. Með hverri bók segist Yrsa leyfa sér að vera aðeins hryllilegri þrátt fyrir að vera seint þekkt fyrir krúttlegheit í skrifum. „Ég var stödd á glæpasagnaviðburði úti einhvern tíma og það var verið að ræða það sem er kallað cosy crime eða mildari krimmi, svolítið í anda Agöthu Christie. Þarna var ég eitthvað eitthvað að segja að í upphafi hafi ég skrifað slíkar bækur. Þá var einhver fyrir aftan mig sem bankar í öxlina á mér og segir: „Heyrðu fyrirgefðu þú tókst augun úr einhverjum með teskeið, þú varst ekki að skrifa cosy crime í fyrstu bókinni þinni“. Sá karakter var dáinn þegar það gerðist, það skal tekið fram.“ „Morð eru bara andstyggileg, þau eru aldrei falleg“ Hún segir að sama skapi mikilvægt að muna að morð eru alltaf ógeðsleg. „Ég held að allir höfundar skrifi bókina sem þeir sjálfir myndu vilja lesa. Þetta er það sem mér finnst skemmtilegt, hafandi alltaf í huga að morð eru bara andstyggileg. Þau eru aldrei falleg. Þetta er spurning um að velja sér leið til að vera raunsær án þess að vera að velta sér of mikið upp úr ógeðinu. Fólk sem les suma kafla í mínum bókum finnst eins og þeir hafi verið skrifaðir í miklu meiri smáatriðum en þeir voru. En það er þá bara að gerast í höfðinu á lesandanum. Maður er ekki að elta hvern blóðdropa sem slettist, mjög oft gerist atburðarásin eftir að morðið hefur átt sér stað.“ Best fyrir bókina þegar henni finnst hún skelfileg Það er margt sem þarf að huga að þegar glæpasaga er skrifuð og segir Yrsa þetta mikla rússíbanareið. „Maður flakkar á milli þess að hugsa vá, þetta er frábært og oh, þetta er hræðilegt. Tímarnir þegar maður hugsar vá, þetta er alveg skelfilega lélegt eru þeir lang bestu fyrir bókina. Því þá fer maður yfir hvert smáatriði bókarinnar og er að bæta betrumbæta. Bækur eru ekkert ódýrar og jafnvel þótt þú fáir hana á bókasafni þá ertu að gefa af tímanum þínum með því að lesa þær. Maður vill ekki valda lesandanum vonbrigðum því það er það hræðilegasta. Maður vill að lesandinn verði sáttur, auðvitað get ég ekki gert kröfu um það að hann verði frábærlega glaður en maður vill ekki að hann hugsi: Hvaða djöfulsins tímaeyðsla var þetta.“ Yrsu langar gríðarlega mikið að skrifa hryllingssögu sem gerist í geimnum.Vísir/Anton Brink Yrsa ætlar að halda áfram að skrifa á meðan hún hefur gaman að því þó hún sjái ekki endilega fyrir sér að gefa út bækur alveg ofan í kistuna. „Ég er núna að skrifa bók sem er stök og er búin með Huldar og Freyju seríuna, það voru bara fjórar bækur. Ástæðan fyrir því er þetta með að maður er að verða eldri. Ég veit ekki hvað ég held áfram lengi og eitt af því sem mig langar rosalega að gera er að skrifa hryllingssögu sem gerist úti í geimnum. Mig langar að tryggja það að ég hafi tíma í það því það kallar á rosalega mikla rannsóknarvinnu. Því ég reyni yfirleitt að sinna þeirri hlið vel og fara á staðinn, það verður náttúrulega ekki hlaupið að því,“ segir Yrsa og hlær. Mikilvæg jarðtenging í verkfræðinni Samhliða skrifum er Yrsa menntaður byggingaverkfræðingur og starfar sem slíkur. „Ég er ekki í fullu starfi við það og get ekki tekið lengur þátt í risaverkefnum sem er synd en maður tekur þó þátt í því sem maður treystir sér til að gera og gerir vel. Ástæðan fyrir því að ég minnkaði við mig var ekki að skrifin væru að taka yfir því mér fannst ég geta gert það á kvöldin. En starfinu fylgja mikil ferðalög og mér var farið að finnast ég ekki ná að sinna vinnu og skrifum eins vel og ég gæti. Ég var alltaf að hugsa að ég vildi að ég hefði meiri tíma og því ákvað ég þetta. En mér þykir rosalega vænt um vinnuna mína og myndi alls ekki vilja hætta. Þetta er jarðtenging.“ Mikill sjálfsefi fyrir útgáfu vinsælustu bókarinnar Það er erfitt að gera upp á milli bókanna sinna en þó er ákveðin bók sem Yrsa heldur alltaf mikið upp á. „Ég man þig var fyrsta drauga hryllings bókin sem ég skrifa. Það var gert því mig langaði svo rosalega að skrifa slíka bók en þá var ég búin að vera að skrifa bara glæpasögur. Þetta var svolítið út úr kú og passaði ekki við fyrri skrif. Það er ekkert markaðslega sniðugt að gera eins og ég, hoppa á milli flokka, og það væri sniðugra líklegra að halda sig við eitthvað eitt. En ef þú ert að skrifa bara fyrir markaðinn eða það sem þú heldur að fólk vilji þá ertu komin á smá hálan ís.“ Irsa Sigurðardóttir segir að maður sé kominn á smá hálan ís ef skrifin eru farin að snúast alfarið um markaðinn.Vísir/Anton Brink Yrsa hafði mikla þörf til að skrifa þessa bók og gerði það. „Í fyrsta lagi hélt hún væri ekki nógu draugaleg og væri fáránlega asnaleg og svo hélt ég að enginn myndi kaupa þetta. En ég bara þurfti að skrifa hana. Þannig það kom mér svo rosalega skemmtilega á óvart að hún féll í kramið, ekkert hjá öllum enda er það ekkert hægt og það hefur maður lært. Þegar ég var að byrja þá vildi ég að allir elskuðu bækurnar. Svo lærir maður að það er engin ein bók allra. Það er bara allt í lagi. Maður getur ekkert skrifað bók sem allir hoppa af gleði yfir og finnst frábær. En fyrst um sinn er erfitt að sætta sig við það, þegar einhver var bara: „Guð minn góður hvað þetta ömurlegt“. Það er ekkert skemmtilegt,“ segir Yrsa kímin. Erfitt að læra að taka hrósi Hún segir að fólk hafi aðallega gefið sig á slíkt tal þegar það var í glasi. „Þegar ég var yngri var maður meira úti á lífinu og kannski frekar var við þetta. En ég er líka af þeirri kynslóð að það var ekkert verið að hrósa mikið og maður kann heldur ekkert að taka hrósi. Þetta er eitthvað sem maður þarf hreinlega að vinna í. Því ef einhver segði við mig bara: Vá, ég elska bækurnar þínar þær eru frábærar þá myndi ég segja: Já nei, nei þú gerir það ekkert, eitthvað svona fáránlegt,“ segir Yrsa hlæjandi og bætir við: „Þannig á tímabili fannst mér eiginlega bara skárra þegar fólk kom og sagði: „Djöfull var síðasta bókin þín óþolandi leiðinleg“. En svo lærir maður að segja takk kærlega fyrir þegar hrósin koma. Auðvitað skiptir þetta mann máli og því skal haldið til haga að ég er alls ekki að segja að fólk eigi að koma og hrauna yfir mig.“ Glæpasagnahöfundar hið ljúfasta fólk Sjálfsefinn er að sögn Yrsu að sama skapi órjúfanlegur hluti af ferlinu. „Það fylgir því að skrifa, semja tónlist, jafnvel vera blaðamaður, að gera eitthvað þar sem nafnið þitt er merkt og þú stendur og fellur með því sem þú ert að gera. Þú ert ekki að vinna í teymi eins og til dæmis í verkfræðinni þar sem hópur getur fundið bestu lausnirnar og það er svolítið erfitt að standa einn og vera einhvers konar opinber persóna. Maður hugsar stundum að kannski hefði verið betra að vera bara með dulnefni en það er ekki vel séð.“ Sömuleiðis er algengt að fólk haldi að verkin endurspegli persónu þess sem er á bak við þau. „Fyrst til að byrja með þá héldu mjög margir að ég væri hrikalega eitthvað grimm manneskja. Það er nefnilega algjörlega þveröfugt. Þeir glæpasagnahöfundar sem maður hefur kynnst bæði hérlendis og erlendis yfirleitt er það hið ljúfasta fólk. Ég er búin að vera að hugsa svolítið um þetta og ég held að yfirleitt sé þetta þannig að til þess að átta sig á því hvað sé hræðilegt og hvað sé andstyggilegt þá máttu ekki vera slík manneskja sjálf. Þá myndirðu ekki koma auga á það sem er áhugavert við svona furðulega andstyggilega atburði. Ég held til dæmis að sækópati myndi skrifa hrikalega lélega glæpasögu. En engin bók er allra og engin manneskja er allra. Maður þarf að sætta sig við það og reyna að vera góð manneskja, maður getur ekki gert neitt annað.“ Ómögulegt að hræða sjálfa sig Yrsu hefur tvímælalaust tekist að hræða fjöldan allan af lesendum en hún hefur þó aldrei náð að hræða sig sjálfa. „Nei, það er bara ekki hægt. Maður reynir auðvitað að sjá fyrir sér aðstæður sem maður myndi ekki vilja vera í sjálfur. En þetta myndast í manns eigin höfði, maður veit að þetta er ekki raunverulegt, þannig ég hef aldrei náð að hræða sjálfa mig með mínum eigin skrifum. Ég er alls ekki myrkfælin og ég elska hryllingsmyndir og hryllingsbækur, því miður er ekki mikið í boði af þeim lengur. Þetta átti svona sinn tíma. Ég var glaðasta manneskja í heimi síðla níunda áratugarins því þá komu margar mjög góðar hryllings bækur í kjölfarið á vinsældum Steven King. Því meira sem maður les og því meira sem maður horfir þá verður erfiðara að hræða mann. Mér getur brugðið þegar eitthvað óvænt kemur en ég verð aldrei eitthvað: „Guð minn góður ég þori ekki fram“. Það er alveg löngu farið úr mér.“ Sixth sense í uppáhaldi Þrátt fyrir að vera forfallinn hryllings fíkill segir Yrsa að það séu fáir í kringum hana með henni í því. Það er ekki nein svaka stemning fyrir hryllingsmyndum í minni fjölskyldu en sonur minn horfir samt með mér. Svo er auðvitað líka til alveg rosalega mikið af lélegum hryllingsmyndum í slasher stíl þar táningsstelpur hlaupa um á nærfötunum. Að lokum spyr blaðamaður hver sé hennar uppáhalds hryllingsmynd? „Af mörgum, mörgum þá held ég að Sixth sense sé mín uppáhalds, það er svo sturlað flott tvist á henni. The Others með Nicole Kidman er líka frábær.“ Þar hafið þið það!
Bókmenntir Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Sjá meira