Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 14:37 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er formaður velferðarnefndar og hafnaði því að ekki væri hlustað á minnihlutann. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. Fram kom í umræðum á þingi í dag að minnihluti lagði fram bókun á fundi nefndarinnar í gær þar sem þau lögðust gegn því að nefndin hefði afgreitt úr nefnd frumvarp um lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hildur Sverrisdóttir tók fyrst til máls um fundarstjórn forseta og minnti á að lögin í landinu væru sniðin í þingsal. Hún sagði hafa borið á því að kvartað væri undan starfi í nefndum. Þar fari fram takmörkuð umræða og gestir fái lítinn tíma. Hildur óskaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarvinna fengi að fara fram eins og hún þarf að fara fram svo nefndir geti unnið sitt starf eins og þær eigi að gera. Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, tók næst til máls og tók undir þessi orð Hildar. Hún sagði þetta tilfinningu fleiri einstaklinga innan stjórnarandstöðunnar. Þetta gilti ekki um allar nefndir en hún sé í tveimur og þar gangi vel í annarri en illa í hinni. Sem dæmi hafi formaður velferðarnefndar neitað að fara yfir nefndarálit minnihlutans á fundi í gær en það hafi verið verklag á síðasta kjörtímabili að gera það alltaf. Hún minnti á að ríkisstjórnin verði ekki dæmd af fjölda mála, heldur gæðum þeirra. Hildur Sverrisdóttir kallaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarstarf.Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók næstur til máls og sagði dagskrá skipulagða nokkuð þétta í nefndum. Gestakomum ljúki oft þannig að gestir þurfa að koma aftur því ekki hafi verið gefið svigrúm í dagskrá fyrir spurningum og svörum. Hann hvatti forseta til að ræða við nefndarformenn til að hvetja þá til að ætla sér ekki um of. Það verði frekar til þess að málin vinnist hægar. Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók undir og kvartaði sérstaklega undan því að ekki hafi verið hægt að fá fulltrúa fjármálaráðuneytisins á fund velferðarnefndar til að ræða frumvarp um lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún sagði að í nefnd hafi verið gert lítið úr því að lögfesting geti haft áhrif á kostnað sveitarfélaga og að um þetta hafi verið bókað í nefndinni. Fundarstjórn forseta sé orðinn helsti kvörtunarliður Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins og formaður nefndarinnar, sagði dagskrárliðinn fundarstjórn forseta alltaf taka á sig ótrúlegri mynd. „Þetta er orðinn helsti kvörtunarliðurinn hérna á þingi. Ef að stjórnarandstöðunni mislíkar eitthvað við okkur í meirihlutanum að þá er komið hérna og grátið í pontu fyrir framan alþjóð,“ sagði Kolbrún á þingi í dag en hún er formaður velferðarnefndar. Hún sagði að þingmenn væru að vísa til þess að ákvörðun hefði verið tekin í nefnd um að afgreiða frumvarpið úr nefnd þó svo að ósætti væri um það. „Þó það hefðu komið hundrað gestir í viðbót hefði það ekki varpað ljósi á hvað þetta gæti kostað næstu fimmtíu árin,“ segir Kolbrún og að stjórnarandstaðan sé að nota þennan dagskrárlið til að tefja dagskrá þingsins. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins sagði umræðuna ekkis snúast um minni- eða meirihluta heldur góð vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í bókun minnihlutans hefði minnihlutinn lagst gegn því að málið yrði tekið úr nefnd og að nefndin hafi óskað eftir frekari upplýsingum eins og fjárhagslegu mati og að fá fulltrúa fjármálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis á fund nefndarinnar. Bergþór fór svo aftur í pontu og sagði viðbrögð formanns nefndarinnar endurspegla þann vanda sem nefndin hafi staðið fyrir. Kolbrún tók aftur til máls og hafnaði því að ekki væri hlustað á óskir minnihlutans. Hún sagði það liggja fyrir að ekki væri hægt að reikna út kostnaðinn við samninginn næstu tíu ár og málið væri ekki þannig „klippt og skorið“ að hægt væri að gera það. Hefur fundað með formönnum þrisvar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar og forseti þingsins, tók svo til máls og sagðist hafa fundað þrisvar með nefndarformönnum síðustu vikur. Allir þingmenn hafi metnað til að sinna sinni vinnu vel og hún myndi gera sitt til að tryggja að vinnubrögðin yrðu góð. Það hafi 33 nýir þingmenn sest á þing og fólk sé að tileinka sér ný hlutverk. Hún sagðist taka fullt tillit til ábendinga þingmanna. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók næstur til máls og sagði með ólíkindum að Kolbrún hafi fullyrt að ekki væri hægt að reikna kostnaðinn við frumvarpið. Það sé lögfest að það eigi að reikna út kostnað sem lendir á sveitarfélögum og það sé óásættanlegt að þingið samþykki „opinn tékka“ inn í framtíðina. Hann sagði að áætlun um til dæmis kostnað við NPA hafi verið áætlaður einn og hálfur milljarður en kostnaðurinn hafi verið tífaldur. Sumt nefndarstarf gangi afar vel Þó nokkrir þingmenn tóku svo til máls og hrósuðu formönnum nefnda þar sem vel gengur. Sérstaklega voru nefnd Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, Guðbrandur Einarsson, formaður umhverfis – og samgöngunefndar og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Ingibjörg tók svo aftur til máls og sagði þetta ekki snúast um minni- eða meirihluta. Heldur snúist þetta um vinnubrögð. Sé skortur á gögnum til að taka upplýsta ákvörðun um að styðja mál úr nefnd sé mikilvægt að geta kallað eftir þeim. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Fram kom í umræðum á þingi í dag að minnihluti lagði fram bókun á fundi nefndarinnar í gær þar sem þau lögðust gegn því að nefndin hefði afgreitt úr nefnd frumvarp um lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hildur Sverrisdóttir tók fyrst til máls um fundarstjórn forseta og minnti á að lögin í landinu væru sniðin í þingsal. Hún sagði hafa borið á því að kvartað væri undan starfi í nefndum. Þar fari fram takmörkuð umræða og gestir fái lítinn tíma. Hildur óskaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarvinna fengi að fara fram eins og hún þarf að fara fram svo nefndir geti unnið sitt starf eins og þær eigi að gera. Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, tók næst til máls og tók undir þessi orð Hildar. Hún sagði þetta tilfinningu fleiri einstaklinga innan stjórnarandstöðunnar. Þetta gilti ekki um allar nefndir en hún sé í tveimur og þar gangi vel í annarri en illa í hinni. Sem dæmi hafi formaður velferðarnefndar neitað að fara yfir nefndarálit minnihlutans á fundi í gær en það hafi verið verklag á síðasta kjörtímabili að gera það alltaf. Hún minnti á að ríkisstjórnin verði ekki dæmd af fjölda mála, heldur gæðum þeirra. Hildur Sverrisdóttir kallaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarstarf.Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók næstur til máls og sagði dagskrá skipulagða nokkuð þétta í nefndum. Gestakomum ljúki oft þannig að gestir þurfa að koma aftur því ekki hafi verið gefið svigrúm í dagskrá fyrir spurningum og svörum. Hann hvatti forseta til að ræða við nefndarformenn til að hvetja þá til að ætla sér ekki um of. Það verði frekar til þess að málin vinnist hægar. Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók undir og kvartaði sérstaklega undan því að ekki hafi verið hægt að fá fulltrúa fjármálaráðuneytisins á fund velferðarnefndar til að ræða frumvarp um lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún sagði að í nefnd hafi verið gert lítið úr því að lögfesting geti haft áhrif á kostnað sveitarfélaga og að um þetta hafi verið bókað í nefndinni. Fundarstjórn forseta sé orðinn helsti kvörtunarliður Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins og formaður nefndarinnar, sagði dagskrárliðinn fundarstjórn forseta alltaf taka á sig ótrúlegri mynd. „Þetta er orðinn helsti kvörtunarliðurinn hérna á þingi. Ef að stjórnarandstöðunni mislíkar eitthvað við okkur í meirihlutanum að þá er komið hérna og grátið í pontu fyrir framan alþjóð,“ sagði Kolbrún á þingi í dag en hún er formaður velferðarnefndar. Hún sagði að þingmenn væru að vísa til þess að ákvörðun hefði verið tekin í nefnd um að afgreiða frumvarpið úr nefnd þó svo að ósætti væri um það. „Þó það hefðu komið hundrað gestir í viðbót hefði það ekki varpað ljósi á hvað þetta gæti kostað næstu fimmtíu árin,“ segir Kolbrún og að stjórnarandstaðan sé að nota þennan dagskrárlið til að tefja dagskrá þingsins. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins sagði umræðuna ekkis snúast um minni- eða meirihluta heldur góð vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í bókun minnihlutans hefði minnihlutinn lagst gegn því að málið yrði tekið úr nefnd og að nefndin hafi óskað eftir frekari upplýsingum eins og fjárhagslegu mati og að fá fulltrúa fjármálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis á fund nefndarinnar. Bergþór fór svo aftur í pontu og sagði viðbrögð formanns nefndarinnar endurspegla þann vanda sem nefndin hafi staðið fyrir. Kolbrún tók aftur til máls og hafnaði því að ekki væri hlustað á óskir minnihlutans. Hún sagði það liggja fyrir að ekki væri hægt að reikna út kostnaðinn við samninginn næstu tíu ár og málið væri ekki þannig „klippt og skorið“ að hægt væri að gera það. Hefur fundað með formönnum þrisvar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar og forseti þingsins, tók svo til máls og sagðist hafa fundað þrisvar með nefndarformönnum síðustu vikur. Allir þingmenn hafi metnað til að sinna sinni vinnu vel og hún myndi gera sitt til að tryggja að vinnubrögðin yrðu góð. Það hafi 33 nýir þingmenn sest á þing og fólk sé að tileinka sér ný hlutverk. Hún sagðist taka fullt tillit til ábendinga þingmanna. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók næstur til máls og sagði með ólíkindum að Kolbrún hafi fullyrt að ekki væri hægt að reikna kostnaðinn við frumvarpið. Það sé lögfest að það eigi að reikna út kostnað sem lendir á sveitarfélögum og það sé óásættanlegt að þingið samþykki „opinn tékka“ inn í framtíðina. Hann sagði að áætlun um til dæmis kostnað við NPA hafi verið áætlaður einn og hálfur milljarður en kostnaðurinn hafi verið tífaldur. Sumt nefndarstarf gangi afar vel Þó nokkrir þingmenn tóku svo til máls og hrósuðu formönnum nefnda þar sem vel gengur. Sérstaklega voru nefnd Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, Guðbrandur Einarsson, formaður umhverfis – og samgöngunefndar og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Ingibjörg tók svo aftur til máls og sagði þetta ekki snúast um minni- eða meirihluta. Heldur snúist þetta um vinnubrögð. Sé skortur á gögnum til að taka upplýsta ákvörðun um að styðja mál úr nefnd sé mikilvægt að geta kallað eftir þeim.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira